„Sveitarstjórn Langanesbyggðar lýsir sig jákvæða gagnvart hugmyndum um uppbyggingu rafeldsneytisiðnaðar og landeldis í Finnafirði,“ segir í bókun sveitarstjórnarinnar vegna hugsanlegrar uppbyggingar í Finnafirði.

Bókunin var lögð fram er sveitarstjórnin samþykkti drög að stefnu um uppbyggingu í Finnafirði.

Vindmyllur og landeldi

„Sveitarstjórn Langanesbyggðar lýsir yfir eindregnum vilja til að vinna áfram að framgangi Finnafjarðarverkefnisins sem meðeigandi að Þróunarfélagi Finnafjarðarhafnar ehf. Þar með talið þróun iðnaðar-og þjónustusvæðis í baklandi hafnar og þróun starfsemi þar sem hafnaraðstaða þarf að vera fyrir hendi,“ segir í stefnu Langanesbyggðar sem kemur fram í fundargerð sveitarstjórnarinnar frá 20. júní.

Þá lýsir sveitarstjórnin sig jákvæða gagnvart hugmyndum um uppbyggingu rafeldsneytisiðnaðar og landeldis í Finnafirði. Sömuleiðis gagnvart hugmyndum varðandi tilraunaverkefni sem myndi samanstanda af einni eða tveimur vindmyllum með samanlagt uppsett afl undir 10 MW.

Rafeldsneytisverksmiðja í skynsamlegum fösum

Finnafjörður. Mynd/Langanesbyggð
Finnafjörður. Mynd/Langanesbyggð

„Slík uppbygging mun styrkja orkumál svæðisins. Gangi viðræður við landeigendur eftir mun sveitarstjórn Langanesbyggðar taka jákvætt í frekara samtal varðandi verkefnið,“ segir sveitarstjórn sem ennfremur kveðst jákvæð fyrir áframhaldandi vinnu við þróun vindorkukosta á svæðinu með það fyrir augum að framleiða hluta þeirrar raforku sem til þurfi til að tryggja uppbyggingu á rafeldsneytisverksmiðju í skynsamlegum fösum.

Vindorkulundur á Sóleyjarvöllum

„Miðað við áætlaða orkuþörf fyrstu tveggja fasa er trúlegt að gera þurfi ráð fyrir að tveir vindorkulundir rísi á svæðinu. Einn kostur sem mætti skoða nánar, varðandi staðsetningu, er Sóleyjarvellir (eyðijörð í eigu sveitarfélagsins). Aðrir kostir koma til athugunar, liggi áhugi landeigenda fyrir. Allir nefndir virkjunarkostir eru í 4. áfanga rammaáætlunar,“ segir sveitarstjórnin í bókun sem samþykkt var með sex atkvæðum gegn einu.

Tíu ár frá undirritun samstarfssamnings um stórskipahöfn

Viljayfirlýsinguna frá í maí 2016 undirrituðu Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, Robert Howe framkvæmdarstjóri Bremenports og Hafsteinn Helgason verkfræðingur hjá Eflu. Viðstaddir voru sendiherra Þýskalands á Íslandi Herbert Beck og Martin Günthner, ráðherra. Mynd/Alþingi
Viljayfirlýsinguna frá í maí 2016 undirrituðu Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, Robert Howe framkvæmdarstjóri Bremenports og Hafsteinn Helgason verkfræðingur hjá Eflu. Viðstaddir voru sendiherra Þýskalands á Íslandi Herbert Beck og Martin Günthner, ráðherra. Mynd/Alþingi

Átta ár eru frá því undirrituð var viljayfirlýsing milli íslenskra stjórnvalda, Langanesbyggðar, Vopnafjarðarhrepps, Bremenports GmbH & Co.KG og Verkfræðistofunnar Eflu um áframhaldandi samstarf um uppbyggingu stórskipahafnar í Finnafirði.

„Viljayfirlýsingin er framhald af samstarfssamningi sem  sveitarfélögin, Bremenports GmbH & Co.KG og EFLA  undirrituðu í maí 2014. Viljayfirlýsingin tekur á þáttum sem koma þarf í farveg til þess að verkefnið geti þróast  áfram,“ sagði í frétt á vef Alþingis þann 21. maí 2016.

Meðal annars var sagt frá hugmyndunum um stórskipahöfn í Finnafirði á vef Langanesbyggðar í september 2013. „ Þýska fyrirtækið Bremenport ætlar að stofna félag hér á landi sem mun rannsaka um eitt þúsund hektara lands við Finnafjörð og heilmikið hafsvæði til að meta kosti og galla þess að byggja alþjóðlega stórskipahöfn í Finnafirði,“ sagði í þeirri umfjöllun.

„Sveitarstjórn Langanesbyggðar lýsir sig jákvæða gagnvart hugmyndum um uppbyggingu rafeldsneytisiðnaðar og landeldis í Finnafirði,“ segir í bókun sveitarstjórnarinnar vegna hugsanlegrar uppbyggingar í Finnafirði.

Bókunin var lögð fram er sveitarstjórnin samþykkti drög að stefnu um uppbyggingu í Finnafirði.

Vindmyllur og landeldi

„Sveitarstjórn Langanesbyggðar lýsir yfir eindregnum vilja til að vinna áfram að framgangi Finnafjarðarverkefnisins sem meðeigandi að Þróunarfélagi Finnafjarðarhafnar ehf. Þar með talið þróun iðnaðar-og þjónustusvæðis í baklandi hafnar og þróun starfsemi þar sem hafnaraðstaða þarf að vera fyrir hendi,“ segir í stefnu Langanesbyggðar sem kemur fram í fundargerð sveitarstjórnarinnar frá 20. júní.

Þá lýsir sveitarstjórnin sig jákvæða gagnvart hugmyndum um uppbyggingu rafeldsneytisiðnaðar og landeldis í Finnafirði. Sömuleiðis gagnvart hugmyndum varðandi tilraunaverkefni sem myndi samanstanda af einni eða tveimur vindmyllum með samanlagt uppsett afl undir 10 MW.

Rafeldsneytisverksmiðja í skynsamlegum fösum

Finnafjörður. Mynd/Langanesbyggð
Finnafjörður. Mynd/Langanesbyggð

„Slík uppbygging mun styrkja orkumál svæðisins. Gangi viðræður við landeigendur eftir mun sveitarstjórn Langanesbyggðar taka jákvætt í frekara samtal varðandi verkefnið,“ segir sveitarstjórn sem ennfremur kveðst jákvæð fyrir áframhaldandi vinnu við þróun vindorkukosta á svæðinu með það fyrir augum að framleiða hluta þeirrar raforku sem til þurfi til að tryggja uppbyggingu á rafeldsneytisverksmiðju í skynsamlegum fösum.

Vindorkulundur á Sóleyjarvöllum

„Miðað við áætlaða orkuþörf fyrstu tveggja fasa er trúlegt að gera þurfi ráð fyrir að tveir vindorkulundir rísi á svæðinu. Einn kostur sem mætti skoða nánar, varðandi staðsetningu, er Sóleyjarvellir (eyðijörð í eigu sveitarfélagsins). Aðrir kostir koma til athugunar, liggi áhugi landeigenda fyrir. Allir nefndir virkjunarkostir eru í 4. áfanga rammaáætlunar,“ segir sveitarstjórnin í bókun sem samþykkt var með sex atkvæðum gegn einu.

Tíu ár frá undirritun samstarfssamnings um stórskipahöfn

Viljayfirlýsinguna frá í maí 2016 undirrituðu Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, Robert Howe framkvæmdarstjóri Bremenports og Hafsteinn Helgason verkfræðingur hjá Eflu. Viðstaddir voru sendiherra Þýskalands á Íslandi Herbert Beck og Martin Günthner, ráðherra. Mynd/Alþingi
Viljayfirlýsinguna frá í maí 2016 undirrituðu Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, Robert Howe framkvæmdarstjóri Bremenports og Hafsteinn Helgason verkfræðingur hjá Eflu. Viðstaddir voru sendiherra Þýskalands á Íslandi Herbert Beck og Martin Günthner, ráðherra. Mynd/Alþingi

Átta ár eru frá því undirrituð var viljayfirlýsing milli íslenskra stjórnvalda, Langanesbyggðar, Vopnafjarðarhrepps, Bremenports GmbH & Co.KG og Verkfræðistofunnar Eflu um áframhaldandi samstarf um uppbyggingu stórskipahafnar í Finnafirði.

„Viljayfirlýsingin er framhald af samstarfssamningi sem  sveitarfélögin, Bremenports GmbH & Co.KG og EFLA  undirrituðu í maí 2014. Viljayfirlýsingin tekur á þáttum sem koma þarf í farveg til þess að verkefnið geti þróast  áfram,“ sagði í frétt á vef Alþingis þann 21. maí 2016.

Meðal annars var sagt frá hugmyndunum um stórskipahöfn í Finnafirði á vef Langanesbyggðar í september 2013. „ Þýska fyrirtækið Bremenport ætlar að stofna félag hér á landi sem mun rannsaka um eitt þúsund hektara lands við Finnafjörð og heilmikið hafsvæði til að meta kosti og galla þess að byggja alþjóðlega stórskipahöfn í Finnafirði,“ sagði í þeirri umfjöllun.