„Þetta er alger sprenging,“ segir Jón Gunnar Benjamínsson, stjórnarmaður í Veiðifélagi Eyjafjarðarár, sem í fyrradag fékk fréttir af stórri hnúðlaxatorfu í Eyjafjarðará.
„Ég frétti af því að það væri bara torfa af þessum fiski í þessum hyl á mjög grunnu vatni og ég sá að við hefðum kannski tækifæri til að fanga slatta af þeim í einu með því að draga bara fyrir. Ég fékk góða menn í þetta en þeir sögðust ekki hafa komið netinu almennilega fyrir þá en þeir bara byrjuðu að húkka þá,“ lýsir Jón Gunnar atburðarásinni.
„Þeir náðu vel á þriðja tug fiska en það voru miklu fleiri og þetta virðist hafa verið gríðarlega stór torfa,“ segir Jón Gunnar sem kveðst sjálfur hafa veitt einn hnúðlax á flugu á sama svæði fyrir nokkrum dögum. Fregnir eru af fleirum.
Ekki eina torfan
„Það virðist vera ansi mikið af þessu miðað við undanfarin ár. Núna erum við að sjá þetta í brjáluðum torfum,“ segir Jón Gunnar. „Við höfum náttúrlega áhyggjur af því að þetta geti valdi einhvers konar truflun á fiskgengd og viðkomu þeirra fiska sem eiga heima þarna – sem eru ekki aðskotadýr eins og þetta kvikindi.“
Áðurnefnd hnúðlaxatorfa var í Arnarhólshyl sem er á svæði 2 í Eyjafjarðará.
„Hann er kominn vel upp í ánna og þetta er ekkert eina torfan sem ég hef heyrt af,“ segir Jón Gunnar. „Áður var þetta einn og einn fiskur en núna eru þetta þykkar torfur. Og það er náttúrlega áhyggjuefni.“
Fluguveiðimaður tvístraði torfunni
Sigurður B. Sigurðsson í Veiðiríkinu á Akureyri og bróðir hans Valur voru þeir sem reyndu að hreinsa hnúðlaxana úr Arnarhólshyl. Hann segir þá bræður hafa náð um þrjátíu fiskum úr torfu sem talið hafi á bilinu fimmtíu til sextíu fiska.
„Við húkkuðum þetta bara upp því það skilaði betri árangri en netaveiðin,“ segir Sigurður. Áhyggjuefni sé hversu ofarlega hnúðlaxinn sé komin í Eyjafjarðará. Hún sé ákjósanleg fyrir „þessa óværu“ því þar sé lítið um fyrirstöður, fossa eða flúðir, fyrr en upp á fjórða svæði.
Að sögn Sigurðar höfðu sumir fiskarnir þegar hrygnt og voru farnir að leysast upp en aðrir hafi verið nýgengnir. „Þetta var bara stór torfa. Ef maður hefði verið á loðnuskipi þá hefðum við bara siglt í kring um hana og tekið hann,“ segir Sigurður sem kveður aðvífandi fluguveiðimann hafa sett strik í reikninginn.
„Við voru að greiða úr neti og að fara að setja það í hylinn þegar hann heimtaði að fá að prófa. Ég áttaði mig ekki fyrr en hann var búinn að vaða niður ánna og kominn út í miðjan hylinn og tvístraði torfunni,“ segir Sigurður. Þar með hafi ekki náðst að fanga nema hluta hnúðlaxanna. Slagnum sé þó ekki lokið. „Mér sýnist við jafnvel vera að fara um helgina í frekara hreinsunarstarf.“
„Þetta er alger sprenging,“ segir Jón Gunnar Benjamínsson, stjórnarmaður í Veiðifélagi Eyjafjarðarár, sem í fyrradag fékk fréttir af stórri hnúðlaxatorfu í Eyjafjarðará.
„Ég frétti af því að það væri bara torfa af þessum fiski í þessum hyl á mjög grunnu vatni og ég sá að við hefðum kannski tækifæri til að fanga slatta af þeim í einu með því að draga bara fyrir. Ég fékk góða menn í þetta en þeir sögðust ekki hafa komið netinu almennilega fyrir þá en þeir bara byrjuðu að húkka þá,“ lýsir Jón Gunnar atburðarásinni.
„Þeir náðu vel á þriðja tug fiska en það voru miklu fleiri og þetta virðist hafa verið gríðarlega stór torfa,“ segir Jón Gunnar sem kveðst sjálfur hafa veitt einn hnúðlax á flugu á sama svæði fyrir nokkrum dögum. Fregnir eru af fleirum.
Ekki eina torfan
„Það virðist vera ansi mikið af þessu miðað við undanfarin ár. Núna erum við að sjá þetta í brjáluðum torfum,“ segir Jón Gunnar. „Við höfum náttúrlega áhyggjur af því að þetta geti valdi einhvers konar truflun á fiskgengd og viðkomu þeirra fiska sem eiga heima þarna – sem eru ekki aðskotadýr eins og þetta kvikindi.“
Áðurnefnd hnúðlaxatorfa var í Arnarhólshyl sem er á svæði 2 í Eyjafjarðará.
„Hann er kominn vel upp í ánna og þetta er ekkert eina torfan sem ég hef heyrt af,“ segir Jón Gunnar. „Áður var þetta einn og einn fiskur en núna eru þetta þykkar torfur. Og það er náttúrlega áhyggjuefni.“
Fluguveiðimaður tvístraði torfunni
Sigurður B. Sigurðsson í Veiðiríkinu á Akureyri og bróðir hans Valur voru þeir sem reyndu að hreinsa hnúðlaxana úr Arnarhólshyl. Hann segir þá bræður hafa náð um þrjátíu fiskum úr torfu sem talið hafi á bilinu fimmtíu til sextíu fiska.
„Við húkkuðum þetta bara upp því það skilaði betri árangri en netaveiðin,“ segir Sigurður. Áhyggjuefni sé hversu ofarlega hnúðlaxinn sé komin í Eyjafjarðará. Hún sé ákjósanleg fyrir „þessa óværu“ því þar sé lítið um fyrirstöður, fossa eða flúðir, fyrr en upp á fjórða svæði.
Að sögn Sigurðar höfðu sumir fiskarnir þegar hrygnt og voru farnir að leysast upp en aðrir hafi verið nýgengnir. „Þetta var bara stór torfa. Ef maður hefði verið á loðnuskipi þá hefðum við bara siglt í kring um hana og tekið hann,“ segir Sigurður sem kveður aðvífandi fluguveiðimann hafa sett strik í reikninginn.
„Við voru að greiða úr neti og að fara að setja það í hylinn þegar hann heimtaði að fá að prófa. Ég áttaði mig ekki fyrr en hann var búinn að vaða niður ánna og kominn út í miðjan hylinn og tvístraði torfunni,“ segir Sigurður. Þar með hafi ekki náðst að fanga nema hluta hnúðlaxanna. Slagnum sé þó ekki lokið. „Mér sýnist við jafnvel vera að fara um helgina í frekara hreinsunarstarf.“