„Það sem meirihluti grásleppusjómannanna hefur verið að biðja um er fyrirsjáanleiki“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis, um meginmarkmið ný samþykktra laga um kvótasetningu á grásleppu.

Samkvæmt lögunum verður grásleppuveiðin hlutdeildarsett frá og með næsta fiskveiðiári sem hefst í haust.

Að sögn Þórarins er kvótasetningin miðuð við árin 2018, 2019, 2021 og 2022.  Árið 2020 hafi verið undanskilið vegna þess að þá hafi verið óvenju góð grásleppuveiði fyrir norðan og að það myndi hafa skekkt myndina. Árinu 2023 hafi verið sleppt vegna þess að á því ári hafi frumvarp um hlutdeildarsetningu verið komið fram og menn vitað hvað í stefndi.

Ekki kvóti til dánarbúa

Upphaflega var rætt um að miða við veiðina eins og hún hefur verið allt frá 2014 en Þórarinn segir að þegar tölurnar hafi verið skoðaðar hafi þótt rétt að hverfa frá því.

Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuvegarnefndar Alþingis. Mynd/Alþingi
Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuvegarnefndar Alþingis. Mynd/Alþingi

„Það eru fjölmargir bátar sem hafa ekki verið að stunda þetta til fjölda ára.  Og það var ekki tilgangur okkar að vera að úthluta heimildum til þeirra, hvort sem það eru dánarbú eða þeir sem væru bara hættir,“ segir Þórarinn.

Samkvæmt lögunum verður heimilt að framselja kvótann en þeirri heimild er þó frestað fram til 31. ágúst 2026 með því að breytingartillaga þess efnis frá Bjarna Jónssyni, þingmanni VG, var samþykkt.

Róa mesta pirringinn

„Við reyndum með þeirri tillögu að róa mesta pirringinn varðandi framsalið. Það er eitt af því sem við skiljum mjög vel og það er ekki tilgangurinn að vera að afhenda aflahlutdeild til manna sem ætla sér alls ekki að nýta hana,“ ítrekar Þórarinn.

Að sögn Þórarins er leitast við að tryggja nýliðun meðal grásleppuveiðimanna með því að 5,3 prósent af úthlutuðu magni  fari í sérstakan nýliðunarpott sem ráðherra ráðstafi. „Þetta er mjög mikilvægt því þá þurfa viðkomandi ekki að vera að kaupa þetta á frjálsum markaði, hugsanlega á uppsprengdu verði,“ segir hann.

Ekki ólympískar veiðar

Þórarinn undirstrikar að fyrirsjáanleikinn fyrir grásleppusjómenn sé grundvallarstefið. „Það er það sem verið er að horfa til með því að festa í sessi hvað hver og einn getur veitt. Menn hafa þá alltaf fyrir framan sig það magn sem þeir mega veiða og þurfa ekki að vera í þessum ólympísku veiðum.“

Þórarinn segir komið í veg fyrir að kvótinn safnist á fárra hendur með því að binda í lögin að ekki megi vera meira en 1,5 prósent af heildarúthlutuninni á hverjum báti. Þá megi bátarnir ekki vera stærri en fimmtán brúttótonn.

Strandveiðikerfið gangi ekki

Aðspurður hvort komið verði á sams konar fyrirsjáanleika í strandveiðum með kvótasetningu segir Þórarinn að ljóst að núverandi kerfi gangi ekki lengur.

„Það er ekki skynsamleg þróun að allir hópist á afmarkað svæði og keppast þar við að taka upp fisk,“ segir Þórarinn. „Við verðum að finna skynsamlega leið. Hver hún verður veit ég ekki en við þurfum að ná einhverri góðri, sameiginlegri niðurstöðu.“

Samþykkt illu heilli

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að  það frumvarp sem meirihluti atvinnuveganefndar lagði fram um veiðistjórn grásleppu hafi nú illu heilli verið samþykkt sem lög.

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.

„Lögin snerta alla þá aðila sem hafa verið handhafar grásleppuleyfa samanber lög um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og rekja rétt sinn til ársins 1997 sem grundvallaður var á veiðum frá 1992. Alls var fjöldi þessara aðila á fimmta hundrað, en var við lagasetninguna 406,“ segir Örn. Fjórðungur þeirra fái nú engar veiðiheimildir og þar með engan rétt til grásleppuveiða.

Atvinnan tekin af mönnum

„Ég sé ekki að almannahagsmunir hafi krafist þess þeir væru sviptir rétti sínun til atvinnu sem fólst í að stunda veiðar á grásleppu,“ segir Örn. Auk þeirra séu fjölmargir aðrir sem verði fyrir svo mikilli skerðingu að veiðar verði þeim illmögulegar. Þetta séu menn sem voru af einhverjum ástæðum ekki við veiðar nema eitt ár af viðmiðunarárunum 2018, 2019, 2021 eða 2022. Afkoman leyfi ekki kaup á kvóta.

Sumir þessara aðila hafi hins vegar stundað veiðar árið 2023.

„Við þeim blasir hrein eignaupptaka, verðlítill bátur og búnaður, auk þess að atvinnan var tekin af viðkomandi. Þetta er eitt þessara atriða sem ég gagnrýni harðlega,“ segir Örn.

Hvaða fyrirsjáanleiki?

Að sögn Arnar virðist sem fyrirsjáanleiki hafi verið aðal leiðarljós meirihluta atvinnuveganefndar.  „Hvað er átt við?“ spyr hann. „Sett er í lögin að aflamark skuli kunngert 1. mars ár hvert. Það er hins vegar ómögulegt þar sem marsrallið stendur þá yfir og ráðgjöfin ekki tilbúin fyrr en 1. apríl eins og verið hefur síðastliðinn áratug.“

Örn segir aflahlutdeild vissulega vera bundna við þá sem höfðu réttinn. Bátar minni en 15 brúttótonn fái aflahlutdeild. „Það segir lítið þar sem ekkert er í lögunum sem heimilar ekki flutning hlutdeildar á stærri skip eftir 31. ágúst 2026. Þar til verða allar hlutdeildir bundnar, en frjálst að miðla aflamarki svo framarlega sem viðkomandi hafi hlutdeild.“

Ráðherra undirbúi frumvarp með breytingum

Örn kveður kröfu Landsambands smábátaeigenda varðandi þessa lagasetningu skýra. „Krafan er matvælaráðherra taki málið til sín og undirbúi frumvarp sem byggir á núverandi veiðistjórn með ákveðnum breytingum sem við breytingum sem við höfum óskað eftir í nokkur ár.“

„Það sem meirihluti grásleppusjómannanna hefur verið að biðja um er fyrirsjáanleiki“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis, um meginmarkmið ný samþykktra laga um kvótasetningu á grásleppu.

Samkvæmt lögunum verður grásleppuveiðin hlutdeildarsett frá og með næsta fiskveiðiári sem hefst í haust.

Að sögn Þórarins er kvótasetningin miðuð við árin 2018, 2019, 2021 og 2022.  Árið 2020 hafi verið undanskilið vegna þess að þá hafi verið óvenju góð grásleppuveiði fyrir norðan og að það myndi hafa skekkt myndina. Árinu 2023 hafi verið sleppt vegna þess að á því ári hafi frumvarp um hlutdeildarsetningu verið komið fram og menn vitað hvað í stefndi.

Ekki kvóti til dánarbúa

Upphaflega var rætt um að miða við veiðina eins og hún hefur verið allt frá 2014 en Þórarinn segir að þegar tölurnar hafi verið skoðaðar hafi þótt rétt að hverfa frá því.

Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuvegarnefndar Alþingis. Mynd/Alþingi
Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuvegarnefndar Alþingis. Mynd/Alþingi

„Það eru fjölmargir bátar sem hafa ekki verið að stunda þetta til fjölda ára.  Og það var ekki tilgangur okkar að vera að úthluta heimildum til þeirra, hvort sem það eru dánarbú eða þeir sem væru bara hættir,“ segir Þórarinn.

Samkvæmt lögunum verður heimilt að framselja kvótann en þeirri heimild er þó frestað fram til 31. ágúst 2026 með því að breytingartillaga þess efnis frá Bjarna Jónssyni, þingmanni VG, var samþykkt.

Róa mesta pirringinn

„Við reyndum með þeirri tillögu að róa mesta pirringinn varðandi framsalið. Það er eitt af því sem við skiljum mjög vel og það er ekki tilgangurinn að vera að afhenda aflahlutdeild til manna sem ætla sér alls ekki að nýta hana,“ ítrekar Þórarinn.

Að sögn Þórarins er leitast við að tryggja nýliðun meðal grásleppuveiðimanna með því að 5,3 prósent af úthlutuðu magni  fari í sérstakan nýliðunarpott sem ráðherra ráðstafi. „Þetta er mjög mikilvægt því þá þurfa viðkomandi ekki að vera að kaupa þetta á frjálsum markaði, hugsanlega á uppsprengdu verði,“ segir hann.

Ekki ólympískar veiðar

Þórarinn undirstrikar að fyrirsjáanleikinn fyrir grásleppusjómenn sé grundvallarstefið. „Það er það sem verið er að horfa til með því að festa í sessi hvað hver og einn getur veitt. Menn hafa þá alltaf fyrir framan sig það magn sem þeir mega veiða og þurfa ekki að vera í þessum ólympísku veiðum.“

Þórarinn segir komið í veg fyrir að kvótinn safnist á fárra hendur með því að binda í lögin að ekki megi vera meira en 1,5 prósent af heildarúthlutuninni á hverjum báti. Þá megi bátarnir ekki vera stærri en fimmtán brúttótonn.

Strandveiðikerfið gangi ekki

Aðspurður hvort komið verði á sams konar fyrirsjáanleika í strandveiðum með kvótasetningu segir Þórarinn að ljóst að núverandi kerfi gangi ekki lengur.

„Það er ekki skynsamleg þróun að allir hópist á afmarkað svæði og keppast þar við að taka upp fisk,“ segir Þórarinn. „Við verðum að finna skynsamlega leið. Hver hún verður veit ég ekki en við þurfum að ná einhverri góðri, sameiginlegri niðurstöðu.“

Samþykkt illu heilli

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að  það frumvarp sem meirihluti atvinnuveganefndar lagði fram um veiðistjórn grásleppu hafi nú illu heilli verið samþykkt sem lög.

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.

„Lögin snerta alla þá aðila sem hafa verið handhafar grásleppuleyfa samanber lög um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og rekja rétt sinn til ársins 1997 sem grundvallaður var á veiðum frá 1992. Alls var fjöldi þessara aðila á fimmta hundrað, en var við lagasetninguna 406,“ segir Örn. Fjórðungur þeirra fái nú engar veiðiheimildir og þar með engan rétt til grásleppuveiða.

Atvinnan tekin af mönnum

„Ég sé ekki að almannahagsmunir hafi krafist þess þeir væru sviptir rétti sínun til atvinnu sem fólst í að stunda veiðar á grásleppu,“ segir Örn. Auk þeirra séu fjölmargir aðrir sem verði fyrir svo mikilli skerðingu að veiðar verði þeim illmögulegar. Þetta séu menn sem voru af einhverjum ástæðum ekki við veiðar nema eitt ár af viðmiðunarárunum 2018, 2019, 2021 eða 2022. Afkoman leyfi ekki kaup á kvóta.

Sumir þessara aðila hafi hins vegar stundað veiðar árið 2023.

„Við þeim blasir hrein eignaupptaka, verðlítill bátur og búnaður, auk þess að atvinnan var tekin af viðkomandi. Þetta er eitt þessara atriða sem ég gagnrýni harðlega,“ segir Örn.

Hvaða fyrirsjáanleiki?

Að sögn Arnar virðist sem fyrirsjáanleiki hafi verið aðal leiðarljós meirihluta atvinnuveganefndar.  „Hvað er átt við?“ spyr hann. „Sett er í lögin að aflamark skuli kunngert 1. mars ár hvert. Það er hins vegar ómögulegt þar sem marsrallið stendur þá yfir og ráðgjöfin ekki tilbúin fyrr en 1. apríl eins og verið hefur síðastliðinn áratug.“

Örn segir aflahlutdeild vissulega vera bundna við þá sem höfðu réttinn. Bátar minni en 15 brúttótonn fái aflahlutdeild. „Það segir lítið þar sem ekkert er í lögunum sem heimilar ekki flutning hlutdeildar á stærri skip eftir 31. ágúst 2026. Þar til verða allar hlutdeildir bundnar, en frjálst að miðla aflamarki svo framarlega sem viðkomandi hafi hlutdeild.“

Ráðherra undirbúi frumvarp með breytingum

Örn kveður kröfu Landsambands smábátaeigenda varðandi þessa lagasetningu skýra. „Krafan er matvælaráðherra taki málið til sín og undirbúi frumvarp sem byggir á núverandi veiðistjórn með ákveðnum breytingum sem við breytingum sem við höfum óskað eftir í nokkur ár.“