Stór hluti íslenska uppsjávarskipaflotans leitar makríls í Síldarsmugunni en lítið er þaðan að frétta af aflabrögðum. Svo hefur reyndar verið síðustu daga en minnugir þess að veiðin getur blossað upp og dottið niður nánast fyrirvaralaust eru skipverjar á Aðalsteini Jónssyni SU 11 alls ekki á þeim buxunum að leggja árar í bát.
Jóhann Kristjánsson, stýrimaður á Aðalsteini Jónssyni, segir að menn verði við leit og vonandi veiðar sennilega fram að mánaðamótum og þá tekur síldarvertíð við fyrir austan land. Talsvert er enn eftir af makrílkvótanum. Útgefið aflamark á þessu ári er rúm 127 þúsund tonn en í gær höfðu veiðst tæp 85 þúsund tonn. Eftir standa því tæp 42.500 tonn sem óvíst er hvort náist að veiða miðað við framgang veiðanna síðustu daga. Í gær voru Vestmannaeyjaskipin Sighvatur Bjarnason VE, Gullberg VE og Huginn VE í Síldarsmugunni ásamt Aðalsteini Jónssyni SU og Víkingi AK.
Lítið að frétta annars staðar
„Það er ekkert að frétta héðan og við erum ekki einir í þessari stöðu, hérna eru allir,“ segir Jóhann í samtali við Fiskifréttir. „Við vorum að koma hingað aftur og það er engin veiði. Það hefur heldur ekkert fundist innan íslensku lögsögunnar og þetta reynir dálítið á þolinmæðina en við höfum séð þetta allt áður. Við verðum við þetta að minnsta kosti fram að mánaðamótum enda talsvert eftir af kvótanum,“ segir Jóhann.
Hann sagði að lítið væri líka að fregna af makrílveiðum Norðmanna innan þeirra lögsögu og sömuleiðis eru þau rússnesku skip sem eru í Síldarsmugunni í lítilli eða engri veiði. Jóhann segir að líklega verði menn við þetta fram að mánaðamótum en svo taki síldin við á Austfjarðamiðum.
„Það verður styttra að sækja hana í Héraðsflóann en makrílinn hingað í Síldarsmuguna. Það er bara stemning fyrir því að byrja í síldinni sem verður sennilega upp úr mánaðamótum. En það er frekar tíðindalaust héðan af austurvígstöðvunum,“ segir Jóhann.
Stór hluti íslenska uppsjávarskipaflotans leitar makríls í Síldarsmugunni en lítið er þaðan að frétta af aflabrögðum. Svo hefur reyndar verið síðustu daga en minnugir þess að veiðin getur blossað upp og dottið niður nánast fyrirvaralaust eru skipverjar á Aðalsteini Jónssyni SU 11 alls ekki á þeim buxunum að leggja árar í bát.
Jóhann Kristjánsson, stýrimaður á Aðalsteini Jónssyni, segir að menn verði við leit og vonandi veiðar sennilega fram að mánaðamótum og þá tekur síldarvertíð við fyrir austan land. Talsvert er enn eftir af makrílkvótanum. Útgefið aflamark á þessu ári er rúm 127 þúsund tonn en í gær höfðu veiðst tæp 85 þúsund tonn. Eftir standa því tæp 42.500 tonn sem óvíst er hvort náist að veiða miðað við framgang veiðanna síðustu daga. Í gær voru Vestmannaeyjaskipin Sighvatur Bjarnason VE, Gullberg VE og Huginn VE í Síldarsmugunni ásamt Aðalsteini Jónssyni SU og Víkingi AK.
Lítið að frétta annars staðar
„Það er ekkert að frétta héðan og við erum ekki einir í þessari stöðu, hérna eru allir,“ segir Jóhann í samtali við Fiskifréttir. „Við vorum að koma hingað aftur og það er engin veiði. Það hefur heldur ekkert fundist innan íslensku lögsögunnar og þetta reynir dálítið á þolinmæðina en við höfum séð þetta allt áður. Við verðum við þetta að minnsta kosti fram að mánaðamótum enda talsvert eftir af kvótanum,“ segir Jóhann.
Hann sagði að lítið væri líka að fregna af makrílveiðum Norðmanna innan þeirra lögsögu og sömuleiðis eru þau rússnesku skip sem eru í Síldarsmugunni í lítilli eða engri veiði. Jóhann segir að líklega verði menn við þetta fram að mánaðamótum en svo taki síldin við á Austfjarðamiðum.
„Það verður styttra að sækja hana í Héraðsflóann en makrílinn hingað í Síldarsmuguna. Það er bara stemning fyrir því að byrja í síldinni sem verður sennilega upp úr mánaðamótum. En það er frekar tíðindalaust héðan af austurvígstöðvunum,“ segir Jóhann.