Ríkisstjórnin kynnti á sérstökum hátíðarfundi í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands, sem haldinn var á Þingvöllum 18. júlí í 2018, hvaða verkefni yrði ráðast í af tilefni fullveldisafmælisins.

Eitt þeirra var smíði nýs rannsóknaskips fyrir Hafrannsóknastofnun. Samkvæmt tillögunni var 300 milljónum króna varið í hönnun og undirbúning smíðarinnar á árinu 2019 og 3,2 milljörðum króna í smíði skipsins. Hafrannsóknastofnun og Ríkiskaup undirrituðu svo samning um útboðsvinnu fyrir nýtt hafrannsóknaskip í september 2019.

Afhentur 2024

Nýtt rannsóknaskip mun leysa Bjarna Sæmundsson af hólmi, sem smíðaður var árið 1970, og mun gerbreyta og bæta aðstöðu til rannsókna. Nýja skipið mun eins og það eldra bera nafn náttúrufræðingsins Bjarna Sæmundssonar (f. 1867- d. 1940).

Tilboð í smíði skipsins voru opnuð 1. október síðastliðinn og buðu þrjár skipasmíðastöðvar í verkið. Ráðgert er að gengið verði til samninga við eina af skipasmíðastöðvunum í byrjun næsta árs og að smíði skipsins geti hafist á árinu. Líklega líða um tvö ár frá því skrifað verður undir samning við skipasmíðastöð þar til skipið verði afhent.

Armon meðal bjóðenda

Þáttur Skipasýnar var að forhanna skipið og ramma það inn í þá fjárveitingu sem ætluð er til smíðinnar. Það er síðan á hendi þeirrar skipasmíðastöðvar sem verður fyrir valinu að fullhanna skipið sem verður 70 metrar á lengd. Engu að síður verður skipið með því hönnunarlagi sem Skipasýni leggur því til. Skipsýn forhannaði einnig rannsóknaskipið Árna Friðriksson á sínum tíma.

Skipasmíðastöðvarnar sem buðu í smíðina eru allar á Norður-Spáni, þ.e. Astileros Armon í Vigo, Construcciones Navales og Gondan. Þær búa allar yfir langri hefð í smíði rannsóknaskipa og teljast vera sérhæfðar í slíkum skipum. Armon skipasmíðastöðin hefur einmitt nýverið afhent útgerðarfélaginu Nesfiski nýjan togara, Baldvin Njálsson, sem smíðaður var eftir teikningum Skipasýnar.