Ársfundur vottunarsamtakanna Marine Stewardship Council (MSC) á Íslandi var haldinn hér á landi í síðustu viku, en á þessu ári er MSC 25 ára og jafnframt er Iceland Sustainable Fisheries (ISF) 10 ára.
Rupert Howes, forstjóri MSC, sótti fundinn og ávarpaði hann í tilefni af 25 ára afmæli MSC. Hann svaraði nokkrum spurningum Fiskifrétta og sagði meðal annars þróunina á Íslandi hafa verið ánægjulega.
„Í upphafi gætti mikilllar varúðar í garð MSC en eftir að við náðum að fá fyrirtæki til samstarfs þá brátt breyttust aðstæður og má segja að forysta Íslands hefur verið eftirtektarverð. Á Íslandi hafa 20 tegundir farið komið í vottunarferli en að auki hefur Ísland unnið að með Færeyingum að vottun á sínar bolfiskveiðar í Barentshafi. Af þessum 20 fisktegundum þá hafa Íslendingar verið fyrstir í heimi með 9 tegundir og eru ennþá eina landið með 4 tegundir með MSC fiskveiðivottun, en þær eru blálanga, steinbítur, sólkoli og skötuselur. Við erum þakklát fyrir þetta frumkvæði sjávarútvegssins en að auki eru yfir 220 staðir á Íslandi með rekjanleikavottun samkvæmt staðli MSC. Notkun á MSC kerfinu er því almenn og fyrir það erum við þakklátir.“
Gott fordæmi
Fyrir ríflega ári síðan var Norður Atlantshafið gert að sér svæði innan MSC, en löndin eru Grænland, Noregur, Ísland og Færeyjar.
„Allt eru þetta þjóðir með nútíma fiskveiðar sem við viljum þjóna til að þær vinni áfram með okkur og sýni gott fordæmi, enda að mörgu leyti lönd í fremstu röð á ýmsan hátt hvað varðar veiðar, vinnslu og stjórn veiða. Við viljum og vonum að þeir sem fjárfesti í MSC vottunum, upplifi það sem fjáfrestingu sem gagnist þeirra rekstri. Til þess viljum við bæta ennfrekar upplýsingaflæði til allra hagsmunaðila í Norður Altantshafi,“ segir Howes.
Marine Stewardship Council (MSC) eru samtök um vottun sjálfbærra veiða. Þau gefa út staðilinn sem farið er eftir þegar vottunarskírteini eru gefin út. MSC fer yfir staðlana á fimm ára fresti og endurskoðar þá ef þurfa þykir. Nýjasta uppfærslan var kynnt á ársfundinum
„Hjá MSC hefur þessi vinna staðið yfir í fjögur ár og hafa um 1000 manns frá ýmsum samtökum og fyrirtækjum í heiminum komið að þessari uppfærslu,“ segir Gísli Gíslason, svæðisstjóri MSC. „Flestar fiskveiðar sem hafa MSC vottun eru í dag vottaðar samkvæmt fiskveiðistaðli number 2.0 en hinn endurskoðaði fær númerið 3.0 og var birtur þann 26. október síðastliðinn.“
Kröfurnar misfjarlægar
Gísli er spurður hverjar helstu breytingarnar eru og hvort þær geti haft áhrif hér á landi.
„Sumar kröfur eru kannski okkur dálítið fjarlægar sem endurspeglar að staðallinn er alþjóðlegur og hagsmunaðilar um allan heim hafa komið að uppfærslu á staðlinum. Það má nefna að krafa í hákarlaveiðum að landa verði hákarli með uggum, en það hefur tíðkast á fjarlægum stöðum að hákarlategundir séu veiddar, uggarnir hirtir en dýrið hent aftur í sjóinn. Það eru skýrar kröfur að slík vinnubrögð eru ekki í samræmi við staðla MSC.“
Lágmarka veiðarfæratap
Jafnframt verða fiskveiðar nú að sýna fram á skilvirkar aðgerðir til að lágmarka veiðarfæratap og ennfremur er meiri áhersla á vernd viðkvæmra tegunda sem teljast í hættu.
„Gert er ráð fyrir að MSC vottaðar veiðar minnki enn frekar áhrifin á þessar tegundir og hindri ekki endurreisn viðkvæmra stofna,“ segir Gísli. „Það verður ríkari sönnunarkröfur fyrir fiskveiðar til að sannprófa að gögn sem lögð er til matsins séu sannprófuð og áreiðanleg. Þetta er gert til að lágmarka áhrif MSC vottaðra veiða á viðkvæmar tegundir, búsvæði og vistkerfi.“
Á fundinum var 10 ára afmæli Iceland Sustainable Fisheries (ISF) fagnað og var þeim afhent heiðursskjal frá MSC, undirritað af Rupert Howes forstjóra og Gísla Gíslasyni, yfirmanni í Norður-Atlantshafi.