Sæbýli í Grindavík hefur lokið hlutafjárútboði til innlendra fjárfesta að fjárhæð 374 milljónir króna. Eyrir Sprotar hefur verið stærsti hluthafi Sæbýlis og í tilkynningu segir að fjárfestingasjóðurinn verði áfram kjölfestufjárfestir í fyrirtækinu. Þá hafi einnig komið inn nýir hluthafar að félaginu.

Fiskifréttir fjölluðu ítarlega um fyrirtækið í febrúar síðastliðnum. Þar kom fram að áratugalöng saga þróunarvinnu og tilraunastarfsemi býr að baki eldisstöð Sæbýlis. Það var strax árið 1988 sem Hafrannsóknastofnun hóf að gera tilraunir á sæeyrum á eldisstöð sinni á Stað í Grindavík.

Ásgeir Guðnason var þá starfsmaður á Hafrannsóknastofnun og fékk mikinn áhuga á ræktun sæeyrna. Hann stofnaði árið 1993 fyrirtækið Sæbýli ásamt félögum sínum og hefur haldið tryggð við verkefnið allar götur síðan.

Heilbrigður klakstofn

„Sæbýli er á þeim stað núna að vera búið að leggja tugi ára í þessa þróun og aðlögun á einni verðmætustu eldistegund heims sem á uppruna sinn við hlýsjávaraðstæður í Japan. Það tekur langan tíma að byggja upp eldisstofn sem og að finna hentugt eldiskerfi til þess að líkja eftir umhverfisaðstæðum sem eru fjarri Íslandi. Hér á landi er þó að finna einstakar aðstæður til þess með aðgangi að jarðvarma, borholu tærum sjó og grænni raforku sem er grunnurinn að einstöku lóðréttu lokuðu eldiskerfi. Svo er það einnig einstakt að sæeyrun eru fóðruð á þörungum sem koma úr okkar nærumhverfi. Það er því þetta einstaka umhverfi sem við erum með á Íslandi, sem gerir þetta kleift,“ sagði Sigurður Pétursson, stjórnarformaður Sæbýlis, í viðtali við Fiskifréttir.

Hugur í mönnum

Í tilkynningu segir Ásgeir Guðnason, stofnandi og framkvæmdastjóri Sæbýlis, að það krefjist þrautseigju og þolinmæði að fylgja eftir tilraunum og uppbyggingu á framandi hlýsjávartegund, flytja dýrin þvert yfir hnöttinn og líkja eftir eldisskilyrðum hér á landi.

„Nýtt hlutafé verður notað til þess að klára uppsetningu á klakstöðinni í Grindavík og leggja grunn að áframeldi undir vörumerki Aurora Abalone sem við kynnum síðar á árinu. Sæbýli stefnir að því að fara yfir 200 tonna framleiðslu sæeyra á næstu þremur árum.“

Sigurður segir í tilkynningunni að það hafi verið ánægjulegt að vinna með stofnendum og Eyri, kjölfestufjárfesti Sæbýlis, að mótun stefnu og framtíðarsýn sem fylgt verður eftir með hlutafjáraukningunni.

„Hluthafahópurinn samanstendur af aðilum sem hafa mikinn áhuga á þessu græna fjárfestingaverkefni og við vinnum saman að því að færa félagið frá mikilvægu stigi frumkvöðlastarfsemi í arðvænlega framleiðslueiningu umhverfisvænnar matvælaframleiðslu.“

Sæbýli í Grindavík hefur lokið hlutafjárútboði til innlendra fjárfesta að fjárhæð 374 milljónir króna. Eyrir Sprotar hefur verið stærsti hluthafi Sæbýlis og í tilkynningu segir að fjárfestingasjóðurinn verði áfram kjölfestufjárfestir í fyrirtækinu. Þá hafi einnig komið inn nýir hluthafar að félaginu.

Fiskifréttir fjölluðu ítarlega um fyrirtækið í febrúar síðastliðnum. Þar kom fram að áratugalöng saga þróunarvinnu og tilraunastarfsemi býr að baki eldisstöð Sæbýlis. Það var strax árið 1988 sem Hafrannsóknastofnun hóf að gera tilraunir á sæeyrum á eldisstöð sinni á Stað í Grindavík.

Ásgeir Guðnason var þá starfsmaður á Hafrannsóknastofnun og fékk mikinn áhuga á ræktun sæeyrna. Hann stofnaði árið 1993 fyrirtækið Sæbýli ásamt félögum sínum og hefur haldið tryggð við verkefnið allar götur síðan.

Heilbrigður klakstofn

„Sæbýli er á þeim stað núna að vera búið að leggja tugi ára í þessa þróun og aðlögun á einni verðmætustu eldistegund heims sem á uppruna sinn við hlýsjávaraðstæður í Japan. Það tekur langan tíma að byggja upp eldisstofn sem og að finna hentugt eldiskerfi til þess að líkja eftir umhverfisaðstæðum sem eru fjarri Íslandi. Hér á landi er þó að finna einstakar aðstæður til þess með aðgangi að jarðvarma, borholu tærum sjó og grænni raforku sem er grunnurinn að einstöku lóðréttu lokuðu eldiskerfi. Svo er það einnig einstakt að sæeyrun eru fóðruð á þörungum sem koma úr okkar nærumhverfi. Það er því þetta einstaka umhverfi sem við erum með á Íslandi, sem gerir þetta kleift,“ sagði Sigurður Pétursson, stjórnarformaður Sæbýlis, í viðtali við Fiskifréttir.

Hugur í mönnum

Í tilkynningu segir Ásgeir Guðnason, stofnandi og framkvæmdastjóri Sæbýlis, að það krefjist þrautseigju og þolinmæði að fylgja eftir tilraunum og uppbyggingu á framandi hlýsjávartegund, flytja dýrin þvert yfir hnöttinn og líkja eftir eldisskilyrðum hér á landi.

„Nýtt hlutafé verður notað til þess að klára uppsetningu á klakstöðinni í Grindavík og leggja grunn að áframeldi undir vörumerki Aurora Abalone sem við kynnum síðar á árinu. Sæbýli stefnir að því að fara yfir 200 tonna framleiðslu sæeyra á næstu þremur árum.“

Sigurður segir í tilkynningunni að það hafi verið ánægjulegt að vinna með stofnendum og Eyri, kjölfestufjárfesti Sæbýlis, að mótun stefnu og framtíðarsýn sem fylgt verður eftir með hlutafjáraukningunni.

„Hluthafahópurinn samanstendur af aðilum sem hafa mikinn áhuga á þessu græna fjárfestingaverkefni og við vinnum saman að því að færa félagið frá mikilvægu stigi frumkvöðlastarfsemi í arðvænlega framleiðslueiningu umhverfisvænnar matvælaframleiðslu.“