Samfelld vinnsla á síld hefur verið í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað að undanförnu. Þetta kemur fram á vef fyrirtækisins.

Lokið var við að landa 1.250 tonnum af íslenskri sumargotssíld úr Berki NK á sunnudagsmorgun. Var það afli sem fékkst vestur af landinu. Í gær var verið að vinna úr Vilhelm Þorsteinssyni EA sem kom með 1.500 tonn sem einnig fengust fyrir vestan. Þá kom Beitir NK til hafnar í Neskaupstað í fyrradag með 910 tonn af síld sem fékkst austur af landinu. Þess var vænt í gær að byrjað yrði að vinna aflann úr Beiti í dag.

Færeyingarnir utar á sömu slóðum

„Já, þarna var hellingur af síld,“ er haft eftir Sturlu Þórðarsyni, skipstjóra á Beiti, sem var inntur eftir því hvort mikið hafi verið að sjá af síld austur frá.

„Við vorum að veiðum utan við Glettinganestotuna og djúpt í Seyðisfjarðardýpinu og tókum þarna fjögur stutt hol. Það var einungis togað í einn og hálfan tíma í hverju holi. Síldin sem þarna fékkst er blanda af norsk-íslenskri síld og íslenskri sumargotssíld. Íslenska sumargotssíldin er um 30 til 40 prósent af aflanum. Færeyingar hafa verið að veiðum á þessum slóðum en þeir hafa þó verið töluvert utar,“ segir Sturla á svn.is.

Samfelld vinnsla á síld hefur verið í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað að undanförnu. Þetta kemur fram á vef fyrirtækisins.

Lokið var við að landa 1.250 tonnum af íslenskri sumargotssíld úr Berki NK á sunnudagsmorgun. Var það afli sem fékkst vestur af landinu. Í gær var verið að vinna úr Vilhelm Þorsteinssyni EA sem kom með 1.500 tonn sem einnig fengust fyrir vestan. Þá kom Beitir NK til hafnar í Neskaupstað í fyrradag með 910 tonn af síld sem fékkst austur af landinu. Þess var vænt í gær að byrjað yrði að vinna aflann úr Beiti í dag.

Færeyingarnir utar á sömu slóðum

„Já, þarna var hellingur af síld,“ er haft eftir Sturlu Þórðarsyni, skipstjóra á Beiti, sem var inntur eftir því hvort mikið hafi verið að sjá af síld austur frá.

„Við vorum að veiðum utan við Glettinganestotuna og djúpt í Seyðisfjarðardýpinu og tókum þarna fjögur stutt hol. Það var einungis togað í einn og hálfan tíma í hverju holi. Síldin sem þarna fékkst er blanda af norsk-íslenskri síld og íslenskri sumargotssíld. Íslenska sumargotssíldin er um 30 til 40 prósent af aflanum. Færeyingar hafa verið að veiðum á þessum slóðum en þeir hafa þó verið töluvert utar,“ segir Sturla á svn.is.