Þrjár landeldisstöðvar munu rísa í Þorlákshöfn á næstu árum. Ein þeirra, Geo Salmo, er í undirbúnings- og hönnunarferli og mun þegar upp verður staðið kosta nálægt 50 milljörðum króna að reisa. Að Geo Salmo stendur hópur íslenskra fjárfesta. Markmiðið er að fyrsta skóflustungan verði tekin í janúar 2023 og fyrsta fiskinum verði slátrað um mitt ár 2025.
„Planið hjá okkur er að byggja 24.000 tonna stöð. Það er samt ekki heilög tala og ef það bjóðast tækifæri til meiri framleiðslu á svæðinu munum við hugsanlega sækjast eftir því seinna meir,” segir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri Geo Salmo, sem ráðgerir að reisa landeldisstöð, seiðaeldisstöð, sláturhús og einnig gróðurhús sem nýtir affallsvatn frá seiðaeldisstöðinni. Landeldi af þessari stærðargráðu er ekki til í heiminum ennþá.
Hröð uppbygging
Jens segir að hugmyndin sé sú að byggja starfsemina upp af miklum krafti og á skömmum tíma. Á þessu ári verður stöðin hönnuð og allra tilskilinna leyfa verður aflað. Stefnt er að því að á árunum 2023 og 2024 verði fyrsti fasi hennar fullbyggður með framleiðslu upp á allt að 12.000 tonn. Geo Salmo er vel fjármagnað til þess að vinna að undirbúningi verkefnisins og að hefja framkvæmdir. Þegar eldisstöðin, sláturhúsið og vinnslan verður komin í fulla starfsemi verða starfsmenn um 150 talsins. Auk þess verður til fjöldi afleiddra starfa á svæðinu. Stærsti eigandi Geo Salmo er, samkvæmt fyrirtækjaskrá, Aðalsteinn Jóhannsson, sem var stór fjárfestir í gagnaverageiranum, Advania og Beringer Finance fjárfestingabankanum.
„Við vinnum núna með sveitarfélaginu að skipulagsmálum og erum að gera rannsóknir á svæðinu til að tryggja að þær forsendur sem vinnum eftir standist. Forsendurnar snúast fyrst og fremst að aðgengi að vatni á svæðinu. Það þarf gríðarlega mikið vatn til þess að rækta svo mikið magn af fiski. Þegar fiskeldisstöðin verður komin í fulla framleiðslu verður flæðið inn í hana eins og frá meðalstórri íslenskri á. En þetta verður jarðsjór sem dælt verður upp úr borholum. Þar sem við verðum líka með seiðaeldi verður sömuleiðis þörf fyrir mikið ferskvatnsstreymi inn í stöðina.“
Áætlanir Geo Salmo miða að því að hefja seiðaeldi strax á næsta ári annars staðar og áður en seiðaeldisstöðin í Þorlákshöfn verður risin.
Landeldi á laxi er tiltölulega ný grein innan fiskeldis í heiminum og upp að vissu marki er því um frumkvöðlastarf að ræða hjá Geo Salmo. Kosturinn við landeldi umfram annað eldi er hve vel er hægt að stýra eldinu. Jens segir að það snúi jafnt að stýringu á sjálfu eldinu, vaxtarhraða fisksins, öllum aðstæðum, sýkingarhættu, hitastigi og eiginleikum vatnsins. Með svo mikilli stýringu sé hægt að tryggja hágæða afurðir og það að viðskiptavinir fái þá vöru sem þeir sækjast eftir. Enn fremur sé með landeldinu hægt að tryggja mjög stöðuga afhendingu. Þetta ásamt mjög háum gæðum sem nást fram vegna hinnar miklu stjórnunar á umhverfinu sé mjög eftirsóknarvert fyrir viðskiptavini.
Fullunnin vara í Þorlákshöfn
Landeldisstöð Geo Salmo sem getur framleitt 24.000 tonn á ári mun kosta að lágmarki um 50 milljarða króna sem er umtalsvert meira en hefðbundið sjókvíaeldi með sömu framleiðslugetu myndi kosta. Hér er því um gríðarháa fjárfestingu að ræða sem er í líkingu við það sem nýr Landsspítali mun kosta.
„Með allri þessari stýringu og jákvæðu umhverfisþáttum teljum við okkur geta framleitt mjög samkeppnishæfa vöru. Hún verður dýrari en um leið í hærri gæðum og betri fyrir umhverfið. Varan verður framleidd við mjög stýrðar aðstæður með mjög takmarkaðri sýkingarhættu. Þannig getum við framleitt vöru sem viðskiptavinir ættu að vera tilbúnir að greiða hærra verð fyrir.“
Með þeirri þróun sem hefur orðið í fiskvinnslutækni hjá íslenskum tæknifyrirtækjum er áhugi fyrir því hjá Geo Salmo að vinna sínar afurðir á Íslandi. Inni í áætlun fyrirtækisins er því að reisa sláturhús og vinnslu og selja unnar afurðir inn á erlenda markaði.
„Við sjáum alveg fyrir okkur að afurðir okkar fari í neytendapakkningar í Þorlákshöfn og þaðan með skipi eða flugi á markaði. Með þessu móti drögum við eins mikið af virðiskeðjunni hingað heim og hægt er. Við þurfum að fá hærra verð fyrir okkar vöru ef við gerum þetta með þessum hætti en við teljum að tækifæri sé til þess að selja þá sögu sem við höfum að segja.“
Geo Salmo stefnir að því að ala seiði í endurnýtingarkerfi sem felur í sér minni vatnsnotkun og meiri stýringu á vatnshitanum. Í áframeldinu verða hins vegar gegnumstreymisstöðvar enda enginn skortur á ferskvatni og jarðsjó í Þorlákshöfn. Grundvallarnálgun fyrirtækisins hefur frá upphafi verið hágæða afurðir, lágmörkun umhverfisáhrifa og vistspors.
Metanframleiðsla og grænmetisrækt
„Eitt af því sem við getum lagt til málanna hvað umhverfismálin snertir er að skoða allt sem fellur til í framleiðslunni og hvernig hægt er að nýta það í áframhaldandi vinnslu. Við verðum með endurnýtingarkerfi og til fellur fiskimykja sem við getum síað og notað í áburð eða til metanframleiðslu. Því til viðbótar safnast upp næringarefni í vatni endurnýtingarstöðva og það vill svo til þessi næringarefni eru nákvæmlega þau sömu og verið er að bæta út í vatn í gróðurhúsum, þ.e. fosfór, nitur og kalíum. Við sjáum því fyrir okkur að nota affallsvatnið í seiðaeldi okkar til þess að hefja grænmetisræktun í gróðurhúsi. Við munum leiða það inn í gróðurhúsin og það fer nær ómeðhöndlað í gegnum plönturæturnar. Þetta er þekkt og kallast sameldi. Fyrir hvert tonn af fóðri sem fer í seiðaeldið getum við ræktað eitt tonn af laxaseiðum og sex tonn af grænmeti. Kerfið er einstaklega skilvirkt og kolefnisfótsporið lágt. Eldislax er afar umhverfisvæn matvara og með endurnýtingarmöguleikum leyfa ég mér að fullyrða það að eldislax úr landeldisstöð eins og okkar getur orðið meðal umhverfisvænustu matvara sem til eru.“
Fjölbreyttar afurðir
Fiskinum verður slátrað á staðnum og til fellur slóg. Það verður nýtt til metan- og lýsisframleiðslu. Ekki er útilokað að laxalifur verði eftirsótt matvara. Einnig falla til bein og hausar sem nýta má í framleiðslu á dýrafóðri fyrir landdýr og blóðvökvi í jafnvel enn verðmætari vörur.
„Okkur þætti eftirsóknarvert að þróa matvörur úr því sem fellur til en ég reikna með því að stærstur hluti verði nýttur til orku- og fóðurframleiðslu. Okkar fyrirtæki er byggt upp á þeirri stefnu að lágmarka umhverfisáhrifin og þess vegna leggjum við áherslu á að finna þessar leiðir. Það tækifæri sem landeldi á Íslandi býður upp á, að framleiða hágæðavöru, felur í sér tækifæri á mörkuðum og í neytendahópum sem láta sig umhverfismál varða. Við verðum aldrei með stóra markaðshlutdeild á heimsvísu, jafnvel þótt tíu stöðvar af þessari stærð yrðu byggðar hérna en við getum boðið upp á hágæða vöru með lágu kolefnisspori,“ segir Jens.
Í desember síðastliðnum fór kílóverð á slægðum laxi á markaði í Evrópu yfir 8 evrur, 1.140 ÍSK. Auk Geo Salmo hyggst Landeldi reisa landeldisstöð í næsta nágrenni í Þorlákshöfn, Sjálfbært fiskeldi í Vestmannaeyjum og Samherji í Öxarfirði og verði ítrustu áform um framleiðslugetu þessara fjögurra fyrirtækja að veruleika framleiða þær saman yfir 100 þúsund tonn á ári. Það magn myndi slaga upp í helminginn af öllum útflutningsverðmætum í sjávarútvegi.
Bregðast þarf við miklum umsvifum
Þrjú stór uppbyggingarverkefni eru framundan á sviði landeldis í Þorlákshöfn. Gangi allt eftir eins og að er stefnt verður ársframleiðslan af laxi á staðnum 80-100 þúsund tonn. Útflutningsverðmætin gætu farið í 110 milljörðum króna á ári.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir verkefnin misjafnlega langt á veg komin. Fyrirtækin þrjú sem hyggjast hefja rekstur landeldisstöðva við Þorlákshöfn eru Geo Salmo, Landeldi og Fiskeldi Ölfuss sem er félag í eigu eigenda Fiskeldis Austfjarða sem er að meirihluta í norska fiskeldisfyrirtækisins Måsøval AS.
„Til að tryggja vatnsgæði og koma í veg fyrir hættuna á krosssmiti og eru lóðirnar ekki samliggjandi en þær liggja eftir sömu strandlengjunni. Þarna mun byggjast upp gríðarlega mikil starfsemi og framleiðsla verðmætra afurða. Þessu fylgja mikil umsvif. Á bak við hver 15.000 tonn sem eru framleidd gætu verið 150 starfsmenn. Starfsmannafjöldinn veltur þó á vinnsluaðferðum. Fiskvinnslan er að verða mjög tæknivædd og þess vegna segir starfsmannafjöldinn ekki alla söguna. Þarna mun skapast fjöldi vel launaðra starfa,“ segir Elliði.
Bregðast við fólksfjölgun
Íbúafjöldinn í sveitarfélaginu hefur aukist um 5-8% á ári og segir Elliði ljóst að ráðast þurfi í byggingaframkvæmdir til að bregðast við þeim miklu umsvifum sem framundan eru í sveitarfélaginu.
„Að mörgu leyti er sveitarfélagið orðið úthverfi Reykjavíkur. Hér búa margir sem sækja vinnu í borginni. En þegar störfin verða til hér þá er ekkert því til fyrirstöðu að taka vel á móti þeim sem vilja búa hér og við skipuleggjum ný hverfi. En það er líka hægur leikur að aka hingað til vinnu frá Selfossi eða Reykjavík kjósi menn það.“
Fyrir um það bil mánuði auglýsti sveitarfélagið 38 lóðir til sölu og bárust um 1.100 umsóknir um þær.
„Við erum svo lánsöm hérna að grunnrekstur sveitarfélagsins hefur verið í mjög góðu lagi. Við skilum ársreikningum í góðum plús á hverju ári og höfum talsvert fjármagn til innviðafjárfestinga. Við erum til að mynda að hefja byggingu leikskóla, stækka íþróttamannvirki og svo er stækkun hafnarinnar framundan. Við verjum 4-5 milljörðum í stækkun hafnarinnar á næstu þremur árum. Forsendan fyrir því að fá þessi fyrirtæki til okkar er sú að flutningsleiðin sé traust fyrir afurðirnar. Smyril Line hefur aukið mikið umsvif sín hérna í Þorlákshöfn og er með þrjú skip í áætlun.“
Þrjár landeldisstöðvar munu rísa í Þorlákshöfn á næstu árum. Ein þeirra, Geo Salmo, er í undirbúnings- og hönnunarferli og mun þegar upp verður staðið kosta nálægt 50 milljörðum króna að reisa. Að Geo Salmo stendur hópur íslenskra fjárfesta. Markmiðið er að fyrsta skóflustungan verði tekin í janúar 2023 og fyrsta fiskinum verði slátrað um mitt ár 2025.
„Planið hjá okkur er að byggja 24.000 tonna stöð. Það er samt ekki heilög tala og ef það bjóðast tækifæri til meiri framleiðslu á svæðinu munum við hugsanlega sækjast eftir því seinna meir,” segir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri Geo Salmo, sem ráðgerir að reisa landeldisstöð, seiðaeldisstöð, sláturhús og einnig gróðurhús sem nýtir affallsvatn frá seiðaeldisstöðinni. Landeldi af þessari stærðargráðu er ekki til í heiminum ennþá.
Hröð uppbygging
Jens segir að hugmyndin sé sú að byggja starfsemina upp af miklum krafti og á skömmum tíma. Á þessu ári verður stöðin hönnuð og allra tilskilinna leyfa verður aflað. Stefnt er að því að á árunum 2023 og 2024 verði fyrsti fasi hennar fullbyggður með framleiðslu upp á allt að 12.000 tonn. Geo Salmo er vel fjármagnað til þess að vinna að undirbúningi verkefnisins og að hefja framkvæmdir. Þegar eldisstöðin, sláturhúsið og vinnslan verður komin í fulla starfsemi verða starfsmenn um 150 talsins. Auk þess verður til fjöldi afleiddra starfa á svæðinu. Stærsti eigandi Geo Salmo er, samkvæmt fyrirtækjaskrá, Aðalsteinn Jóhannsson, sem var stór fjárfestir í gagnaverageiranum, Advania og Beringer Finance fjárfestingabankanum.
„Við vinnum núna með sveitarfélaginu að skipulagsmálum og erum að gera rannsóknir á svæðinu til að tryggja að þær forsendur sem vinnum eftir standist. Forsendurnar snúast fyrst og fremst að aðgengi að vatni á svæðinu. Það þarf gríðarlega mikið vatn til þess að rækta svo mikið magn af fiski. Þegar fiskeldisstöðin verður komin í fulla framleiðslu verður flæðið inn í hana eins og frá meðalstórri íslenskri á. En þetta verður jarðsjór sem dælt verður upp úr borholum. Þar sem við verðum líka með seiðaeldi verður sömuleiðis þörf fyrir mikið ferskvatnsstreymi inn í stöðina.“
Áætlanir Geo Salmo miða að því að hefja seiðaeldi strax á næsta ári annars staðar og áður en seiðaeldisstöðin í Þorlákshöfn verður risin.
Landeldi á laxi er tiltölulega ný grein innan fiskeldis í heiminum og upp að vissu marki er því um frumkvöðlastarf að ræða hjá Geo Salmo. Kosturinn við landeldi umfram annað eldi er hve vel er hægt að stýra eldinu. Jens segir að það snúi jafnt að stýringu á sjálfu eldinu, vaxtarhraða fisksins, öllum aðstæðum, sýkingarhættu, hitastigi og eiginleikum vatnsins. Með svo mikilli stýringu sé hægt að tryggja hágæða afurðir og það að viðskiptavinir fái þá vöru sem þeir sækjast eftir. Enn fremur sé með landeldinu hægt að tryggja mjög stöðuga afhendingu. Þetta ásamt mjög háum gæðum sem nást fram vegna hinnar miklu stjórnunar á umhverfinu sé mjög eftirsóknarvert fyrir viðskiptavini.
Fullunnin vara í Þorlákshöfn
Landeldisstöð Geo Salmo sem getur framleitt 24.000 tonn á ári mun kosta að lágmarki um 50 milljarða króna sem er umtalsvert meira en hefðbundið sjókvíaeldi með sömu framleiðslugetu myndi kosta. Hér er því um gríðarháa fjárfestingu að ræða sem er í líkingu við það sem nýr Landsspítali mun kosta.
„Með allri þessari stýringu og jákvæðu umhverfisþáttum teljum við okkur geta framleitt mjög samkeppnishæfa vöru. Hún verður dýrari en um leið í hærri gæðum og betri fyrir umhverfið. Varan verður framleidd við mjög stýrðar aðstæður með mjög takmarkaðri sýkingarhættu. Þannig getum við framleitt vöru sem viðskiptavinir ættu að vera tilbúnir að greiða hærra verð fyrir.“
Með þeirri þróun sem hefur orðið í fiskvinnslutækni hjá íslenskum tæknifyrirtækjum er áhugi fyrir því hjá Geo Salmo að vinna sínar afurðir á Íslandi. Inni í áætlun fyrirtækisins er því að reisa sláturhús og vinnslu og selja unnar afurðir inn á erlenda markaði.
„Við sjáum alveg fyrir okkur að afurðir okkar fari í neytendapakkningar í Þorlákshöfn og þaðan með skipi eða flugi á markaði. Með þessu móti drögum við eins mikið af virðiskeðjunni hingað heim og hægt er. Við þurfum að fá hærra verð fyrir okkar vöru ef við gerum þetta með þessum hætti en við teljum að tækifæri sé til þess að selja þá sögu sem við höfum að segja.“
Geo Salmo stefnir að því að ala seiði í endurnýtingarkerfi sem felur í sér minni vatnsnotkun og meiri stýringu á vatnshitanum. Í áframeldinu verða hins vegar gegnumstreymisstöðvar enda enginn skortur á ferskvatni og jarðsjó í Þorlákshöfn. Grundvallarnálgun fyrirtækisins hefur frá upphafi verið hágæða afurðir, lágmörkun umhverfisáhrifa og vistspors.
Metanframleiðsla og grænmetisrækt
„Eitt af því sem við getum lagt til málanna hvað umhverfismálin snertir er að skoða allt sem fellur til í framleiðslunni og hvernig hægt er að nýta það í áframhaldandi vinnslu. Við verðum með endurnýtingarkerfi og til fellur fiskimykja sem við getum síað og notað í áburð eða til metanframleiðslu. Því til viðbótar safnast upp næringarefni í vatni endurnýtingarstöðva og það vill svo til þessi næringarefni eru nákvæmlega þau sömu og verið er að bæta út í vatn í gróðurhúsum, þ.e. fosfór, nitur og kalíum. Við sjáum því fyrir okkur að nota affallsvatnið í seiðaeldi okkar til þess að hefja grænmetisræktun í gróðurhúsi. Við munum leiða það inn í gróðurhúsin og það fer nær ómeðhöndlað í gegnum plönturæturnar. Þetta er þekkt og kallast sameldi. Fyrir hvert tonn af fóðri sem fer í seiðaeldið getum við ræktað eitt tonn af laxaseiðum og sex tonn af grænmeti. Kerfið er einstaklega skilvirkt og kolefnisfótsporið lágt. Eldislax er afar umhverfisvæn matvara og með endurnýtingarmöguleikum leyfa ég mér að fullyrða það að eldislax úr landeldisstöð eins og okkar getur orðið meðal umhverfisvænustu matvara sem til eru.“
Fjölbreyttar afurðir
Fiskinum verður slátrað á staðnum og til fellur slóg. Það verður nýtt til metan- og lýsisframleiðslu. Ekki er útilokað að laxalifur verði eftirsótt matvara. Einnig falla til bein og hausar sem nýta má í framleiðslu á dýrafóðri fyrir landdýr og blóðvökvi í jafnvel enn verðmætari vörur.
„Okkur þætti eftirsóknarvert að þróa matvörur úr því sem fellur til en ég reikna með því að stærstur hluti verði nýttur til orku- og fóðurframleiðslu. Okkar fyrirtæki er byggt upp á þeirri stefnu að lágmarka umhverfisáhrifin og þess vegna leggjum við áherslu á að finna þessar leiðir. Það tækifæri sem landeldi á Íslandi býður upp á, að framleiða hágæðavöru, felur í sér tækifæri á mörkuðum og í neytendahópum sem láta sig umhverfismál varða. Við verðum aldrei með stóra markaðshlutdeild á heimsvísu, jafnvel þótt tíu stöðvar af þessari stærð yrðu byggðar hérna en við getum boðið upp á hágæða vöru með lágu kolefnisspori,“ segir Jens.
Í desember síðastliðnum fór kílóverð á slægðum laxi á markaði í Evrópu yfir 8 evrur, 1.140 ÍSK. Auk Geo Salmo hyggst Landeldi reisa landeldisstöð í næsta nágrenni í Þorlákshöfn, Sjálfbært fiskeldi í Vestmannaeyjum og Samherji í Öxarfirði og verði ítrustu áform um framleiðslugetu þessara fjögurra fyrirtækja að veruleika framleiða þær saman yfir 100 þúsund tonn á ári. Það magn myndi slaga upp í helminginn af öllum útflutningsverðmætum í sjávarútvegi.
Bregðast þarf við miklum umsvifum
Þrjú stór uppbyggingarverkefni eru framundan á sviði landeldis í Þorlákshöfn. Gangi allt eftir eins og að er stefnt verður ársframleiðslan af laxi á staðnum 80-100 þúsund tonn. Útflutningsverðmætin gætu farið í 110 milljörðum króna á ári.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir verkefnin misjafnlega langt á veg komin. Fyrirtækin þrjú sem hyggjast hefja rekstur landeldisstöðva við Þorlákshöfn eru Geo Salmo, Landeldi og Fiskeldi Ölfuss sem er félag í eigu eigenda Fiskeldis Austfjarða sem er að meirihluta í norska fiskeldisfyrirtækisins Måsøval AS.
„Til að tryggja vatnsgæði og koma í veg fyrir hættuna á krosssmiti og eru lóðirnar ekki samliggjandi en þær liggja eftir sömu strandlengjunni. Þarna mun byggjast upp gríðarlega mikil starfsemi og framleiðsla verðmætra afurða. Þessu fylgja mikil umsvif. Á bak við hver 15.000 tonn sem eru framleidd gætu verið 150 starfsmenn. Starfsmannafjöldinn veltur þó á vinnsluaðferðum. Fiskvinnslan er að verða mjög tæknivædd og þess vegna segir starfsmannafjöldinn ekki alla söguna. Þarna mun skapast fjöldi vel launaðra starfa,“ segir Elliði.
Bregðast við fólksfjölgun
Íbúafjöldinn í sveitarfélaginu hefur aukist um 5-8% á ári og segir Elliði ljóst að ráðast þurfi í byggingaframkvæmdir til að bregðast við þeim miklu umsvifum sem framundan eru í sveitarfélaginu.
„Að mörgu leyti er sveitarfélagið orðið úthverfi Reykjavíkur. Hér búa margir sem sækja vinnu í borginni. En þegar störfin verða til hér þá er ekkert því til fyrirstöðu að taka vel á móti þeim sem vilja búa hér og við skipuleggjum ný hverfi. En það er líka hægur leikur að aka hingað til vinnu frá Selfossi eða Reykjavík kjósi menn það.“
Fyrir um það bil mánuði auglýsti sveitarfélagið 38 lóðir til sölu og bárust um 1.100 umsóknir um þær.
„Við erum svo lánsöm hérna að grunnrekstur sveitarfélagsins hefur verið í mjög góðu lagi. Við skilum ársreikningum í góðum plús á hverju ári og höfum talsvert fjármagn til innviðafjárfestinga. Við erum til að mynda að hefja byggingu leikskóla, stækka íþróttamannvirki og svo er stækkun hafnarinnar framundan. Við verjum 4-5 milljörðum í stækkun hafnarinnar á næstu þremur árum. Forsendan fyrir því að fá þessi fyrirtæki til okkar er sú að flutningsleiðin sé traust fyrir afurðirnar. Smyril Line hefur aukið mikið umsvif sín hérna í Þorlákshöfn og er með þrjú skip í áætlun.“