Oddur Einarsson yfirverkstjóri hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað, segir síldin sem nú berist að landi eins ferska og hægt sé að hugsa sér. Þetta kemur fram í spjalli við Odd ávef Síldarvinnslunnar.

„Síldin sem nú er verið að vinna er sannkallað úrvalshráefni enda er örstutt á miðin og góð veiði,“ er haft eftir Oddi. Í dag sé verið að vinna úr Beiti NK sem kom í morgun með 900 tonn eftir örstutta veiðiferð.

„Miðin eru um 50 mílur hér út frá Norðfirði og skipin stoppa stutt á miðunum. Þau eru síðan 4 – 5 klukkutíma að færa okkur hráefnið í land. Staðreyndin er sú að hráefnið er eins ferskt og hægt er að hugsa sér. Síldin sem veiðist er stór og átulítil,“ segir Oddur.

Þá kemur fram að stærsta síldin sé nú heilfryst auk þess sem flök séu framleidd. Sjá má ítarlegra spjall við Odd á svn.is.

Oddur Einarsson yfirverkstjóri hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað, segir síldin sem nú berist að landi eins ferska og hægt sé að hugsa sér. Þetta kemur fram í spjalli við Odd ávef Síldarvinnslunnar.

„Síldin sem nú er verið að vinna er sannkallað úrvalshráefni enda er örstutt á miðin og góð veiði,“ er haft eftir Oddi. Í dag sé verið að vinna úr Beiti NK sem kom í morgun með 900 tonn eftir örstutta veiðiferð.

„Miðin eru um 50 mílur hér út frá Norðfirði og skipin stoppa stutt á miðunum. Þau eru síðan 4 – 5 klukkutíma að færa okkur hráefnið í land. Staðreyndin er sú að hráefnið er eins ferskt og hægt er að hugsa sér. Síldin sem veiðist er stór og átulítil,“ segir Oddur.

Þá kemur fram að stærsta síldin sé nú heilfryst auk þess sem flök séu framleidd. Sjá má ítarlegra spjall við Odd á svn.is.