Þrjár hafnir á landinu eru með yfir 30 þúsund tonn í þorskígildum af heilarúthlutun upp á tæp 320 þúsund tonn. Hafnirnar eru Reykjavík, 38.238 tonn, Grindavík, 37.336 tonn og Vestmannaeyjar, 30.908 tonn.
Þetta kemur fram á lista Fiskifrétta yfir þær hafnir þar sem mest verður umleikis miðað við úthlutun á fiskveiðiárinu 2024/2025 og kemur fram í Kvótablaði Fiskifrétta sem er nýkomið út. Þar er auk þess að finna upplýsingar um úthlutun aflaheimilda í öllum tegundum eftir eigendum, útgerðum og skipum. Fjölmargar aðrar upplýsingar um kvótaúthlutun ársins og annað efni er einnig að finna í blaðinu.
Þrjár hafnir á landinu eru með yfir 30 þúsund tonn í þorskígildum af heilarúthlutun upp á tæp 320 þúsund tonn. Hafnirnar eru Reykjavík, 38.238 tonn, Grindavík, 37.336 tonn og Vestmannaeyjar, 30.908 tonn.
Þetta kemur fram á lista Fiskifrétta yfir þær hafnir þar sem mest verður umleikis miðað við úthlutun á fiskveiðiárinu 2024/2025 og kemur fram í Kvótablaði Fiskifrétta sem er nýkomið út. Þar er auk þess að finna upplýsingar um úthlutun aflaheimilda í öllum tegundum eftir eigendum, útgerðum og skipum. Fjölmargar aðrar upplýsingar um kvótaúthlutun ársins og annað efni er einnig að finna í blaðinu.