Á fyrstu 10 mánuðum ársins er útflutningsverðmæti loðnuafurða komið í tæpa 46 milljarða króna. Það er hátt í tvöföldun frá sama tímabili í fyrra. Loðna hefur þar með skilað næstmestu útflutningsverðmæti á eftir þorski af öllum þeim fisktegundum sem fluttar eru frá Íslandi. Það kemur eflaust fáum á óvart miðað við 521 þúsund tonna loðnuafla sem íslensk uppsjávarskip veiddu á síðustu vertíð. Það kann hins vegar að koma einhverjum á óvart að aukningin sé ekki enn meiri miðað við aflann árið á undan, sem var 71 þúsund tonn.

Um þetta má nánar fræðast á vef Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.