Ný Þerney RE lá við festar við Norðurgarð í Reykjavíkurhöfn og verið er að undirbúa hana til að halda á veiðar núna í vikunni. Skipið var smíðað af HB Granda eftir teikningum Rolls Royce en þegar eignarhaldið færðist til Brims 2018 var ákveðið að selja skipið Arctic Prime Fisheries á Grænlandi. Þar fékk það nafnið Ilivileq. Nú hefur Brim eignast skipið sem er hátæknivæddasti frystitogarinn í gjörvöllu Norður-Atlantshafi. Fiskifréttir fengu skoðunarferð um skipið í fylgd Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims.

Kostaði fullbúið 9 milljarða kr.

Skipið er tæpir 82 metrar á lengd, 17 metrar á breidd og er um 5.000 brúttótonn. Það er gert til að draga tvö troll. Skipið kostaði fullbúið um níu milljarða króna. Þetta er mikið atvinnutæki sem búast má við að verði á sjó 330-350 daga á ári. Leiðin lá fyrst um dekkið þar sem voru fjögur undirslegin troll. Veiðarfærin verða dregin á dekk af einhverjum öflugustu rafmagnsspilum sem fáanleg eru. Þau koma frá Brattvaag.

Þerney RE við festar við Norðurgarð. Í þau fjögur ár sem skipið hét Ilivileq mokfiskaði það við Grænland.
Þerney RE við festar við Norðurgarð. Í þau fjögur ár sem skipið hét Ilivileq mokfiskaði það við Grænland.

50 manns í tveimur áhöfnum

Guðmundur segir að alls verði um 50 manns í tveimur áhöfnum. Koma sumir þeirra af Örfirisey RE sem nú hefur verið lagt og er til sölu. Það væsir heldur ekki um mannskapinn. Þarna eru stórar setustofur og matsalur sem tekur yfir 30 manns. Allir í áhöfn eru með sinn sérklefa með baði. Guðmundur segir að danskur innanhúsarkitekt hafi verið með í ráðum við hönnun vistarveranna og þar lífga líka fallegar myndir á veggjum upp á andrúmsloftið.

Guðmundur leiddi ferðina beint niður í vélarrúm þar sem blasti við 7.500 hestafla aðalvélin frá Bergen Engines. Guðmundur segir að Þerney RE sé afar öflugt veiðiskip eins og sannast hafi í fjögurra ára tíð þess við Austur-Grænland þar sem það mokfiskaði alla tíð. Í vinnslusalnum er sjálfvirknin eins mikil og hugsast getur og hausarar, roðfletti- og flökunarvélar koma frá Vélfagi. Brim er með kauprétt á fimm UNO-fiskvinnsluvélum frá Vélfagi en þær verða prófaðar í landi og ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þær verði settar upp í skipum fyrirtækisins. Guðmundur segir í þessu samhengi að næsta kynslóð sjómanna þurfi að vera tæknimenntuð, svo mikið hafi eðli starfs þeirra breyst með tilkomu nýrrar tækni í skipunum.

Útsýni frá stýriborði fyrir spil aftur í skut.
Útsýni frá stýriborði fyrir spil aftur í skut.

Eitt þúsund tonn í fjórar frystilestir

Afkastageta í vinnslu og frystingu í nýrri Þerney RE er 130 tonn á sólarhring. Frystibúnaðurinn kemur allur að norðan frá Kælismiðjunni Frost. Samtals geta orðið til 150 tonn af afurðum því um borð er mjölvinnslusamstæða frá HPP Solutions sem framleiðir hágæða fiskmjöl um borð. Mannshöndin kemur hvergi nærri frystingu afurðanna heldur er lokað vinnslurýmið allt róbótavætt. Róbótar slá úr pönnum, raða þeim upp, stafla afurðum á bretti og senda niður í lest. Frystilestarnar eru fjórar á tveimur hæðum og taka þær samtals 1.000 tonn.

Guðmundur í einni af fjórum frystilestum Þerneyjar. Alls taka þær 1.000 tonn af frystum afurðum.
Guðmundur í einni af fjórum frystilestum Þerneyjar. Alls taka þær 1.000 tonn af frystum afurðum.

Unnu 2.000 tonn í skipinu í janúar

Guðmundur nefnir til marks um afkastagetu skipsins að unnin voru í því um 2.000 tonn af þorski í janúar síðastliðnum sem veiddur var við Austur-Grænland. „Við treystum okkur auðveldlega til þess að vinna 2.000 tonn á mánuði af karfa, gulllaxi og þorski í þessu skipi,“ segir hann en kvótastaða Brims í karfa og gulllaxi er sterk. Gulllax hefur verið vannýtt tegund og segir hann ástæðu þess þá að enginn hafi séð sér hag í að veiða hann eftir að stjórnvöld lögðu á hann ofurhá veiðigjöld. Nú ber gulllax ekki veiðigjöld og segir Guðmundur að stjórnendur Brims telji Þerney RE henta sérstaklega vel til veiða á þeirri tegund ásamt karfa og þorski. Ráðgjöf Hafró í gulllaxi er um 12 þúsund tonn. Hann er fremur verðlítill en markmiðið sé að ná verðinu upp enda um gæðaafurðir að ræða.

Rússar moka upp karfa rétt utan 200 mílnanna

„Okkur finnst blóðugt að sjá Rússa moka upp úthafskarfa hérna rétt fyrir utan 200 mílurnar, á annan tug skipa. Brim er langstærsta útgerðin í úthafskarfa og Þerney RE er kjörið í þessar veiðar. Ennþá eru veiðar á úthafskarfa bannaðar en stofninn er að styrkjast. Rússar hafa veitt þarna öll árin og verið með 10-15 skip að jafnaði. Þeir hafa verið að taka 30-40 þúsund tonn af karfa. Í ofanálag neituðu íslensk stjórnvöld að veita okkur veiðileyfi í rússneskri lögsögu eins og samningar eru um milli landanna. Þarna á Brim talsverðan þorskkvóta sem ekki næst að veiða. Þetta finnst okkur einkar óskynsamleg stefna.“

Árni Gunnólfsson skipstjóri, Bergþór Smárason stýrimaður og Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, í brúnni á Þerney RE. FF MYND/GUGU
Árni Gunnólfsson skipstjóri, Bergþór Smárason stýrimaður og Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, í brúnni á Þerney RE. FF MYND/GUGU

Olíukostnaður á veitt kg niður

Heimsóknin endaði uppi í brú. Þar voru fyrir skipstjórarnir Árni Gunnólfsson og Bergþór Smárason en sá síðarnefndi stýrði skipinu meðan það hét Ilivileq og var við veiðar við Austur-Grænland. Og hann verður stýrimaður með Árna þegar skipið lætur úr höfn, líklega í þessari viku, og þá undir heitinu Þerney RE.

Við hönnun skipsins var orkusparnaður hafður að leiðarljósi sem og sjálfvirkni. Árni segir að meðaleyðslan sé um 11 tonn af olíu á sólarhring. Til samanburðar er hún um 10 tonn á Vigra RE en Þerney er helmingi afkastameira skip. Guðmundur segir að olíukostnaður á hvert veitt kíló sé mun lægri en í eldri skipum auk þess sem aflameðferðin er betri og aðbúnaður áhafnar.

Ný Þerney RE lá við festar við Norðurgarð í Reykjavíkurhöfn og verið er að undirbúa hana til að halda á veiðar núna í vikunni. Skipið var smíðað af HB Granda eftir teikningum Rolls Royce en þegar eignarhaldið færðist til Brims 2018 var ákveðið að selja skipið Arctic Prime Fisheries á Grænlandi. Þar fékk það nafnið Ilivileq. Nú hefur Brim eignast skipið sem er hátæknivæddasti frystitogarinn í gjörvöllu Norður-Atlantshafi. Fiskifréttir fengu skoðunarferð um skipið í fylgd Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims.

Kostaði fullbúið 9 milljarða kr.

Skipið er tæpir 82 metrar á lengd, 17 metrar á breidd og er um 5.000 brúttótonn. Það er gert til að draga tvö troll. Skipið kostaði fullbúið um níu milljarða króna. Þetta er mikið atvinnutæki sem búast má við að verði á sjó 330-350 daga á ári. Leiðin lá fyrst um dekkið þar sem voru fjögur undirslegin troll. Veiðarfærin verða dregin á dekk af einhverjum öflugustu rafmagnsspilum sem fáanleg eru. Þau koma frá Brattvaag.

Þerney RE við festar við Norðurgarð. Í þau fjögur ár sem skipið hét Ilivileq mokfiskaði það við Grænland.
Þerney RE við festar við Norðurgarð. Í þau fjögur ár sem skipið hét Ilivileq mokfiskaði það við Grænland.

50 manns í tveimur áhöfnum

Guðmundur segir að alls verði um 50 manns í tveimur áhöfnum. Koma sumir þeirra af Örfirisey RE sem nú hefur verið lagt og er til sölu. Það væsir heldur ekki um mannskapinn. Þarna eru stórar setustofur og matsalur sem tekur yfir 30 manns. Allir í áhöfn eru með sinn sérklefa með baði. Guðmundur segir að danskur innanhúsarkitekt hafi verið með í ráðum við hönnun vistarveranna og þar lífga líka fallegar myndir á veggjum upp á andrúmsloftið.

Guðmundur leiddi ferðina beint niður í vélarrúm þar sem blasti við 7.500 hestafla aðalvélin frá Bergen Engines. Guðmundur segir að Þerney RE sé afar öflugt veiðiskip eins og sannast hafi í fjögurra ára tíð þess við Austur-Grænland þar sem það mokfiskaði alla tíð. Í vinnslusalnum er sjálfvirknin eins mikil og hugsast getur og hausarar, roðfletti- og flökunarvélar koma frá Vélfagi. Brim er með kauprétt á fimm UNO-fiskvinnsluvélum frá Vélfagi en þær verða prófaðar í landi og ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þær verði settar upp í skipum fyrirtækisins. Guðmundur segir í þessu samhengi að næsta kynslóð sjómanna þurfi að vera tæknimenntuð, svo mikið hafi eðli starfs þeirra breyst með tilkomu nýrrar tækni í skipunum.

Útsýni frá stýriborði fyrir spil aftur í skut.
Útsýni frá stýriborði fyrir spil aftur í skut.

Eitt þúsund tonn í fjórar frystilestir

Afkastageta í vinnslu og frystingu í nýrri Þerney RE er 130 tonn á sólarhring. Frystibúnaðurinn kemur allur að norðan frá Kælismiðjunni Frost. Samtals geta orðið til 150 tonn af afurðum því um borð er mjölvinnslusamstæða frá HPP Solutions sem framleiðir hágæða fiskmjöl um borð. Mannshöndin kemur hvergi nærri frystingu afurðanna heldur er lokað vinnslurýmið allt róbótavætt. Róbótar slá úr pönnum, raða þeim upp, stafla afurðum á bretti og senda niður í lest. Frystilestarnar eru fjórar á tveimur hæðum og taka þær samtals 1.000 tonn.

Guðmundur í einni af fjórum frystilestum Þerneyjar. Alls taka þær 1.000 tonn af frystum afurðum.
Guðmundur í einni af fjórum frystilestum Þerneyjar. Alls taka þær 1.000 tonn af frystum afurðum.

Unnu 2.000 tonn í skipinu í janúar

Guðmundur nefnir til marks um afkastagetu skipsins að unnin voru í því um 2.000 tonn af þorski í janúar síðastliðnum sem veiddur var við Austur-Grænland. „Við treystum okkur auðveldlega til þess að vinna 2.000 tonn á mánuði af karfa, gulllaxi og þorski í þessu skipi,“ segir hann en kvótastaða Brims í karfa og gulllaxi er sterk. Gulllax hefur verið vannýtt tegund og segir hann ástæðu þess þá að enginn hafi séð sér hag í að veiða hann eftir að stjórnvöld lögðu á hann ofurhá veiðigjöld. Nú ber gulllax ekki veiðigjöld og segir Guðmundur að stjórnendur Brims telji Þerney RE henta sérstaklega vel til veiða á þeirri tegund ásamt karfa og þorski. Ráðgjöf Hafró í gulllaxi er um 12 þúsund tonn. Hann er fremur verðlítill en markmiðið sé að ná verðinu upp enda um gæðaafurðir að ræða.

Rússar moka upp karfa rétt utan 200 mílnanna

„Okkur finnst blóðugt að sjá Rússa moka upp úthafskarfa hérna rétt fyrir utan 200 mílurnar, á annan tug skipa. Brim er langstærsta útgerðin í úthafskarfa og Þerney RE er kjörið í þessar veiðar. Ennþá eru veiðar á úthafskarfa bannaðar en stofninn er að styrkjast. Rússar hafa veitt þarna öll árin og verið með 10-15 skip að jafnaði. Þeir hafa verið að taka 30-40 þúsund tonn af karfa. Í ofanálag neituðu íslensk stjórnvöld að veita okkur veiðileyfi í rússneskri lögsögu eins og samningar eru um milli landanna. Þarna á Brim talsverðan þorskkvóta sem ekki næst að veiða. Þetta finnst okkur einkar óskynsamleg stefna.“

Árni Gunnólfsson skipstjóri, Bergþór Smárason stýrimaður og Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, í brúnni á Þerney RE. FF MYND/GUGU
Árni Gunnólfsson skipstjóri, Bergþór Smárason stýrimaður og Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, í brúnni á Þerney RE. FF MYND/GUGU

Olíukostnaður á veitt kg niður

Heimsóknin endaði uppi í brú. Þar voru fyrir skipstjórarnir Árni Gunnólfsson og Bergþór Smárason en sá síðarnefndi stýrði skipinu meðan það hét Ilivileq og var við veiðar við Austur-Grænland. Og hann verður stýrimaður með Árna þegar skipið lætur úr höfn, líklega í þessari viku, og þá undir heitinu Þerney RE.

Við hönnun skipsins var orkusparnaður hafður að leiðarljósi sem og sjálfvirkni. Árni segir að meðaleyðslan sé um 11 tonn af olíu á sólarhring. Til samanburðar er hún um 10 tonn á Vigra RE en Þerney er helmingi afkastameira skip. Guðmundur segir að olíukostnaður á hvert veitt kíló sé mun lægri en í eldri skipum auk þess sem aflameðferðin er betri og aðbúnaður áhafnar.