Tveir kafarar frá norsku rannsóknastofnuninni Norce hófu á föstudaginn í síðustu viku að kenna fjórum starfsmönnum Hafrannsóknastofnunar að athafna sig í ám.
Að sögn Leós Alexanders Guðmundssonar, líffræðings hjá Hafrannsóknastofnun, fer kennslan fram í ám á Skarðsströnd á Vesturlandi, í ám á Vestfjörðum og allt að Hrútafjarðará. Um sé að ræða menn frá sömu stofnun og lagði hönd á plóg hér á Íslandi í fyrra eftir stórt strok á eldislöxum úr sjókvíum fyrir vestan.
„Þetta snýst aðallega um að greina fiska til tegunda á ánum og telja. Það er kúnst að telja torfur, það er stór hluti af þessu prógrammi og svo er það líka, ef við rekumst á eldislaxa, að þekkja atferli og útlit sem greinir þá frá villtum fiskum. Það er það sem þeir munu fara yfir með okkur,“ segir Leó sem sjálfur er einn starfsmannanna sem fá kennsluna.
Geta beitt hausttalningu með köfun
Að sögn Leós hefur Hafrannsóknastofnun reynt allt frá árinu 2019 að fá fjármagn til að fá Norðmennina hingað til kennslu.
„Svo komu þeir til landsins í fyrra á vegum Fiskistofu út af þessu stóra stroki. Í framhaldi af því fengum við loksins styrk til að fá þá til landsins,“ segir Leó. Dýrmæt kunnátta fáist nú inn í landið.
„Við getum talið og metið stofnstærðir laxfiska í ám með þessari aðferð. Við þurfum til dæmis ekki myndavélateljara í allar ár sem við höfum áhuga á að vita eitthvað um, þá er þetta bara hausttalning. Þetta er gert í 120 ám í Noregi á hverju ári,“ segir Leó.
Málið snýst því alls ekki eingöngu um eldislaxa á villigötum enda segir Leó menn ekki endilega búast við að sjá þá núna.
Betra viðbragð næst
„Þetta er líka lífríkisrannsókn, vöktun á stofnstærðum laxfiska. Norðmenn byrjuðu á þessu með það að markmiði að meta stofnstærð fiska en svo voru þeir að sjá það mikið af eldislöxum í þessum talningum og þá þróaðist þetta yfir í að meta fjölda þeirra í ám og síðan að fjarlægja þá úr ánum,“ segir Leó.
Með þessa þekkingu á okkar valdi mun viðbragðið þó batna komi aftur upp strok úr sjókvíum. „Í fyrra hefði náttúrlega verið gott að hafa þekkingu á þessu innanlands. Þá voru fengnir tveir norskir hópar og ég er ekki að segja að þeir hefðu ekki komið til landsins en mögulega hefði verið hægt að gera meira og fyrr. Það hefði þá verið hægt að vera með öflugri mótvægisaðgerð ef það hefði verið einhver þekking til staðar.“
Tveir kafarar frá norsku rannsóknastofnuninni Norce hófu á föstudaginn í síðustu viku að kenna fjórum starfsmönnum Hafrannsóknastofnunar að athafna sig í ám.
Að sögn Leós Alexanders Guðmundssonar, líffræðings hjá Hafrannsóknastofnun, fer kennslan fram í ám á Skarðsströnd á Vesturlandi, í ám á Vestfjörðum og allt að Hrútafjarðará. Um sé að ræða menn frá sömu stofnun og lagði hönd á plóg hér á Íslandi í fyrra eftir stórt strok á eldislöxum úr sjókvíum fyrir vestan.
„Þetta snýst aðallega um að greina fiska til tegunda á ánum og telja. Það er kúnst að telja torfur, það er stór hluti af þessu prógrammi og svo er það líka, ef við rekumst á eldislaxa, að þekkja atferli og útlit sem greinir þá frá villtum fiskum. Það er það sem þeir munu fara yfir með okkur,“ segir Leó sem sjálfur er einn starfsmannanna sem fá kennsluna.
Geta beitt hausttalningu með köfun
Að sögn Leós hefur Hafrannsóknastofnun reynt allt frá árinu 2019 að fá fjármagn til að fá Norðmennina hingað til kennslu.
„Svo komu þeir til landsins í fyrra á vegum Fiskistofu út af þessu stóra stroki. Í framhaldi af því fengum við loksins styrk til að fá þá til landsins,“ segir Leó. Dýrmæt kunnátta fáist nú inn í landið.
„Við getum talið og metið stofnstærðir laxfiska í ám með þessari aðferð. Við þurfum til dæmis ekki myndavélateljara í allar ár sem við höfum áhuga á að vita eitthvað um, þá er þetta bara hausttalning. Þetta er gert í 120 ám í Noregi á hverju ári,“ segir Leó.
Málið snýst því alls ekki eingöngu um eldislaxa á villigötum enda segir Leó menn ekki endilega búast við að sjá þá núna.
Betra viðbragð næst
„Þetta er líka lífríkisrannsókn, vöktun á stofnstærðum laxfiska. Norðmenn byrjuðu á þessu með það að markmiði að meta stofnstærð fiska en svo voru þeir að sjá það mikið af eldislöxum í þessum talningum og þá þróaðist þetta yfir í að meta fjölda þeirra í ám og síðan að fjarlægja þá úr ánum,“ segir Leó.
Með þessa þekkingu á okkar valdi mun viðbragðið þó batna komi aftur upp strok úr sjókvíum. „Í fyrra hefði náttúrlega verið gott að hafa þekkingu á þessu innanlands. Þá voru fengnir tveir norskir hópar og ég er ekki að segja að þeir hefðu ekki komið til landsins en mögulega hefði verið hægt að gera meira og fyrr. Það hefði þá verið hægt að vera með öflugri mótvægisaðgerð ef það hefði verið einhver þekking til staðar.“