Þess er vænst að Hákon ÞH 250, nýtt uppsjávarskip Gjögurs hf., komi til landsins jafnvel í næsta mánuði. Skrokkur skipsins var smíðaður í Karstensens skipasmíðastöðinni í Gdansk í Póllandi en verið er að leggja síðustu hönd á skipið og fullklára það í skipasmíðastöð fyrirtækisins í Skagen í Danmörku.

Ingi Jóhann Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gjögurs, segir að það sé allt að skýrast hvenær skipið komi til landsins en þó sé ljóst að það verði ekki í þessum mánuði. Það skýrist síðan af ýmsum þáttum hvort það verði í næsta mánuði. „Það er enn eitthvað eftir og liggur ekki alveg ljóst fyrir hvenær þeirri vinnu lýkur,“ segir Ingi Jóhann.

Ingi Jóhann Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gjögurs.
Ingi Jóhann Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gjögurs.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Eldri Hákon EA er kominn á sölu og hafa fyrirspurnir verið gerðar um hann frá áhugasömum aðilum. Skipinu hefur verið vel við haldið og er í góðu standi.

Sá eldri hugsanlega á makríl

Framundan hjá uppsjávarflotanum eru væntanlegar makrílveiðar og eru útgerðir farnar að leggja drög að þeirri vertíð þótt hún hefjist líklega í fyrsta lagi í næsta mánuði. Ingi Jóhann segir að dragist afhending á nýja skipinu sé sá möguleiki fyrir hendi að eldri Hákon byrji á makríl þótt það hafi ekki verið samkvæmt upphaflegum áætlunum.

„Það er auðvitað spennandi tímar framundan að taka á móti nýju skipi og með því verður ákveðin breyting hjá fyrirtækinu,“ segir Ingi Jóhann. Nýr Hákon ÞH verður sambærilegt skip og Vilhelm Þorsteinsson EA og Börkur NK sem einnig voru smíðaðir hjá Karstensens í Danmörku en þó lítið eitt minni. Nýr Hákon ÞH er 75,4 metrar á lengd og 16,5 metrar á breidd. Lestarnar eru búnar kælitönkum sem taka um 2.400 rúmmetra af fiski og sjó. Aðalvélin er frá Wärtstilä og aflið er 5.200 kW. Skrúfan er fjórir metrar í þvermál.

Þess er vænst að Hákon ÞH 250, nýtt uppsjávarskip Gjögurs hf., komi til landsins jafnvel í næsta mánuði. Skrokkur skipsins var smíðaður í Karstensens skipasmíðastöðinni í Gdansk í Póllandi en verið er að leggja síðustu hönd á skipið og fullklára það í skipasmíðastöð fyrirtækisins í Skagen í Danmörku.

Ingi Jóhann Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gjögurs, segir að það sé allt að skýrast hvenær skipið komi til landsins en þó sé ljóst að það verði ekki í þessum mánuði. Það skýrist síðan af ýmsum þáttum hvort það verði í næsta mánuði. „Það er enn eitthvað eftir og liggur ekki alveg ljóst fyrir hvenær þeirri vinnu lýkur,“ segir Ingi Jóhann.

Ingi Jóhann Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gjögurs.
Ingi Jóhann Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gjögurs.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Eldri Hákon EA er kominn á sölu og hafa fyrirspurnir verið gerðar um hann frá áhugasömum aðilum. Skipinu hefur verið vel við haldið og er í góðu standi.

Sá eldri hugsanlega á makríl

Framundan hjá uppsjávarflotanum eru væntanlegar makrílveiðar og eru útgerðir farnar að leggja drög að þeirri vertíð þótt hún hefjist líklega í fyrsta lagi í næsta mánuði. Ingi Jóhann segir að dragist afhending á nýja skipinu sé sá möguleiki fyrir hendi að eldri Hákon byrji á makríl þótt það hafi ekki verið samkvæmt upphaflegum áætlunum.

„Það er auðvitað spennandi tímar framundan að taka á móti nýju skipi og með því verður ákveðin breyting hjá fyrirtækinu,“ segir Ingi Jóhann. Nýr Hákon ÞH verður sambærilegt skip og Vilhelm Þorsteinsson EA og Börkur NK sem einnig voru smíðaðir hjá Karstensens í Danmörku en þó lítið eitt minni. Nýr Hákon ÞH er 75,4 metrar á lengd og 16,5 metrar á breidd. Lestarnar eru búnar kælitönkum sem taka um 2.400 rúmmetra af fiski og sjó. Aðalvélin er frá Wärtstilä og aflið er 5.200 kW. Skrúfan er fjórir metrar í þvermál.