Faxaflóahafnir og Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn hafa endurnýjað samstarfssamning um verkefnið Sjóferð um sundin, þar sem grunnskólabörn sveitarfélaga Faxaflóahafna er boðið í siglingu á Faxaflóa undir leiðsögn starfsmanna Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Samstarfsverkefnið hefur staðið grunnskólanemendum til boða í yfir tvo áratugi og hefur gefið nemendum í Reykjavík, Akranesi, Hvalfjarðasveit og Borgarnesi kost á að læra um lífríki við Faxaflóa og hafnarstarfsemi Faxaflóahafna.

„Faxaflóahafnir eru ákaflega stoltar af að vera aðalkostunaraðili þessa glæsilega samstarfsverkefnis, þar sem komandi kynslóðum við Faxaflóa gefst tækifæri að læra um hafið sem umlykur okkur, færir okkur sjávarfang og ekki síður tengir okkur við umheiminn“, segir Sigurður Jökull Ólafsson markaðstjóri Faxaflóahafna.