Verulega dró úr vörusölu og hagnaði Brims hf. á öðrum ársfjórðungi 2024 miðað við sama tímabil í fyrra. Seldar voru vörur fyrir 79,7 milljónir evra á fjórðungnum miðað við 108,8 milljónir evra á 2. ársfjórðungi 2023 og hagnaður fór úr 10,4 milljónum evra í 1 milljón evrur. Rekja má þessar breytingar að mestu til loðnubrests á þessu ári.
Afli bolfiskskipa félagsins var á tímabilinu 12.100 tonn en var 10.500 tonn á sama tímabili árið áður. Aukning var í veiðum á ýsu og gulllaxi samanborið við árið á undan, ufsaveiði var dræm líkt og á fyrra ári og ekki var úthlutað heimildum í djúpkarfa en árið 2023 veiddu skip félagins tæplega 1.000 tonn af djúpkafa á öðrum ársfjórðungi. Botnfiskafli til landvinnslu var um 6.200 tonn líkt og á sama tímabili á fyrra ári.
Verð á ferskum landunnum bolfiskafurðum var gott og sambærilegt við árið á undan. Verð á sjófrystum afurðum var nokkru lægra samanborið við sama tímabil seinasta ár.
Breytingar urðu á skipastól félagsins í júní þegar nýtt frystiskip kom inn í rekstur félagsins og hélt Þerney RE-1 í sína fyrstu veiðiferð fyrir Brim hf. þann 21. júní sl. Í ágúst var svo lokið við sölu á frystiskipinu Örfirisey RE-4.
Rekstur uppsjávarsviðs markaðist af því að engin loðnuvertíð var á fyrsta ársfjórðungi. Kolmunnaveiði hófst að nýju í byrjun apríl og var seinasta löndunin 7. maí. Veiðar gengu vel og var aflinn um 30 þúsund tonn, sem unninn var í verksmiðjum félagsins á Vopnafirði og Akranesi. Í lok júní héldu uppsjávarskipin til makrílveiða og komu fyrstu farmarnir á land í byrjun júlí.
Loðnubresturinn tekur í
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf., segir uppgjörið núna dæmigert fyrir uppgjör á loðnuleysisári. „Engin loðna veiddist á árinu og það tekur í hjá okkur því hún vegur þungt í okkar rekstri. Við veiddum meira af botnfiski á öðrum hluta þessa árs en á sama tíma í fyrra og tekjur af sölu hans jukust dálítið. Á móti komu verulegar kostnaðarhækkanir, bæði á aðföngum, launum, veiðigjöldum og kostnaði vegna brennslu á olíu í staðinn fyrir notkun á rafmagni. Og til viðbótar voru veiðiheimildar í mikilvægum fisktegundum fyrir okkur í Brimi skornar niður. Þegar allt þetta kemur saman er afkoman á fyrri hluta ársins ekki góð. Við sem höfum starfað í sjávarútvegir í áratugi vitum að það skiptast á skin og skúrir en rekstur og efnahagsreikningur Brims er traustur og það verður að haga seglum eftir vindi.“
Hagnaður fyrir tekjuskatt á fyrri árshelmingi nam 6,4 milljónum evra, samanborið við 35,6 milljónir evra á fyrri árshelmingi 2023. Tekjuskattur fyrir sama tímabil nam 0,9 milljónum evra, en var 6,3 milljónir evra árið áður. Hagnaður tímabilsins varð því 5,5 milljónir evra en var 29,3 milljónir evra árið áður.
Efnahagur
Heildareignir félagsins námu 976 milljónir evra á fyrri árshelmingi 2024. Þar af voru fastafjármunir 830 milljónir evra og veltufjármunir 145 milljónir evra. Hækkun á fastafjármunum skýrist af kaupum á frystitogaranum Þerney RE-1. Kaupin voru fjármögnuð með láni til eins árs. Fjárhagsstaða félagins er áfram sterk og nam eigið fé 451 milljón evra og var eiginfjárhlutfall 46,2%, en var 49,8% í lok árs 2023. Heildarskuldir félagsins voru 525 milljónir evra í lok fjórðungsins og hækkuðu um 48 milljónir evra frá áramótum.
Séu niðurstöður rekstrarreiknings reiknaðar til íslenskra króna á meðalgengi fyrra árshelmings ársins 2024 (1 evra = 149,47 ísk) voru tekjur 26,0 milljarðar króna, EBITDA 3,1 milljarður og hagnaður 0,8 milljarðar. Séu niðurstöður efnahagsreiknings reiknaðar til íslenskra króna á gengi 30. júní 2024 (1 evra = 148,9 ísk) voru eignir samtals 145 milljarðar króna, skuldir 78 milljarðar og eigið fé 67 milljarðar.
Lokaverð hlutabréfa 30. júní 2024 var 70,6 kr. á hlut og var markaðsvirði félagsins þá 136 milljarðar króna. Fjöldi hluthafa var 1.774.
Verulega dró úr vörusölu og hagnaði Brims hf. á öðrum ársfjórðungi 2024 miðað við sama tímabil í fyrra. Seldar voru vörur fyrir 79,7 milljónir evra á fjórðungnum miðað við 108,8 milljónir evra á 2. ársfjórðungi 2023 og hagnaður fór úr 10,4 milljónum evra í 1 milljón evrur. Rekja má þessar breytingar að mestu til loðnubrests á þessu ári.
Afli bolfiskskipa félagsins var á tímabilinu 12.100 tonn en var 10.500 tonn á sama tímabili árið áður. Aukning var í veiðum á ýsu og gulllaxi samanborið við árið á undan, ufsaveiði var dræm líkt og á fyrra ári og ekki var úthlutað heimildum í djúpkarfa en árið 2023 veiddu skip félagins tæplega 1.000 tonn af djúpkafa á öðrum ársfjórðungi. Botnfiskafli til landvinnslu var um 6.200 tonn líkt og á sama tímabili á fyrra ári.
Verð á ferskum landunnum bolfiskafurðum var gott og sambærilegt við árið á undan. Verð á sjófrystum afurðum var nokkru lægra samanborið við sama tímabil seinasta ár.
Breytingar urðu á skipastól félagsins í júní þegar nýtt frystiskip kom inn í rekstur félagsins og hélt Þerney RE-1 í sína fyrstu veiðiferð fyrir Brim hf. þann 21. júní sl. Í ágúst var svo lokið við sölu á frystiskipinu Örfirisey RE-4.
Rekstur uppsjávarsviðs markaðist af því að engin loðnuvertíð var á fyrsta ársfjórðungi. Kolmunnaveiði hófst að nýju í byrjun apríl og var seinasta löndunin 7. maí. Veiðar gengu vel og var aflinn um 30 þúsund tonn, sem unninn var í verksmiðjum félagsins á Vopnafirði og Akranesi. Í lok júní héldu uppsjávarskipin til makrílveiða og komu fyrstu farmarnir á land í byrjun júlí.
Loðnubresturinn tekur í
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf., segir uppgjörið núna dæmigert fyrir uppgjör á loðnuleysisári. „Engin loðna veiddist á árinu og það tekur í hjá okkur því hún vegur þungt í okkar rekstri. Við veiddum meira af botnfiski á öðrum hluta þessa árs en á sama tíma í fyrra og tekjur af sölu hans jukust dálítið. Á móti komu verulegar kostnaðarhækkanir, bæði á aðföngum, launum, veiðigjöldum og kostnaði vegna brennslu á olíu í staðinn fyrir notkun á rafmagni. Og til viðbótar voru veiðiheimildar í mikilvægum fisktegundum fyrir okkur í Brimi skornar niður. Þegar allt þetta kemur saman er afkoman á fyrri hluta ársins ekki góð. Við sem höfum starfað í sjávarútvegir í áratugi vitum að það skiptast á skin og skúrir en rekstur og efnahagsreikningur Brims er traustur og það verður að haga seglum eftir vindi.“
Hagnaður fyrir tekjuskatt á fyrri árshelmingi nam 6,4 milljónum evra, samanborið við 35,6 milljónir evra á fyrri árshelmingi 2023. Tekjuskattur fyrir sama tímabil nam 0,9 milljónum evra, en var 6,3 milljónir evra árið áður. Hagnaður tímabilsins varð því 5,5 milljónir evra en var 29,3 milljónir evra árið áður.
Efnahagur
Heildareignir félagsins námu 976 milljónir evra á fyrri árshelmingi 2024. Þar af voru fastafjármunir 830 milljónir evra og veltufjármunir 145 milljónir evra. Hækkun á fastafjármunum skýrist af kaupum á frystitogaranum Þerney RE-1. Kaupin voru fjármögnuð með láni til eins árs. Fjárhagsstaða félagins er áfram sterk og nam eigið fé 451 milljón evra og var eiginfjárhlutfall 46,2%, en var 49,8% í lok árs 2023. Heildarskuldir félagsins voru 525 milljónir evra í lok fjórðungsins og hækkuðu um 48 milljónir evra frá áramótum.
Séu niðurstöður rekstrarreiknings reiknaðar til íslenskra króna á meðalgengi fyrra árshelmings ársins 2024 (1 evra = 149,47 ísk) voru tekjur 26,0 milljarðar króna, EBITDA 3,1 milljarður og hagnaður 0,8 milljarðar. Séu niðurstöður efnahagsreiknings reiknaðar til íslenskra króna á gengi 30. júní 2024 (1 evra = 148,9 ísk) voru eignir samtals 145 milljarðar króna, skuldir 78 milljarðar og eigið fé 67 milljarðar.
Lokaverð hlutabréfa 30. júní 2024 var 70,6 kr. á hlut og var markaðsvirði félagsins þá 136 milljarðar króna. Fjöldi hluthafa var 1.774.