Sjávarréttahátíðin Matey var haldin í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Hátíðin var vel heppnuð í alla staði og ekki að sjá annað en að gestir hátíðarinnar hafi verið ánægðir með afraksturinn.
En Matey fer ekki bara fram á veitingastöðum bæjarins. Vinnslustöðin tók til að mynda á móti Suður-Evrópskum kokkanemum og kynnti fyrir þeim fyrirtækið og framleiðsluna. Auk þeirra komu nokkrir erlendir blaðamenn og ljósmyndarar með í heimsóknina.
Verkefnið ber nafnið „Concurso Escuelas de Cocina de Bacalao de Islandia” og gengur það út á það að kynna íslenskan saltfisk fyrir matreiðslunemum á Spáni, Ítalíu og Portúgal.
Verkefnið er hluti af markaðsstarfi Seafood from Iceland. Það hefur verið í mótun sl. 9 ár og er nú til dags orðið vel þekkt á meðal nemenda og matreiðslumanna í þessum löndum, sem eru aðal neyslusvæði saltfisks. Hluti af verkefninu er keppni þar sem besti saltfisk-kokkur hvers lands er valinn.
Í verðlaun er ferð til Íslands. Þar fá sigurvegarnir að kynnast uppruna þessarar hágæða vöru sem íslenski saltfiskurinn er, en líka til þess að miðla og vera fulltrúi síns lands. CECBI kokkarnir voru hluti af dagskrá Mateyjar. Eitt af atriðunum var að endurskapa sigurréttinn fyrir gesti sem boðið var í Herjólfsbæinn. Þannig má segja að gagnkvæm skipti séu á þekkingu. Þ.e.a.s þau kynnast Íslandi og Íslendingar njóta saltfisks-matargerðar í sérflokki.
Sjávarréttahátíðin Matey var haldin í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Hátíðin var vel heppnuð í alla staði og ekki að sjá annað en að gestir hátíðarinnar hafi verið ánægðir með afraksturinn.
En Matey fer ekki bara fram á veitingastöðum bæjarins. Vinnslustöðin tók til að mynda á móti Suður-Evrópskum kokkanemum og kynnti fyrir þeim fyrirtækið og framleiðsluna. Auk þeirra komu nokkrir erlendir blaðamenn og ljósmyndarar með í heimsóknina.
Verkefnið ber nafnið „Concurso Escuelas de Cocina de Bacalao de Islandia” og gengur það út á það að kynna íslenskan saltfisk fyrir matreiðslunemum á Spáni, Ítalíu og Portúgal.
Verkefnið er hluti af markaðsstarfi Seafood from Iceland. Það hefur verið í mótun sl. 9 ár og er nú til dags orðið vel þekkt á meðal nemenda og matreiðslumanna í þessum löndum, sem eru aðal neyslusvæði saltfisks. Hluti af verkefninu er keppni þar sem besti saltfisk-kokkur hvers lands er valinn.
Í verðlaun er ferð til Íslands. Þar fá sigurvegarnir að kynnast uppruna þessarar hágæða vöru sem íslenski saltfiskurinn er, en líka til þess að miðla og vera fulltrúi síns lands. CECBI kokkarnir voru hluti af dagskrá Mateyjar. Eitt af atriðunum var að endurskapa sigurréttinn fyrir gesti sem boðið var í Herjólfsbæinn. Þannig má segja að gagnkvæm skipti séu á þekkingu. Þ.e.a.s þau kynnast Íslandi og Íslendingar njóta saltfisks-matargerðar í sérflokki.