Mustad Autoline ehf. hefur náð samkomulagi við Neptunus ehf. um yfirtöku á sölu og dreifingu á forfelldum netum á pípum á Íslandi og Noregi.

Í frétt frá Mustad segir að Neptunus hafi verið stofnað 1974 og Björn Halldórsson verið hluti af fyrirtækinu og eigandi síðan 1980.

„Neptunus hefur verið leiðandi í sölu á netum. Markmið Neptunus hefur verið frá upphafi að notkun netanna eigi að vera sem einföldust. Með einkaleyfi og uppfinningu Neptunus á pípunetum, hefur Neptunus skapað sér sérstöðu á markaðnum hér á Íslandi og víðar. Björn hefur í yfir 40 ár haft mikla ástríðu og þrautseigju til að bjóða upp á hágæða og framskúrandi vöru fyrir fiskiðnaðinn. Björn mun starfa áfram með Mustad Autoline ehf sem ráðgjafi og mun Sigurður Óli Þórleifsson (Siggi), sölustjóri Mustad Autoline ehf. á Íslandi taka yfir samskipti við viðskiptavini. Það er okkur heiður að fá Björn um borð til okkar, reynsla hans, þekking og áhugi fyrir bættum veiðum með netum mun nýtast vel.“