Hoffell SU 80, nýtt uppsjávarskip Loðnuvinnslunnar í Fáskrúðsfirði, er nú við bryggju Þórshöfn í Færeyjum þar sem nótakassinn í skipinu verður stækkaður og nýr og stærri nótaniðurleggjari settur í skipið. Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar, segir að legið hafi ljóst fyrir áður en skipið var keypt að ráðast þyrfti í þetta verk. Nú sé verið að breyta skipinu til þess að gera það enn betra fyrir nótaveiðar og þá ekki síst loðnuveiðar. Verkið mun taka 4-5 vikur.

Nýja Hoffell er 14 ára gamalt skip og því 9 árum yngra en eldra skip með sama nafni og 53% stærra. Lestin er 2.530 rúmmetrar á móti 1.650 rúmmetum í eldra skipi. Það hét áður As­bjørn HG-265 og var í eigu danskr­ar út­gerðar.