Hús sjávarklasans mun standa opið fyrir einyrkjafyrirtæki og lítil fyrirtæki úr Grindavík á meðan húsrúm leyfir.
„Ykkur er velkomið að hafa samband við okkur í síma 5776200. Við erum með fullt af borðum, fundarýmum, gott kaffi og fínan félagsskap,“ segir Júlía Helgadóttir hjá Sjávarklasanum við Grindvíkinga. Aðstaðan er án endurgjalds.
Eins og kunnugt var Grindavík rýmd í gærkvöldi og í nótt vegna yfirvofandi hættu á eldgosi í bænum eða nærri honum.