Noregur, Bretland og Færeyjar hafa komist að samkomulagi sín á milli um fiskveiðistjórnun og veiðar á makríl innan lögsagna ríkjanna þriggja á þessu ári og tveimur næstu árum. Greint hefur verið frá samkomulaginu á vef sjávarútvegsráðuneytisins í Noregi.

Þetta þríhliða samkomulag felur meðal annars í sér stærð kvóta hvers ríkis, aðgengi að veiðisvæðum og vísindasamvinnu. Samkomulagið er til þriggja ára.

Samkvæmt því koma 229.210 tonn (31% af ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins) í hlut Norðmanna, 98.708 tonn (13,35%) í hlut Færeyinga og 203.210 tonn (27,48%) í hlut Bretlands. Alls mælir Alþjóðahafrannsóknaráðið með því að veiðar fari ekki yfir 740.000 tonn.

Norðmönnum verður heimilt að veiða hluta kvótans innan breskrar lögsögu, einkum við Hjaltland, sem gefur þeim mun meiri möguleika á að ná þessum kvóta. Færeyingum verður heimilt að veiða 35% af sínum kvóta í breskri lögsögu og 40% í norskri lögsögu.

Dennis Holm, forsætisráðherra Færeyja, fagnar samkomulaginu og segir aðgengi að breskri og norskri lögsögu við makrílveiðarnar Færeyingum afar mikilvægt. Samkomulag sé mikilvægt skref fram á við.

„Þessi jákvæða niðurstaða milli þessarar þriggja landa vekur upp vonir um að fyrr eða síðar náist einnig samkomulag við önnur strandríki, þar á meðal Evrópusambandið, Ísland og Grænland,“ sagði ráðherrann.

Noregur, Bretland og Færeyjar hafa komist að samkomulagi sín á milli um fiskveiðistjórnun og veiðar á makríl innan lögsagna ríkjanna þriggja á þessu ári og tveimur næstu árum. Greint hefur verið frá samkomulaginu á vef sjávarútvegsráðuneytisins í Noregi.

Þetta þríhliða samkomulag felur meðal annars í sér stærð kvóta hvers ríkis, aðgengi að veiðisvæðum og vísindasamvinnu. Samkomulagið er til þriggja ára.

Samkvæmt því koma 229.210 tonn (31% af ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins) í hlut Norðmanna, 98.708 tonn (13,35%) í hlut Færeyinga og 203.210 tonn (27,48%) í hlut Bretlands. Alls mælir Alþjóðahafrannsóknaráðið með því að veiðar fari ekki yfir 740.000 tonn.

Norðmönnum verður heimilt að veiða hluta kvótans innan breskrar lögsögu, einkum við Hjaltland, sem gefur þeim mun meiri möguleika á að ná þessum kvóta. Færeyingum verður heimilt að veiða 35% af sínum kvóta í breskri lögsögu og 40% í norskri lögsögu.

Dennis Holm, forsætisráðherra Færeyja, fagnar samkomulaginu og segir aðgengi að breskri og norskri lögsögu við makrílveiðarnar Færeyingum afar mikilvægt. Samkomulag sé mikilvægt skref fram á við.

„Þessi jákvæða niðurstaða milli þessarar þriggja landa vekur upp vonir um að fyrr eða síðar náist einnig samkomulag við önnur strandríki, þar á meðal Evrópusambandið, Ísland og Grænland,“ sagði ráðherrann.