Þjónusta við fiskeldi hefur aukist hröðun skrefum hjá einu fullkomnasta netaverkstæði í Evrópu, Egersund Ísland á Eskifirði. Netaverkstæðið er sérhæft í uppsjávarveiðarfærum og þar er í nógu að snúast enda tekur hver vertíðin við af annarri í uppsjávartegundum. Stefán Ingvarsson, framkvæmdastjóri Egersund Ísland, segir að þjónustan við laxeldið verði stöðugt fyrirferðarmeira í starfsemi fyrirtækisins.

Lengi vel var Egersund eina netaverkstæðið á landinu sem tók veiðarfæri beint inn í hús úr skipum sem sparaði tíma og flutninga og það var auðvitað til mikils hagræðis fyrir starfsmenn að þurfa ekki að vera úti í öllum veðrum við vinnu sína. Um 20 manns vinna hjá Egersund Ísland. Fyrir um það bil tveimur árum kom Hampiðjan sér upp sams konar aðstöðu á Norðfirði.

Þjónusta við fiskeldið vex

„Skipin leggjast hérna upp að bryggjunni og þaðan tökum við veiðarfærin beint inn í hús. Við sinnum nánast eingöngu uppsjávarskipunum og fyrir um það bil þremur árum byggðum við hér þjónustustöð fyrir laxeldið. Sú þjónustan hefur undið hratt upp á sig hjá okkur. Þjónustan við laxeldið var góð viðbót, ekki síst á loðnulausu árunum,“ segir Stefán.

Stefán Ingvarsson, framkvæmdastjóri Egersund Ísland, segir í nógu að snúast enda taki hver vertíðin við af annarri í uppsjávartegundum. FF MYNDIR/ÞORGEIR BALDURSSON
Stefán Ingvarsson, framkvæmdastjóri Egersund Ísland, segir í nógu að snúast enda taki hver vertíðin við af annarri í uppsjávartegundum. FF MYNDIR/ÞORGEIR BALDURSSON

Egersund Ísland er í meirihluta eigu Egersund Group í Noregi. Egersund Group á fyrirtæki sem heitir Aqua Group og Egersund Ísland er fulltrúi þess fyrirtækis á Íslandi. Það er framleiðandi fóðurpramma, myndavéla og annars sérhæfðs búnaðar fyrir laxeldi. Egersund Ísland þjónustar einnig fóðurprammana og annan búnað.

„Þjónusta við fiskeldið hefur vaxið hratt hjá okkur á síðastliðnum árum. Umfangsmikið fiskeldi fer fram hérna á Austfjörðum, á Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Berufirði. Svo eru uppi áform um sjókvíaeldi í Stöðvarfirði og Seyðisfirði þannig að við horfum fram á enn frekari vöxt í þessari starfsemi.“

Þegar verkefnum fækkar í tengslum við uppsjávarveiðarfæri sinnir Egersund Ísland viðgerðum og viðhaldi á laxapokum fyrir sjókvíaeldið. Þeir eru yfirleitt settir í sjó á vorin og þurfa þá að vera klárir. Fyrirtækið kom sér nýlega upp þvottahúsi fyrir pokana og sömuleiðis litunarhúsi. Pokarnir eru litaðir til þess að þari setjist síður í þá.

Veiðarfærahótelið

Húsið undir starfsemi Egersund Ísland er 25 metrar á breidd. 15 metrar af breiddinni nýtist fyrir vinnu við veiðarfæri og veiðarfærahótelið tekur tíu metra af heildarbreiddinni. Í því eru 24 hólf og hvert hólf tekur eina nót. Stefán segir nýtinguna á veiðarfærahótelinu í raun 120%. Hvert hólf sé í fullri nýtingu og dugar ekki til. Hann segir reyndar tímabært að farið verði að huga að því að stækka veiðarfærahótelið því eftirspurnin fyrir geymslu á veiðarfærum er meiri en framboðið. Landrými sé takmarkað en þó séu stækkunarmöguleikar fyrir hendi. Þjónustan við fiskeldið kalli líka á meira rými og þegar rætt var við Stefán voru um 20 laxeldispokar í sérstökum kössum úti á plani sem átti eftir að yfirfara og lagfæra fyrir næsta vor.

Þjónusta við uppsjávarflotann

„Uppsjávarskipin hafa öll verið á kolmunna og það hefur verið í mörgu að snúast fyrir okkur í kringum það. Við erum byrjaðir að setja upp ný troll fyrir kolmunnavertíðina sem hefst þegar næstu loðnuvertíð lýkur. Við erum líka að vinna í loðnunótum sem flotinn þarf á að halda þegar veiðarnar fara á fullt núna í febrúar eða hvenær sem það verður. Vonandi verður bætt við í kvótann svo hægt sé að hefja veiðarnar sem fyrst. En það kemur líklega ekki ljós fyrr en í lok vikunnar,“ segir Stefán.

Það er nóg að gera hjá Egersund sem veitir um 20 manns vinnu á Eskifirði.
Það er nóg að gera hjá Egersund sem veitir um 20 manns vinnu á Eskifirði.

Egersund Ísland þjónustar öll uppsjávarfyrirtæki landsins meira eða minna. Þar eru uppsjávarfyrirtækin á Austurlandi fyrirferðamest, þ.e. Síldarvinnslan í Neskaupstað, Eskja á Eskifirði og Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði. En einnig nýtir Samherji sér þjónustuna Egersund eins og Vinnslustöðin, Ísfélagið í Vestmannaeyjum, Brim og Skinney-Þinganes.

„Þetta er samkeppnismarkaður en við höfum svo sem ekki liðið fyrir það. Það er alltaf brjálað að gera hjá okkur. Framundan er að gera grunnnæturnar klárar fyrir loðnuvertíðina og síðan verður sjálfsagt talsvert um verkefni fyrir Norðmennina þegar þeir byrja að sprengja og rífa næturnar. Það er þrjú norsk uppsjávarskip komin á loðnumiðin nú þegar og á eftir að bætast í þann hóp. Við höfum aðstoðað þá í gegnum tíðina þegar eitthvað kemur upp hjá þeim.“

Norðmenn mega einungis veiða í nætur. Þetta eru stórar nætur og misjafnar að gæðum.

Þjónusta við fiskeldi hefur aukist hröðun skrefum hjá einu fullkomnasta netaverkstæði í Evrópu, Egersund Ísland á Eskifirði. Netaverkstæðið er sérhæft í uppsjávarveiðarfærum og þar er í nógu að snúast enda tekur hver vertíðin við af annarri í uppsjávartegundum. Stefán Ingvarsson, framkvæmdastjóri Egersund Ísland, segir að þjónustan við laxeldið verði stöðugt fyrirferðarmeira í starfsemi fyrirtækisins.

Lengi vel var Egersund eina netaverkstæðið á landinu sem tók veiðarfæri beint inn í hús úr skipum sem sparaði tíma og flutninga og það var auðvitað til mikils hagræðis fyrir starfsmenn að þurfa ekki að vera úti í öllum veðrum við vinnu sína. Um 20 manns vinna hjá Egersund Ísland. Fyrir um það bil tveimur árum kom Hampiðjan sér upp sams konar aðstöðu á Norðfirði.

Þjónusta við fiskeldið vex

„Skipin leggjast hérna upp að bryggjunni og þaðan tökum við veiðarfærin beint inn í hús. Við sinnum nánast eingöngu uppsjávarskipunum og fyrir um það bil þremur árum byggðum við hér þjónustustöð fyrir laxeldið. Sú þjónustan hefur undið hratt upp á sig hjá okkur. Þjónustan við laxeldið var góð viðbót, ekki síst á loðnulausu árunum,“ segir Stefán.

Stefán Ingvarsson, framkvæmdastjóri Egersund Ísland, segir í nógu að snúast enda taki hver vertíðin við af annarri í uppsjávartegundum. FF MYNDIR/ÞORGEIR BALDURSSON
Stefán Ingvarsson, framkvæmdastjóri Egersund Ísland, segir í nógu að snúast enda taki hver vertíðin við af annarri í uppsjávartegundum. FF MYNDIR/ÞORGEIR BALDURSSON

Egersund Ísland er í meirihluta eigu Egersund Group í Noregi. Egersund Group á fyrirtæki sem heitir Aqua Group og Egersund Ísland er fulltrúi þess fyrirtækis á Íslandi. Það er framleiðandi fóðurpramma, myndavéla og annars sérhæfðs búnaðar fyrir laxeldi. Egersund Ísland þjónustar einnig fóðurprammana og annan búnað.

„Þjónusta við fiskeldið hefur vaxið hratt hjá okkur á síðastliðnum árum. Umfangsmikið fiskeldi fer fram hérna á Austfjörðum, á Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Berufirði. Svo eru uppi áform um sjókvíaeldi í Stöðvarfirði og Seyðisfirði þannig að við horfum fram á enn frekari vöxt í þessari starfsemi.“

Þegar verkefnum fækkar í tengslum við uppsjávarveiðarfæri sinnir Egersund Ísland viðgerðum og viðhaldi á laxapokum fyrir sjókvíaeldið. Þeir eru yfirleitt settir í sjó á vorin og þurfa þá að vera klárir. Fyrirtækið kom sér nýlega upp þvottahúsi fyrir pokana og sömuleiðis litunarhúsi. Pokarnir eru litaðir til þess að þari setjist síður í þá.

Veiðarfærahótelið

Húsið undir starfsemi Egersund Ísland er 25 metrar á breidd. 15 metrar af breiddinni nýtist fyrir vinnu við veiðarfæri og veiðarfærahótelið tekur tíu metra af heildarbreiddinni. Í því eru 24 hólf og hvert hólf tekur eina nót. Stefán segir nýtinguna á veiðarfærahótelinu í raun 120%. Hvert hólf sé í fullri nýtingu og dugar ekki til. Hann segir reyndar tímabært að farið verði að huga að því að stækka veiðarfærahótelið því eftirspurnin fyrir geymslu á veiðarfærum er meiri en framboðið. Landrými sé takmarkað en þó séu stækkunarmöguleikar fyrir hendi. Þjónustan við fiskeldið kalli líka á meira rými og þegar rætt var við Stefán voru um 20 laxeldispokar í sérstökum kössum úti á plani sem átti eftir að yfirfara og lagfæra fyrir næsta vor.

Þjónusta við uppsjávarflotann

„Uppsjávarskipin hafa öll verið á kolmunna og það hefur verið í mörgu að snúast fyrir okkur í kringum það. Við erum byrjaðir að setja upp ný troll fyrir kolmunnavertíðina sem hefst þegar næstu loðnuvertíð lýkur. Við erum líka að vinna í loðnunótum sem flotinn þarf á að halda þegar veiðarnar fara á fullt núna í febrúar eða hvenær sem það verður. Vonandi verður bætt við í kvótann svo hægt sé að hefja veiðarnar sem fyrst. En það kemur líklega ekki ljós fyrr en í lok vikunnar,“ segir Stefán.

Það er nóg að gera hjá Egersund sem veitir um 20 manns vinnu á Eskifirði.
Það er nóg að gera hjá Egersund sem veitir um 20 manns vinnu á Eskifirði.

Egersund Ísland þjónustar öll uppsjávarfyrirtæki landsins meira eða minna. Þar eru uppsjávarfyrirtækin á Austurlandi fyrirferðamest, þ.e. Síldarvinnslan í Neskaupstað, Eskja á Eskifirði og Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði. En einnig nýtir Samherji sér þjónustuna Egersund eins og Vinnslustöðin, Ísfélagið í Vestmannaeyjum, Brim og Skinney-Þinganes.

„Þetta er samkeppnismarkaður en við höfum svo sem ekki liðið fyrir það. Það er alltaf brjálað að gera hjá okkur. Framundan er að gera grunnnæturnar klárar fyrir loðnuvertíðina og síðan verður sjálfsagt talsvert um verkefni fyrir Norðmennina þegar þeir byrja að sprengja og rífa næturnar. Það er þrjú norsk uppsjávarskip komin á loðnumiðin nú þegar og á eftir að bætast í þann hóp. Við höfum aðstoðað þá í gegnum tíðina þegar eitthvað kemur upp hjá þeim.“

Norðmenn mega einungis veiða í nætur. Þetta eru stórar nætur og misjafnar að gæðum.