Næstu mánuði mun Alfred Wegener stofnuninn standa fyrir leiðangri til norðurskautsins, upp að 80. breiddargráðu, á hinu sögufræga skipi og ísbrjóti RV Polarstern. Frá þessu segir á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar.

Starfsmaður Hafrannsóknastofnunar, Áki Jarl Láruson stofnerfðafræðingur, verður um borð til að vinna að verkefninu „Áhrif loftslagsbreytinga á sjávarvistkerfum norðurskautsins.

Sýni verða tekin á langtíma vöktunarstöðum. Leiðangursfólk mun freista þess að einangra DNA úr sjávarhryggleysingjum til að skoða tengingar breytilegs umhverfis við arfgengni mismunandi erfðavísa. Með þessu er vonast til að hægt verði að einkenna mögulega lífvísategundir á norðurslóðum.

Hér má lesa um leiðangra Polarstern. Og hér má lesa um þau verkefni sem verða unnin í leiðangrinum.

Næstu mánuði mun Alfred Wegener stofnuninn standa fyrir leiðangri til norðurskautsins, upp að 80. breiddargráðu, á hinu sögufræga skipi og ísbrjóti RV Polarstern. Frá þessu segir á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar.

Starfsmaður Hafrannsóknastofnunar, Áki Jarl Láruson stofnerfðafræðingur, verður um borð til að vinna að verkefninu „Áhrif loftslagsbreytinga á sjávarvistkerfum norðurskautsins.

Sýni verða tekin á langtíma vöktunarstöðum. Leiðangursfólk mun freista þess að einangra DNA úr sjávarhryggleysingjum til að skoða tengingar breytilegs umhverfis við arfgengni mismunandi erfðavísa. Með þessu er vonast til að hægt verði að einkenna mögulega lífvísategundir á norðurslóðum.

Hér má lesa um leiðangra Polarstern. Og hér má lesa um þau verkefni sem verða unnin í leiðangrinum.