Nýlega birtist grein í tímaritinu Journal of the Marine Biological Association of the United Kingdom, um staðfesta komu nýs sæsnigils í Atlantshafi sem ber heitið svartserkur (Melanochlamys diomedea). Greinin ber heitið A transoceanic journey: Melanochlamys diomedea's first report in the North Atlantic en ritið er, eins og nafnið gefur til kynna, helsta vísindarit Félags breska sjávarlíffræðinga. Sagt er frá þessu á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar.
Þetta er í fyrsta sinn sem þessi tegund hefur verið staðfest í Atlantshafi, en hún hefur hingað til eingöngu verið kennd við austur Kyrrahafið. Ekki liggur fyrir hvernig þessi útbreiðsla hefur átt sér stað, og er það markmið áframhaldandi rannsókna að rýna betur í það. Þó er talið líklegt að snigillinn hafi borist með sjóflutningum af einhverju tagi.
Eggjasekkir svartserks eru um 3 cm á lengd og 1 cm á breidd og innan í þeim er þráðlaga eggjaspírall. Í greininni kemur fram að eggjasekkirnir hafi fundist fyrst árið 2020 en það hafi ekki verið fyrr en í september í fyrra sem fullorðinn svartserkur hafi fundist.
Frétt um nýja sniglategund birtist fyrst á vef Hafrannsóknastofnunar í september 2023.
Nýlega birtist grein í tímaritinu Journal of the Marine Biological Association of the United Kingdom, um staðfesta komu nýs sæsnigils í Atlantshafi sem ber heitið svartserkur (Melanochlamys diomedea). Greinin ber heitið A transoceanic journey: Melanochlamys diomedea's first report in the North Atlantic en ritið er, eins og nafnið gefur til kynna, helsta vísindarit Félags breska sjávarlíffræðinga. Sagt er frá þessu á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar.
Þetta er í fyrsta sinn sem þessi tegund hefur verið staðfest í Atlantshafi, en hún hefur hingað til eingöngu verið kennd við austur Kyrrahafið. Ekki liggur fyrir hvernig þessi útbreiðsla hefur átt sér stað, og er það markmið áframhaldandi rannsókna að rýna betur í það. Þó er talið líklegt að snigillinn hafi borist með sjóflutningum af einhverju tagi.
Eggjasekkir svartserks eru um 3 cm á lengd og 1 cm á breidd og innan í þeim er þráðlaga eggjaspírall. Í greininni kemur fram að eggjasekkirnir hafi fundist fyrst árið 2020 en það hafi ekki verið fyrr en í september í fyrra sem fullorðinn svartserkur hafi fundist.
Frétt um nýja sniglategund birtist fyrst á vef Hafrannsóknastofnunar í september 2023.