Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækinu Þorbirni í Grindavík verður skipt upp í þrjú fyrirtæki og verður hvert þeirra með eitt skip úr flota fyrirtækisins í rekstri. Skipin eru þrjú; frystitogararnir Hrafn Sveinbjarnarson GK og Tómas Þorvaldsson GK og ísfisktogarinn Sturla GK. Eignarhald fyrirtækjanna verður í höndum barnabarna stofnanda fyrirtækisins, Tómasar Þorvaldssonar, barna Eiríks, Gunnars og Gerðar.
Þorbjörn hf. er með nýtt skip í smíðum á Spáni, ferskfisktogaraqnn Huldu Björnsdóttur GK 11. Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar, segir að því skipi verði fundið hlutverk þegar það komi til landsins væntanlega í næsta mánuði.
„Það hefur ekki verið ákveðið ennþá hvert þessara þriggja félaga verður með nýja skipið í rekstri. Þetta er allt í undirbúningsferli núna og við erum að skrá nýju fyrirtækin og skipta eignunum upp milli þeirra. Þetta er því allt í mótun,“ segir Gunnar.
Unga kynslóðin tekur við
Þorbjörn hf. er með landvinnslu á fleiri en einum stað og verður henni einnig skipt upp milli fyrirtækjanna þriggja sem verða til. „Það er að segja ef við förum af stað aftur með vinnsluna. Við gerum það ekki fyrr en ástandið hérna fer að róast og það verður öruggt að starfrækja vinnsluna.“
„Ég er sjálfur að fara út úr þessu en verð reyndar hluthafi. Ég er kominn á aldur og það verða yngri og sprækari menn en ég sem taka við keflinu. Unga kynslóðin er að taka við, það er að segja mín börn, börn Eiríks og Gerðar systur minnar.“
Gunnar byrjaði sjálfur að vinna hjá Þorbirni upp úr tíu ára aldri og hefur starfað þar í um sextíu ár.
Gunnar segir að aðilar hafi sýnt því áhuga að kaupa nýja skipið sem nú er í smíðum í Gijon á Spáni. Engin ákvörðun hafi þó verið tekin í þessum efnum en Gunnar segir að erfitt geti reynst að finna skipinu hlutverk miðað við ástandið eins og það er núna í Grindavík. Ef hægist um verði það ekki vandamál.
Þorbjörn hf. er rótgróið íslensk sjávarútvegsfyrirtæki sem var stofnað árið 1953 af þremur sjómönnum í Grindavík, þar á meðal Tómasi Þorvaldssyni. Það telst til tíðinda að til verða þrjú félög úr einu í sjávarútvegi þar sem menn hafa frekar átt að venjast fyrirtækjasamruna síðustu áratugi. Gunnar segir að vissulega verði eftirsjá af fyrirtækinu en í þessu felist líka tækifæri. „Það er ekki á hverjum degi sem þetta gerist og miklu algengara að fyrirtæki falli saman inn í önnur fyrirtæki. Þarna verða til þrjú félög úr einu. Þetta mun allt taka sinn tíma og við þurfum leyfi opinberra aðila alveg eins og ef um sameiningu hefði verið að ræða. Þegar það liggur fyrir mun þetta allt saman fara að taka á sig ákveðnari mynd. Það er nákvæmnisvinna að stofna þrjú félög upp úr einu. Það þarf að skipta upp eignum, ekki bara skipum og veiðiheimildum, heldur líka eignum í landi, skuldum, tækjum og tólum.“
Upp úr Þorbirni verða til þrjú nokkuð stór sjávarútvegsfyrirtæki sem að minnsta kosti verða af meðalstærð fyrirtækja sem eru í botnfiskveiðum.
Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækinu Þorbirni í Grindavík verður skipt upp í þrjú fyrirtæki og verður hvert þeirra með eitt skip úr flota fyrirtækisins í rekstri. Skipin eru þrjú; frystitogararnir Hrafn Sveinbjarnarson GK og Tómas Þorvaldsson GK og ísfisktogarinn Sturla GK. Eignarhald fyrirtækjanna verður í höndum barnabarna stofnanda fyrirtækisins, Tómasar Þorvaldssonar, barna Eiríks, Gunnars og Gerðar.
Þorbjörn hf. er með nýtt skip í smíðum á Spáni, ferskfisktogaraqnn Huldu Björnsdóttur GK 11. Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar, segir að því skipi verði fundið hlutverk þegar það komi til landsins væntanlega í næsta mánuði.
„Það hefur ekki verið ákveðið ennþá hvert þessara þriggja félaga verður með nýja skipið í rekstri. Þetta er allt í undirbúningsferli núna og við erum að skrá nýju fyrirtækin og skipta eignunum upp milli þeirra. Þetta er því allt í mótun,“ segir Gunnar.
Unga kynslóðin tekur við
Þorbjörn hf. er með landvinnslu á fleiri en einum stað og verður henni einnig skipt upp milli fyrirtækjanna þriggja sem verða til. „Það er að segja ef við förum af stað aftur með vinnsluna. Við gerum það ekki fyrr en ástandið hérna fer að róast og það verður öruggt að starfrækja vinnsluna.“
„Ég er sjálfur að fara út úr þessu en verð reyndar hluthafi. Ég er kominn á aldur og það verða yngri og sprækari menn en ég sem taka við keflinu. Unga kynslóðin er að taka við, það er að segja mín börn, börn Eiríks og Gerðar systur minnar.“
Gunnar byrjaði sjálfur að vinna hjá Þorbirni upp úr tíu ára aldri og hefur starfað þar í um sextíu ár.
Gunnar segir að aðilar hafi sýnt því áhuga að kaupa nýja skipið sem nú er í smíðum í Gijon á Spáni. Engin ákvörðun hafi þó verið tekin í þessum efnum en Gunnar segir að erfitt geti reynst að finna skipinu hlutverk miðað við ástandið eins og það er núna í Grindavík. Ef hægist um verði það ekki vandamál.
Þorbjörn hf. er rótgróið íslensk sjávarútvegsfyrirtæki sem var stofnað árið 1953 af þremur sjómönnum í Grindavík, þar á meðal Tómasi Þorvaldssyni. Það telst til tíðinda að til verða þrjú félög úr einu í sjávarútvegi þar sem menn hafa frekar átt að venjast fyrirtækjasamruna síðustu áratugi. Gunnar segir að vissulega verði eftirsjá af fyrirtækinu en í þessu felist líka tækifæri. „Það er ekki á hverjum degi sem þetta gerist og miklu algengara að fyrirtæki falli saman inn í önnur fyrirtæki. Þarna verða til þrjú félög úr einu. Þetta mun allt taka sinn tíma og við þurfum leyfi opinberra aðila alveg eins og ef um sameiningu hefði verið að ræða. Þegar það liggur fyrir mun þetta allt saman fara að taka á sig ákveðnari mynd. Það er nákvæmnisvinna að stofna þrjú félög upp úr einu. Það þarf að skipta upp eignum, ekki bara skipum og veiðiheimildum, heldur líka eignum í landi, skuldum, tækjum og tólum.“
Upp úr Þorbirni verða til þrjú nokkuð stór sjávarútvegsfyrirtæki sem að minnsta kosti verða af meðalstærð fyrirtækja sem eru í botnfiskveiðum.