„Hnúðlax er að mínu mati frábær mataruppspretta ef þú veiðir hann í sjónum,“ segir Mia Karine Johansen, smábátasjómaður í Krampenes við norðanverðan Varengersfjörð í  Finnmörku.

Mia starfaði í tíu ár í Vadsö-fangelsinu en í fyrra söðlaði hún um, keypti sér trillu og hóf útgerð.

„Við erum fyrst og fremst á höttunum eftir Atlantshafslaxi en nú í ár, eins og við var að búast, veiðum við einnig mikið af hnúðlaxi,“ segir Mia við Fiskifréttir. Hún kveðst hafa veitt um eitt þúsund hnúðlaxa í sumar. Eftirspurnin hafi verið mikil enda sé hnúðlaxinn mjög ódýr og herramannsmatur.

„Við höfðu dálitlar áhyggjur af því hvort við gætum selt allan hnúðlaxinn en enn sem komið er hefur það gengið mjög vel,“ segir Mia.

Að sögn Mia stundar hún laxveiðarnar í sjó með þremur fleygnetum. „Mest af hnúðlaxinum hefur komið í eitt netið,“ segir hún.

Veiðir kóngakrabba í nóvember

Bera má hnúðlaxinn saman við bleikju að því er Mia segir. „Hann er einnig villtur svo fólk ætti að velja hnúðlax í staðinn fyrir eldislax,“ segir hún og kveður margar leiðir til að gera sér mat úr hnúðlaxi.

Hnúðlax sem Mia Karine fékk í net sín.
Hnúðlax sem Mia Karine fékk í net sín.

„Við höfum steikt hann, bakað hann, grillað hann, saltað hann og kaldreykt hann. Hann bragðast afar vel,“ segir Mia sem unir sér vel á trillunni sinni Horbmá.

„Ég er mest að veiða þorsk og ýsu og í nóvember get ég byrjað að veiða kóngakrabba,“ rekur Mia og nefnir þar með aðra framandi Kyrrahafstegund sem eins og hnúðlax færir sig stöðugt upp á skaftið á norsku yfirráðasvæði. Þótt kóngakrabbinn sé umdeildur er hann eftirsótt lostæti og að því leytinu ágætis búbót fyrir sjómenn nyrst í Noregi.

„Þótt sjómannslífið sé ekki alltaf dans á rósum hlakka ég til að geta unnið úti eftir að hafa varið svo löngum tíma innan steinsteypuveggja og múra,“ skrifaði Mia á Facebook þegar hún greindi frá breytingunni á sínum högum í fyrrahaust.

„Hnúðlax er að mínu mati frábær mataruppspretta ef þú veiðir hann í sjónum,“ segir Mia Karine Johansen, smábátasjómaður í Krampenes við norðanverðan Varengersfjörð í  Finnmörku.

Mia starfaði í tíu ár í Vadsö-fangelsinu en í fyrra söðlaði hún um, keypti sér trillu og hóf útgerð.

„Við erum fyrst og fremst á höttunum eftir Atlantshafslaxi en nú í ár, eins og við var að búast, veiðum við einnig mikið af hnúðlaxi,“ segir Mia við Fiskifréttir. Hún kveðst hafa veitt um eitt þúsund hnúðlaxa í sumar. Eftirspurnin hafi verið mikil enda sé hnúðlaxinn mjög ódýr og herramannsmatur.

„Við höfðu dálitlar áhyggjur af því hvort við gætum selt allan hnúðlaxinn en enn sem komið er hefur það gengið mjög vel,“ segir Mia.

Að sögn Mia stundar hún laxveiðarnar í sjó með þremur fleygnetum. „Mest af hnúðlaxinum hefur komið í eitt netið,“ segir hún.

Veiðir kóngakrabba í nóvember

Bera má hnúðlaxinn saman við bleikju að því er Mia segir. „Hann er einnig villtur svo fólk ætti að velja hnúðlax í staðinn fyrir eldislax,“ segir hún og kveður margar leiðir til að gera sér mat úr hnúðlaxi.

Hnúðlax sem Mia Karine fékk í net sín.
Hnúðlax sem Mia Karine fékk í net sín.

„Við höfum steikt hann, bakað hann, grillað hann, saltað hann og kaldreykt hann. Hann bragðast afar vel,“ segir Mia sem unir sér vel á trillunni sinni Horbmá.

„Ég er mest að veiða þorsk og ýsu og í nóvember get ég byrjað að veiða kóngakrabba,“ rekur Mia og nefnir þar með aðra framandi Kyrrahafstegund sem eins og hnúðlax færir sig stöðugt upp á skaftið á norsku yfirráðasvæði. Þótt kóngakrabbinn sé umdeildur er hann eftirsótt lostæti og að því leytinu ágætis búbót fyrir sjómenn nyrst í Noregi.

„Þótt sjómannslífið sé ekki alltaf dans á rósum hlakka ég til að geta unnið úti eftir að hafa varið svo löngum tíma innan steinsteypuveggja og múra,“ skrifaði Mia á Facebook þegar hún greindi frá breytingunni á sínum högum í fyrrahaust.