Nýverið fór fram verðlaunaafhending í London þar sem veitt voru verðlaun fyrir bestu Fish&Chips staðina í Bretlandi. Fiskur og franskar eru stór hluti af breskri menningu og hlýtur þessi verðlaunaafhending mikla athygli þar í landi ár hvert.

3 af tilnefndum stöðum eru viðskiptavinir Þorbjarnar.
3 af tilnefndum stöðum eru viðskiptavinir Þorbjarnar.

Þorbjörn hefur í áraraðir framleitt afurðir fyrir þennan markað og á marga dygga viðskiptavini vítt og breytt um Bretland.

Það var því virkilega ánægjulegt fyrir Þorbjörn að eiga 3 tilnefningar í flokknum „Fish & Chips takeaway of the year".

Að endingu fór það svo að Geoff Whitehead sigraði í flokknum, en hann hefur keypt vörur af af togurum Þorbjarnar í Grindavík, Hrafni Sveinbjarnarsyni og Tómasi Þorvaldssyni í áraraðir.

Síðasta sumar var sett upp nýtt og fullkomið vinnsludekk í Tómasi Þorvaldssyni sem tók mið af því að auka gæði vörunnar.
Síðasta sumar var sett upp nýtt og fullkomið vinnsludekk í Tómasi Þorvaldssyni sem tók mið af því að auka gæði vörunnar.

„Við leggjum mikið upp úr að skila fyrsta flokks afurð til kaupenda og eiga þar sjómenn okkar hrós skilið. Síðasta sumar var sett upp nýtt og fullkomið vinnsludekk í Tómasi Þorvaldssyni sem tók mið af því að auka gæði vörunnar. Þetta er greinilega að skila sér,“ segir í frétt á Facebook-síðu Þorbjarnar.