Úkraína er mikilvægasta markaðssvæði Ice Fresh Seafood, dótturfyrirtækis Samherja, fyrir uppsjávarafurðir, síld loðnu og makríl. Þetta segir í frásögn á vef Samherja.

„Innrás Rússa í Úkraínu í febrúar 2022 gjörbreytti öllum aðstæðum varðandi sölu og afhendingu afurða þar og stöðugt þarf að leita nýrra leiða til að viðskiptin geti gengið hnökralaust fyrir sig,“ segir á samherji.is.

Verksmiðja jöfnuð við jörðu

„Okkar stærsti viðskiptavinur er Ukranian Fish Company, sem hafði náð að vaxa nokkuð hratt fram að stríðsátökunum,“ er haft eftir Jóhannesi Má Jóhannessyni, sölu- og markaðsstjóri Ice Fresh Seafood. Hann hefur selt sjávarafurðir til Úkraínu um langt árabil og er í reglulegu sambandi við kaupendur þar í landi.

„Innrásin setti eðlilega stórt strik í reikninginn en fyrirtækið rak tvær stórar verksmiðjur, glæsilegar fiskverslanir og vinsæla veitingastaði í Úkraínu. Rússar yfirtóku landsvæðið þar sem önnur verksmiðjan var staðsett og jöfnuðu hana algjörlega við jörðu,“ segir Jóhannes.

Ótryggt rafmagn setur strik í reikninginn

Að sögn Jóhannesar er hin verksmiðjan í höfuðborginni og enn í rekstri, þótt ekki sé með sömu afköstum og fyrir stríð.

Jóhannes Már Jóhannesson, sölu- og markaðsstjóri Ice Fresh Seafood. Mynd/Samherji
Jóhannes Már Jóhannesson, sölu- og markaðsstjóri Ice Fresh Seafood. Mynd/Samherji

„Verksmiðjan er vel búin og grípa hefur þurft til viðamikilla ráðstafana vegna ástandsins. Aðallega tengist það rafmagni þar sem ekki er hægt að tryggja stöðugt rafmagn eftir hefðbundnum leiðum. Þessu til viðbótar þá var stór frystigeymsla á svæðinu sprengd í loft upp en þar átti UFC verulegt magn í geymslu,“er haft eftir Jóhannesi.

„Annar stór viðskiptavinur okkar rekur verksmiðju í Lviv, sem er í vestanverðu landinu, ekki langt frá Póllandi og góðu heilli er sú verksmiðja enn í gangi,“ segir Jóhannes einnig.

Leiðin til Úkraínu um Svartahaf lokuð

Þá er haft eftir Unnari Jónssyni, forstöðumanni flutningasviðs Samherja, að þrátt fyrir flókna stöðu hafi tekist að koma íslenskum afurðum til Úkraínu.

„Við vorum að senda frystiskip með 4.000 - 4.500 tonn í einu inn í Svartahafið, til Úkraínu. Magnið sem fer til Úkraínu er reyndar minna en var og nú fer fiskurinn með frystiskipum til Klaipeda í Litháen og þangað sækja úkraínskir kaupendur okkar hann á flutningabílum. Það eru einungis úkraínskir bílar og bílstjórar sem sjá um þá flutninga, því öðrum bílum er ekki hleypt inn í landið, auk þess sem bílar frá öðrum löndum eru ekki tryggðir til ferða þangað,“ segir Unnar meðal annars.

Traustari viðskiptavinir vandfundnir

Jóhannes segir að þegar markaðurinn í Rússlandi hafi lokast hafi Úkraína stigið sterk inn og tekið að stórum hluta yfir þau viðskipti.

„Það eru vandfundnir traustari og betri viðskiptaaðilar, þrautseigja þeirra og aðlögunarhæfni hefur verið aðdáunarverð á þeim erfiðu tímum sem þjóðin hefur gengið í gegnum,“ segir Jóhannes Már Jóhannesson.

Ítarlegri frásögn má finna á vefsvæði Samherja.

Úkraína er mikilvægasta markaðssvæði Ice Fresh Seafood, dótturfyrirtækis Samherja, fyrir uppsjávarafurðir, síld loðnu og makríl. Þetta segir í frásögn á vef Samherja.

„Innrás Rússa í Úkraínu í febrúar 2022 gjörbreytti öllum aðstæðum varðandi sölu og afhendingu afurða þar og stöðugt þarf að leita nýrra leiða til að viðskiptin geti gengið hnökralaust fyrir sig,“ segir á samherji.is.

Verksmiðja jöfnuð við jörðu

„Okkar stærsti viðskiptavinur er Ukranian Fish Company, sem hafði náð að vaxa nokkuð hratt fram að stríðsátökunum,“ er haft eftir Jóhannesi Má Jóhannessyni, sölu- og markaðsstjóri Ice Fresh Seafood. Hann hefur selt sjávarafurðir til Úkraínu um langt árabil og er í reglulegu sambandi við kaupendur þar í landi.

„Innrásin setti eðlilega stórt strik í reikninginn en fyrirtækið rak tvær stórar verksmiðjur, glæsilegar fiskverslanir og vinsæla veitingastaði í Úkraínu. Rússar yfirtóku landsvæðið þar sem önnur verksmiðjan var staðsett og jöfnuðu hana algjörlega við jörðu,“ segir Jóhannes.

Ótryggt rafmagn setur strik í reikninginn

Að sögn Jóhannesar er hin verksmiðjan í höfuðborginni og enn í rekstri, þótt ekki sé með sömu afköstum og fyrir stríð.

Jóhannes Már Jóhannesson, sölu- og markaðsstjóri Ice Fresh Seafood. Mynd/Samherji
Jóhannes Már Jóhannesson, sölu- og markaðsstjóri Ice Fresh Seafood. Mynd/Samherji

„Verksmiðjan er vel búin og grípa hefur þurft til viðamikilla ráðstafana vegna ástandsins. Aðallega tengist það rafmagni þar sem ekki er hægt að tryggja stöðugt rafmagn eftir hefðbundnum leiðum. Þessu til viðbótar þá var stór frystigeymsla á svæðinu sprengd í loft upp en þar átti UFC verulegt magn í geymslu,“er haft eftir Jóhannesi.

„Annar stór viðskiptavinur okkar rekur verksmiðju í Lviv, sem er í vestanverðu landinu, ekki langt frá Póllandi og góðu heilli er sú verksmiðja enn í gangi,“ segir Jóhannes einnig.

Leiðin til Úkraínu um Svartahaf lokuð

Þá er haft eftir Unnari Jónssyni, forstöðumanni flutningasviðs Samherja, að þrátt fyrir flókna stöðu hafi tekist að koma íslenskum afurðum til Úkraínu.

„Við vorum að senda frystiskip með 4.000 - 4.500 tonn í einu inn í Svartahafið, til Úkraínu. Magnið sem fer til Úkraínu er reyndar minna en var og nú fer fiskurinn með frystiskipum til Klaipeda í Litháen og þangað sækja úkraínskir kaupendur okkar hann á flutningabílum. Það eru einungis úkraínskir bílar og bílstjórar sem sjá um þá flutninga, því öðrum bílum er ekki hleypt inn í landið, auk þess sem bílar frá öðrum löndum eru ekki tryggðir til ferða þangað,“ segir Unnar meðal annars.

Traustari viðskiptavinir vandfundnir

Jóhannes segir að þegar markaðurinn í Rússlandi hafi lokast hafi Úkraína stigið sterk inn og tekið að stórum hluta yfir þau viðskipti.

„Það eru vandfundnir traustari og betri viðskiptaaðilar, þrautseigja þeirra og aðlögunarhæfni hefur verið aðdáunarverð á þeim erfiðu tímum sem þjóðin hefur gengið í gegnum,“ segir Jóhannes Már Jóhannesson.

Ítarlegri frásögn má finna á vefsvæði Samherja.