David Parker sjávarútvegsráðherra Nýja-Sjálands heimsótti Sjávarklasann í lok seinustu viku.

Frá þessu segir í frétt Klasans en ráðherrann hafði áhuga á að kynna sér sjálfvirknivæðingu við vinnslu og fullnýtingu sjávarafurða hér á landi. En Íslendingar eru mjög framarlega þegar kemur að þeim efnum, segir í fréttinni.

Ásamt því að hitta nokkra frumkvöðla í Klasanum heimsótti ráðherrann fiskvinnsluna Fiskkaup, fullnýtingarfyrirtækin Nordic Fish Leather og Feel Iceland og tækni- og hugbúnaðarfyrirtækin Vaka og Marel.