Hjá Þorbirni í Grindavík, eins og fleiri sjávarútvegsfyrirtækjum þar í bæ, er mikil óvissa um hvað framtíðin ber í skauti sér. Allri fiskvinnslu hjá Þorbirni var hætt tímabundið í byrjun júní og starfsmenn hófu töku á sínum sumarleyfum. Skipin landa í Hafnarfirði en Gunnar Tómasson framkvæmdastjóri segir að það verði að koma í ljós á næstu dögum og vikum hvernig staðan verður varðandi starfsemina í Grindavík. Útlitið sé þó ekkert sér staklega bjart þessa dagana.

„Við ætluðum að reyna að bíða þetta af okkur og fara svo í gang þegar allt væri orðið rólegt. En það virðist ekki vera að gerast eins og staðan er núna. Það teygist því eitthvað úr þessu. En skipin eru á veiðum og landa núna eins og er í Hafnarfirði og Þorlákshöfn. Um leið og allt verður kyrrt á ný hefja þau að landa aftur í Grindavík,“ segir Gunnar.

Þorbjörn gerir út frysti togarana Tómas Þorvaldsson GK og Hrafn Sveinbjarnarson GK. Þeir landa eingöngu fullkláruðum afurðum til útflutnings. Afli úr ferskfisktogaranum Sturlu GK fer áfram til annarra fyrirtækja sem eru að framleiða fyrir sömu viðskiptavini og Þorbjörn hefur haft. Kosturinn við það er að viðskiptatengslin rofna ekki. Gunnar heldur sjálfur til í Grindavík flesta daga en fyrirtækið er með skrifstofur bæði í Grindavík og í Garðabæ.

Væntanlegt fyrripartinn í september

Senn líður að afhendingu á fyrstu nýsmíði Þorbjarnar, Huldu Björnsdóttur GK 11, en áður hafði verið ráðgert að það yrði afhent í maí 2024. Skipið, sem er ísfisktogari, er 58 metrar á lengd og 13,6 metrar á breidd og er smíðað í Gijón á Spáni. Skipið var sjósett í nóvember á síðasta ári og plön voru uppi um að sigla því inn í Grindavíkurhöfn á sjómannadaginn. Síðan hefur það verið tekið upp og gróður hreinsaður af því en auk þess tók það niðri þar ytra með þeim afleiðingum að lítilsháttar skemmdir urðu á skrokknum sem verið er að laga.

„Núna reiknum við með því að afhending á skipinu geti orðið fyrripartinn í september og það komi sterkt inn í nýtt fiskveiðiár. Við höfum tekið Valdimar GK 195 úr veiðum. Það tekur síðan jafnvel hálft ár að taka barna sjúkdómana úr nýjum skipum en það gengur bara vonandi vel þegar þetta fer allt í gang,“ segir Gunnar.

Hjá Þorbirni í Grindavík, eins og fleiri sjávarútvegsfyrirtækjum þar í bæ, er mikil óvissa um hvað framtíðin ber í skauti sér. Allri fiskvinnslu hjá Þorbirni var hætt tímabundið í byrjun júní og starfsmenn hófu töku á sínum sumarleyfum. Skipin landa í Hafnarfirði en Gunnar Tómasson framkvæmdastjóri segir að það verði að koma í ljós á næstu dögum og vikum hvernig staðan verður varðandi starfsemina í Grindavík. Útlitið sé þó ekkert sér staklega bjart þessa dagana.

„Við ætluðum að reyna að bíða þetta af okkur og fara svo í gang þegar allt væri orðið rólegt. En það virðist ekki vera að gerast eins og staðan er núna. Það teygist því eitthvað úr þessu. En skipin eru á veiðum og landa núna eins og er í Hafnarfirði og Þorlákshöfn. Um leið og allt verður kyrrt á ný hefja þau að landa aftur í Grindavík,“ segir Gunnar.

Þorbjörn gerir út frysti togarana Tómas Þorvaldsson GK og Hrafn Sveinbjarnarson GK. Þeir landa eingöngu fullkláruðum afurðum til útflutnings. Afli úr ferskfisktogaranum Sturlu GK fer áfram til annarra fyrirtækja sem eru að framleiða fyrir sömu viðskiptavini og Þorbjörn hefur haft. Kosturinn við það er að viðskiptatengslin rofna ekki. Gunnar heldur sjálfur til í Grindavík flesta daga en fyrirtækið er með skrifstofur bæði í Grindavík og í Garðabæ.

Væntanlegt fyrripartinn í september

Senn líður að afhendingu á fyrstu nýsmíði Þorbjarnar, Huldu Björnsdóttur GK 11, en áður hafði verið ráðgert að það yrði afhent í maí 2024. Skipið, sem er ísfisktogari, er 58 metrar á lengd og 13,6 metrar á breidd og er smíðað í Gijón á Spáni. Skipið var sjósett í nóvember á síðasta ári og plön voru uppi um að sigla því inn í Grindavíkurhöfn á sjómannadaginn. Síðan hefur það verið tekið upp og gróður hreinsaður af því en auk þess tók það niðri þar ytra með þeim afleiðingum að lítilsháttar skemmdir urðu á skrokknum sem verið er að laga.

„Núna reiknum við með því að afhending á skipinu geti orðið fyrripartinn í september og það komi sterkt inn í nýtt fiskveiðiár. Við höfum tekið Valdimar GK 195 úr veiðum. Það tekur síðan jafnvel hálft ár að taka barna sjúkdómana úr nýjum skipum en það gengur bara vonandi vel þegar þetta fer allt í gang,“ segir Gunnar.