Ákvörðun Byggðastofnunar um að veita Grímseyingum ekki áfram undanþágu frá þeirri skyldu að vinna afla úr sértækum byggðakvóta í eynni sjálfri er talin geta leitt til þess að byggða þar leggist af.

Í gær bókaði bæjarstjórn Akureyrarum málið og óskað eftir því að ríkið grípi inn í atburðarásina og framlengi undanþágunni.

Nær ómögulegt að haldi upp vinnslu í Grímsey

„ Grímsey er einstök eyja við heimskautsbaug þar sem hefur verið byggð frá landnámi og mikilvægt að stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til þess að styðja við byggðarlagið.

Eins og staðan er nú er nær ómögulegt að halda uppi landvinnslu í eyjunni vegna landfræðilegrar stöðu. Á síðasta ári var ferjan í slipp í 12 vikur. Augljóst er að erfitt er því að treysta á ferjusiglingar með hráefni til og frá eyjunni.

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar skorar því á ríkisvaldið að framlengja undanþágu á vinnsluskyldu á sértækum byggðakvóta þannig að byggð megi haldast áfram í Grímsey,“ segir í bókuninni sem samþykkt var í gær sem fyrr segir.