Ágætlega hefur fiskast af vel höldnum þorski og skarkola á dragnótarbáta í Faxaflóa það sem af er mánuðinum. Þrír bátanna leggja upp frá Reykjavík og landa aflanum þar og svo stunda einir þrír bátar frá Sandgerði þessar veiðar. Meðalþyngdin á lönduðum þorski er vel yfir sjö kíló og verð eru stöðug og há.
Hefja mátti dragnótarveiðar í Flóanum 1. september og þeir þrír bátar sem leggja upp sinn afla í Reykjavík hafa farið upp í fjórar veiðiferðir það sem af er. Tveir bátanna eru aðkomubátar frá Snæfellsnesi, þ.e. Stapafell SH sem er í eigu Péturs Péturssonar útgerðarmanns og skipstjóra og hinn er Matthías SH 21 frá Hellissandi. Þriðji báturinn er Aðalbjörg RE 5 frá Reykjavíkurútgerðinni Aðalbjörgu ehf. sem áratugum saman hefur stundað dragnótarveiðar í Flóanum.
15-20 tonn í róðri
Örn Smárason, útibússtjóri Fiskmarkaðar Íslands í Reykjavík, segir þessu fylgja talsvert líf og það er búbót fyrir fiskmarkaðinn þegar þrír dragnótarbátar leggja upp aflann í Reykjavík. „Þeir eru búnir að fara fjóra túra og hafa verið að landa frá 15 og upp í 20 tonnum eftir hverja veiðiferð. Hérna frá Reykjavík eru núna þrír á dragnót og það eru fleiri en hafa verið mörg undanfarin ár. Það er fremur óvenjulegt ástand núna. Það var fiskur í Flóanum í allt sumar og strandveiðibátarnir fiskuðu vel og talsvert betur en áður. Það virðist vera mikið æti og þar af leiðandi stór fiskur í Flóanum núna,“ segir Örn.
Góð og stöðug verð
Þessi ágæta veiði hefur leitt til aukinna umsvifa hjá fiskmarkaðnum því áður hefur það eingöngu verið Aðalbjörg sem hefur verið á dragnót frá Reykjavík. Stapafell SH og Matthías SH hafa landað nánast eingöngu þorski en Aðalbjörg hefur líka veitt skarkola. Landað hafði verið 25 tonnum af kola í síðustu viku úr Aðalbjörgu.
„Þorskurinn sem bátarnir hafa fengið er í góðum holdum. Þetta er allt saman fiskur yfir fjögur kíló á þyngd og meðalþyngdin er nálægt 7-8 kílóum. Verð á markaðnum hafa verið mjög góð og það hafa verið litlar sveiflur í verði.“
Ágætlega hefur fiskast af vel höldnum þorski og skarkola á dragnótarbáta í Faxaflóa það sem af er mánuðinum. Þrír bátanna leggja upp frá Reykjavík og landa aflanum þar og svo stunda einir þrír bátar frá Sandgerði þessar veiðar. Meðalþyngdin á lönduðum þorski er vel yfir sjö kíló og verð eru stöðug og há.
Hefja mátti dragnótarveiðar í Flóanum 1. september og þeir þrír bátar sem leggja upp sinn afla í Reykjavík hafa farið upp í fjórar veiðiferðir það sem af er. Tveir bátanna eru aðkomubátar frá Snæfellsnesi, þ.e. Stapafell SH sem er í eigu Péturs Péturssonar útgerðarmanns og skipstjóra og hinn er Matthías SH 21 frá Hellissandi. Þriðji báturinn er Aðalbjörg RE 5 frá Reykjavíkurútgerðinni Aðalbjörgu ehf. sem áratugum saman hefur stundað dragnótarveiðar í Flóanum.
15-20 tonn í róðri
Örn Smárason, útibússtjóri Fiskmarkaðar Íslands í Reykjavík, segir þessu fylgja talsvert líf og það er búbót fyrir fiskmarkaðinn þegar þrír dragnótarbátar leggja upp aflann í Reykjavík. „Þeir eru búnir að fara fjóra túra og hafa verið að landa frá 15 og upp í 20 tonnum eftir hverja veiðiferð. Hérna frá Reykjavík eru núna þrír á dragnót og það eru fleiri en hafa verið mörg undanfarin ár. Það er fremur óvenjulegt ástand núna. Það var fiskur í Flóanum í allt sumar og strandveiðibátarnir fiskuðu vel og talsvert betur en áður. Það virðist vera mikið æti og þar af leiðandi stór fiskur í Flóanum núna,“ segir Örn.
Góð og stöðug verð
Þessi ágæta veiði hefur leitt til aukinna umsvifa hjá fiskmarkaðnum því áður hefur það eingöngu verið Aðalbjörg sem hefur verið á dragnót frá Reykjavík. Stapafell SH og Matthías SH hafa landað nánast eingöngu þorski en Aðalbjörg hefur líka veitt skarkola. Landað hafði verið 25 tonnum af kola í síðustu viku úr Aðalbjörgu.
„Þorskurinn sem bátarnir hafa fengið er í góðum holdum. Þetta er allt saman fiskur yfir fjögur kíló á þyngd og meðalþyngdin er nálægt 7-8 kílóum. Verð á markaðnum hafa verið mjög góð og það hafa verið litlar sveiflur í verði.“