Þrátt fyrir velheppnaða loðnuvertíð var mjöl- og lýsisvinnsla íslenskra fiskmjölsverksmiðja minni fyrstu þrjá mánuði ársins en yfir sama tímabil í fyrra. Framleidd höfðu verið 70 þúsund tonn af mjöli fyrstu þrjá mánuði ársins og 15 þúsund tonn af lýsi. Á sama tíma í fyrra höfðu verið framleidd 83 þúsund tonn af mjöli og 40 þúsund tonn af lýsi.

Tóku á móti 400.000 tonnum

Á fyrstu þremur mánuðum 2022 tóku fiskmjölsverksmiðjurnar á móti 460 þúsund tonnum af hráefni en 398 þúsund tonnum á þessu ári. 95 þúsund tonn af hráefninu á þessu ári er kolmunni. Mun meira verður veitt af kolmunna á þessu ári en því síðasta m.a. vegna um 70% aukningar í veiðiheimildum milli ára. Kolmunninn fer allur í mjöl- og lýsisvinnslu.

„Ég á ekki von á því að þetta ár verði stærra en síðasta ár hvað varðar móttekið hráefni til mjöl- og lýsisframleiðslu. Loðnukvótinn var meiri á síðasta ári en á þessu ári og þar munar mestu. Það áttu flestir von á því að loðnukvótinn yrði að minnsta kosti jafnmikill og hann var í fyrra. En svo tókust loðnumælingar ekki vel og 180 þúsund tonna aukning í kvóta var ekki gefin út fyrr en í byrjun mars. Það var slagur að ná því en það gekk en það þurfti líka allt að ganga upp til þess að svo mætti vera,“ segir Jóhann Peter Andersen hjá Félagi íslenskra fiskmjölsframleiðenda.

Jóhann Peter Andersen hjá Félagi íslenskra fiskmjölsframleiðenda.
Jóhann Peter Andersen hjá Félagi íslenskra fiskmjölsframleiðenda.

Stór hluti þessarar aukningar fór í vinnslu á frystri loðnu og hrognum sem skilaði miklum verðmætum en það sem eftir er af loðnunni eftir hrognatöku, sem er 75-85% af þyngd hennar, fer í mjöl- og lýsisvinnslu.

Stöðug hækkun mjöl- og lýsisverðs

Félag fiskmjölsframleiðenda heldur ekki utan um uppýsingar um verð á mjöli og lýsi en vitað er að mjölverð hækkar stöðugt á alþjóðamörkuðum í takti við gríðarlega aukningu í fiskeldi á heimsvísu. Jóhann gat þó sagt að afurðarverðið hafi verið gott hjá fiskmjölsverksmiðjunum og það eigi sérstaklega við um lýsisverð.

Samhliða sífellt auknu fiskeldi á heimsvísu hefur sú þróun verið lengi í gangi að framleiðendur minnki hlutfall fiskmjöls og lýsis í fóðri sem er dýrasti hlutinn í fóðurframleiðslunni. En framleiðendur gera það líka af illri nauðsyn því framboð þessara afurða er takmarkað í takti við gríðarlega aukningu í fóðurframleiðslu. Áður en fiskeldi tók þetta mikla flug var hlutfall fiskimjöls í fóðri um 30% en er líklega komið niður í 10-12% núna. Svipuð þróun hefur verið í notkun á lýsi í fóðri. Heimsframleiðsla á lýsi á hverju ári er ekki nema um ein milljón tonn og vegna skorts á lýsi og háu verði hafa framleiðendur í auknum mæli notað jurtaolíu í stað lýsis í fóður.

Fækkun skipa - meiri afkastageta

Fyrir um það bil 25 árum voru fiskmjölsverksmiðjurnar nálægt um 20 talsins í landinu. Nú eru þær tíu. Þá voru líka 60-70 skip á uppsjávarveiðum og voru mörg að koma með 200-300 tonn að landi. Nú eru uppsjávarskipin 23 og koma með allt að 3.000 tonn að landi af kældum og mun betri afla. Sama þróun hefur verið hjá verksmiðjunum sem hefur fækkað en afkastageta margfaldast og er heldur meiri en þegar þær voru um 20 talsins.

Margrét EA bættist í flota íslenskra uppsjávarskipa á nýafstaðinni loðnuvertíð. MYND/GUÐLAUGUR B
Margrét EA bættist í flota íslenskra uppsjávarskipa á nýafstaðinni loðnuvertíð. MYND/GUÐLAUGUR B

Úr 8 í 28 lítra af olíu á hráefnistonn

Stóra áherslumálið hjá Félagi íslenskra fiskmjölsframleiðenda, eins og mörg undanfarin ár, eru orkumálin. Jóhann bendir á að fyrirtækin sjálf hafi haft frumkvæði að því á sínum tíma að koma á orkuskiptum. Fyrsta verksmiðjan var rafvædd árið 1990 og síðan fylgdu átta aðrar verksmiðjur í kjölfarið með mismikilli rafvæðingu en fimm þeirra voru 100% rafvæddar. Núna eru tíu fiskmjölsverksmiðjur í landinu og einungis tvær þeirra, þ.e.a.s. í Vestmannaeyjum og Þórshöfn, geta ekki nýtt rafmagn.

Öfug orkuskipti fiskmjölsverksmiðjanna

„Í báðum tilfellum er þetta flutningur á rafmagni sem kemur í veg fyrir að þær geti nýtt raforkuna. Okkur þykir mjög undarlegt að þegar menn hreykja sér af því að rafbílafjöldinn hafi sexfaldast en þar sem rafmagn er af skornum skammti hafa verksmiðjurnar þurft að grípa til þess að brenna olíu. Þær hafa verið í öfugum orkuskiptum. En það þýðir lítið að tala um orkuskipti af raforkan er ekki til staðar,“ segir Jóhann.

Hann segir átakanlegt að horfa á alla þá fjárfestingu sem fyrirtækin hafi staðið í til þess að rafvæða verksmiðjunar. Þessi fjárfesting standi bara ónotuð. Fyrir 10-15 árum nam kostnaðurinn við breytingu á hverri verksmiðju allt að hálfum milljarði króna. Á þeim tímum sem rafmagn var lítið eða ekkert skammtað til verksmiðjanna notuðu þær allar samtals um 8 lítra af olíu á hvert hráefnistonn. Á síðasta ári, þegar töluvert var um raforkuskerðingar, fór notkunin upp í 28 lítra á hráefnistonn.

„Þetta er ömurleg þróun. Á þessari vertíð hafa raforkuskerðingar verið tíðar. Í fyrra notuðu verksmiðjurnar um 23 milljónir lítra af olíu. Ég veit ekki hvernig á að standa við áætlanir í loftslagsmálum meðan umhverfi fyrirtækjanna er svona, sem þó vilja sýna gott fordæmi og voru langt á undan sinni samtíð í orkuskiptum.“

Hvati verksmiðjanna til að nýta raforku hefur fram til þessa ekki verið fjárhagslegur því ekki hefur verið ódýrara að brenna olíu. Síðasta ár gæti þó litið öðruvísi út vegna mikillar hækkunar á olíu á heimsmarkaði.

Þrátt fyrir velheppnaða loðnuvertíð var mjöl- og lýsisvinnsla íslenskra fiskmjölsverksmiðja minni fyrstu þrjá mánuði ársins en yfir sama tímabil í fyrra. Framleidd höfðu verið 70 þúsund tonn af mjöli fyrstu þrjá mánuði ársins og 15 þúsund tonn af lýsi. Á sama tíma í fyrra höfðu verið framleidd 83 þúsund tonn af mjöli og 40 þúsund tonn af lýsi.

Tóku á móti 400.000 tonnum

Á fyrstu þremur mánuðum 2022 tóku fiskmjölsverksmiðjurnar á móti 460 þúsund tonnum af hráefni en 398 þúsund tonnum á þessu ári. 95 þúsund tonn af hráefninu á þessu ári er kolmunni. Mun meira verður veitt af kolmunna á þessu ári en því síðasta m.a. vegna um 70% aukningar í veiðiheimildum milli ára. Kolmunninn fer allur í mjöl- og lýsisvinnslu.

„Ég á ekki von á því að þetta ár verði stærra en síðasta ár hvað varðar móttekið hráefni til mjöl- og lýsisframleiðslu. Loðnukvótinn var meiri á síðasta ári en á þessu ári og þar munar mestu. Það áttu flestir von á því að loðnukvótinn yrði að minnsta kosti jafnmikill og hann var í fyrra. En svo tókust loðnumælingar ekki vel og 180 þúsund tonna aukning í kvóta var ekki gefin út fyrr en í byrjun mars. Það var slagur að ná því en það gekk en það þurfti líka allt að ganga upp til þess að svo mætti vera,“ segir Jóhann Peter Andersen hjá Félagi íslenskra fiskmjölsframleiðenda.

Jóhann Peter Andersen hjá Félagi íslenskra fiskmjölsframleiðenda.
Jóhann Peter Andersen hjá Félagi íslenskra fiskmjölsframleiðenda.

Stór hluti þessarar aukningar fór í vinnslu á frystri loðnu og hrognum sem skilaði miklum verðmætum en það sem eftir er af loðnunni eftir hrognatöku, sem er 75-85% af þyngd hennar, fer í mjöl- og lýsisvinnslu.

Stöðug hækkun mjöl- og lýsisverðs

Félag fiskmjölsframleiðenda heldur ekki utan um uppýsingar um verð á mjöli og lýsi en vitað er að mjölverð hækkar stöðugt á alþjóðamörkuðum í takti við gríðarlega aukningu í fiskeldi á heimsvísu. Jóhann gat þó sagt að afurðarverðið hafi verið gott hjá fiskmjölsverksmiðjunum og það eigi sérstaklega við um lýsisverð.

Samhliða sífellt auknu fiskeldi á heimsvísu hefur sú þróun verið lengi í gangi að framleiðendur minnki hlutfall fiskmjöls og lýsis í fóðri sem er dýrasti hlutinn í fóðurframleiðslunni. En framleiðendur gera það líka af illri nauðsyn því framboð þessara afurða er takmarkað í takti við gríðarlega aukningu í fóðurframleiðslu. Áður en fiskeldi tók þetta mikla flug var hlutfall fiskimjöls í fóðri um 30% en er líklega komið niður í 10-12% núna. Svipuð þróun hefur verið í notkun á lýsi í fóðri. Heimsframleiðsla á lýsi á hverju ári er ekki nema um ein milljón tonn og vegna skorts á lýsi og háu verði hafa framleiðendur í auknum mæli notað jurtaolíu í stað lýsis í fóður.

Fækkun skipa - meiri afkastageta

Fyrir um það bil 25 árum voru fiskmjölsverksmiðjurnar nálægt um 20 talsins í landinu. Nú eru þær tíu. Þá voru líka 60-70 skip á uppsjávarveiðum og voru mörg að koma með 200-300 tonn að landi. Nú eru uppsjávarskipin 23 og koma með allt að 3.000 tonn að landi af kældum og mun betri afla. Sama þróun hefur verið hjá verksmiðjunum sem hefur fækkað en afkastageta margfaldast og er heldur meiri en þegar þær voru um 20 talsins.

Margrét EA bættist í flota íslenskra uppsjávarskipa á nýafstaðinni loðnuvertíð. MYND/GUÐLAUGUR B
Margrét EA bættist í flota íslenskra uppsjávarskipa á nýafstaðinni loðnuvertíð. MYND/GUÐLAUGUR B

Úr 8 í 28 lítra af olíu á hráefnistonn

Stóra áherslumálið hjá Félagi íslenskra fiskmjölsframleiðenda, eins og mörg undanfarin ár, eru orkumálin. Jóhann bendir á að fyrirtækin sjálf hafi haft frumkvæði að því á sínum tíma að koma á orkuskiptum. Fyrsta verksmiðjan var rafvædd árið 1990 og síðan fylgdu átta aðrar verksmiðjur í kjölfarið með mismikilli rafvæðingu en fimm þeirra voru 100% rafvæddar. Núna eru tíu fiskmjölsverksmiðjur í landinu og einungis tvær þeirra, þ.e.a.s. í Vestmannaeyjum og Þórshöfn, geta ekki nýtt rafmagn.

Öfug orkuskipti fiskmjölsverksmiðjanna

„Í báðum tilfellum er þetta flutningur á rafmagni sem kemur í veg fyrir að þær geti nýtt raforkuna. Okkur þykir mjög undarlegt að þegar menn hreykja sér af því að rafbílafjöldinn hafi sexfaldast en þar sem rafmagn er af skornum skammti hafa verksmiðjurnar þurft að grípa til þess að brenna olíu. Þær hafa verið í öfugum orkuskiptum. En það þýðir lítið að tala um orkuskipti af raforkan er ekki til staðar,“ segir Jóhann.

Hann segir átakanlegt að horfa á alla þá fjárfestingu sem fyrirtækin hafi staðið í til þess að rafvæða verksmiðjunar. Þessi fjárfesting standi bara ónotuð. Fyrir 10-15 árum nam kostnaðurinn við breytingu á hverri verksmiðju allt að hálfum milljarði króna. Á þeim tímum sem rafmagn var lítið eða ekkert skammtað til verksmiðjanna notuðu þær allar samtals um 8 lítra af olíu á hvert hráefnistonn. Á síðasta ári, þegar töluvert var um raforkuskerðingar, fór notkunin upp í 28 lítra á hráefnistonn.

„Þetta er ömurleg þróun. Á þessari vertíð hafa raforkuskerðingar verið tíðar. Í fyrra notuðu verksmiðjurnar um 23 milljónir lítra af olíu. Ég veit ekki hvernig á að standa við áætlanir í loftslagsmálum meðan umhverfi fyrirtækjanna er svona, sem þó vilja sýna gott fordæmi og voru langt á undan sinni samtíð í orkuskiptum.“

Hvati verksmiðjanna til að nýta raforku hefur fram til þessa ekki verið fjárhagslegur því ekki hefur verið ódýrara að brenna olíu. Síðasta ár gæti þó litið öðruvísi út vegna mikillar hækkunar á olíu á heimsmarkaði.