Niðurstöður úr tveim verkefnum í þorskrannsóknum verða kynntar á opnum fundi hjá Hafrannsóknastofnun á fimmtudaginn.

Er þar um að ræða átaksverkefni í þorskrannsóknum og verkefnið „Sameinuð við þorsk: margbreytileiki þorskveiða og nýting þeirra við fiskveiðistjórnun“.

Fundurinn verður í húsi Hafrannsóknastofnunar að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði og er opinn öllum en honum verður einnig streymt á beint á Youtube rás stofnunarinnar.

Margvísleg erindi flutt

Á dagskránni er meðal annars erindi um hlutfall þorskhrygna sem sleppir úr hrygningu við Ísland, uppeldisstöðvar þorskseiða á Vestfjörðum, ástand og fæðuval þorskseiða og kynntar verða niðurstöður úr fæðusýnum sem var safnað af áhöfnum fiskiskipa.

Þá verður einnig fjallað um heildarát og sjálfrán þorsks við Ísland, sníkjudýr, staðsetningu þorska út frá DST merkjum, arfgerð þorska við Ísland, möguleika þorsks á að aðlagast loftslagsbreytingum og verðlagningu eiginleika þorsks á fiskmörkuðum. Og er þá ekki allt upptalið.

Dagskráin hefst klukkan 8.30 og lýkur klukkan 12.35.

Niðurstöður úr tveim verkefnum í þorskrannsóknum verða kynntar á opnum fundi hjá Hafrannsóknastofnun á fimmtudaginn.

Er þar um að ræða átaksverkefni í þorskrannsóknum og verkefnið „Sameinuð við þorsk: margbreytileiki þorskveiða og nýting þeirra við fiskveiðistjórnun“.

Fundurinn verður í húsi Hafrannsóknastofnunar að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði og er opinn öllum en honum verður einnig streymt á beint á Youtube rás stofnunarinnar.

Margvísleg erindi flutt

Á dagskránni er meðal annars erindi um hlutfall þorskhrygna sem sleppir úr hrygningu við Ísland, uppeldisstöðvar þorskseiða á Vestfjörðum, ástand og fæðuval þorskseiða og kynntar verða niðurstöður úr fæðusýnum sem var safnað af áhöfnum fiskiskipa.

Þá verður einnig fjallað um heildarát og sjálfrán þorsks við Ísland, sníkjudýr, staðsetningu þorska út frá DST merkjum, arfgerð þorska við Ísland, möguleika þorsks á að aðlagast loftslagsbreytingum og verðlagningu eiginleika þorsks á fiskmörkuðum. Og er þá ekki allt upptalið.

Dagskráin hefst klukkan 8.30 og lýkur klukkan 12.35.