Í drögum að heildstæðri stefnu um lagareldi sem matvælaráðherra kynnti í morgun er lagt til að núverandi fyrirkomulag gjaldtöku á sjókvíaeldi verði breytt þannig að það endurspegli heimsmarkasverð og sé hvati til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifunum.
Samkvæmt greiningu sem ráðgjafafyrirtækið Boston Consulting Group vann fyrir matvælaráðuneytið er mögulegt framleiðsluverðmæti lagareldis árið 2032 metið á bilinu 140 til 430 milljarðar króna. Árið 2022 var útflutningsverðmæti tæplega 49 milljarðar (þar sem lax er meginuppistaðan), í samanburði við um 5 milljarða árið 2013. Þetta kemur fram í stefnudrögunum.
Þar segir einnig að núverandi fyrirkomulag gjaldtöku í lagareldi sem byggist einkum á framleiðslugjaldi og umhverfissjóðsgjaldi hafi verið gagnrýnt nokkuð á síðustu árum. Annars vegar hafi sú gagnrýni snúist um fjárhæð gjaldtökunnar oghins vegar um skiptingu á innheimtum gjöldum. Ríkisendurskoðun segi að skýrara þurfi að vera hvaða verkefni Umhverfissjóður sjókvíaeldis ætti að fjármagna. Sveitarfélög gagnrýni fyrirkomulag Fiskeldissjóðs sem sé ekki nægjanlega fyrirsjáanlegt.
„Lagt er til að gerðar verði breytingar á núverandi fyrirkomulagi þar sem rekstrarumhverfi hefur breyst en breytingar á heimsmarkaðsverði hafa jafnframt verið verulegar. Gjöld hafa einnig hækkað í samaburðarlöndum, Færeyjum og Noregi. Þær breytingar eru rökstuddar á þann veg að rekstraraðilar í sjókvíaeldi geti betur tekist á við hækkanir þar sem heimsmarkaðsverð á laxi hafi hækkað verulega,“ segir í skýrslunni.
Útboð á eldissvæðum illa framkvæmanlegt
Segir í skýrslunni að miklar sveiflur séu á heimsmarkaðsverði á laxi og núverandi fyrirkomulag gjaldtöku nái illa að endurspegla þær.
„Þá er ljóst að útboð á eldissvæðum og lífmassa er illa framkvæmanlegt miðað við núverandi löggjöf og ríkir mikil óvissa um verðmyndun og framkvæmd slíkra útboða. Því er ljóst að endurgjald vegna nýtingu hafsvæða mun að litlu leyti nást í gegnum útboð, líkt og lagt var upp með. Lagt er til að gjaldtaka fylgi betur breytingum á heimsmarkaðsverði en verið hefur,“ segir áfram í skýrslunni.
Þrítþætt markmið með gjaldtöku
Lagt er til að áfram verði stuðst við þrepaskipt framleiðslugjald við innheimtu en að þrepum verði fjölgað úr þremur í fjórtán til að gera gjaldið næmara fyrir verðbreytingum. „Gjaldið yrði því hærra þegar heimsmarkaðsverð er hærra, en lægra þegar verð lækkar.“ Lagt sé til að settir verði fjórtán verðflokkar á bilinu undir fjórar evrur og yfir 12 evrur. Gjaldhlutföll verði stigvaxandi.
Er rætt um þríþætt markmið með gjaldtökunni. Í fyrsta lagi að tryggja ríkissjóði endurgjald vegna nýtingar hafsvæða og standa straum af kostnaði vegna stjórnsýslu. Í öðru lagi að styrkja innviðauppbyggingu sveitarfélaga þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað.
Og í þriðja lagi er markmiðið sagt vera að hvetja til framleiðsluaðferða sem stuðla að bættri umgengni við umhverfið og bættri dýravelferð. Í því sambandi er um lægri gjöld ef minnkaðar eru líkur á stroki með lokuðum eða hálflokuðum kvíum, úrgangur frá kvíunum minnkaður – til dæmis með því að hafa seiðin stærri þegar þau eru sett í kvíarnar og líkur á erfðablöndun minnkaðar með því að ala ófrjóan lax eða regnbogasilung í kvíunum.
Framatíðarsýn ráðuneytisins
Í stefnunni er rakið hvernig matvælaráðuneytið sér fyrir sér að þróun gjaldtökunnar verði fram til ársins 2040 og til hvaða aðgerðam eigi að grípa í sjókvíaeldi á næstu fimm árum:
Hver verður staðan 2040?
- Gjaldtaka af sjókvíaeldi er sanngjörn og gagnsæ, byggir á einfaldri aðferðafræði og skilar tekjum til samfélagsins án þess að hamla fjárfestingum í greininni.
- Fjármögnun lögbundinna verkefna á sviði stjórnsýslu, eftirlits og rannsókna er tryggð með öruggum tekjustofni.
- Gjaldtaka af sjókvíaeldi felur í sér hagræna hvata til að hvetja til þróunar og flýta fyrir notkun á framleiðsluleiðum sem stuðla að bættri umgengi umhverfis og aukinnar dýravelferðar.
- Fjármunir renna til sjókvíaeldisbyggða í samræmi við umfang greinarinnar í viðkomandi sjókvíaeldisbyggð. Sjókvíaeldisbyggðir geta gert áætlanir um framtíðartekjur af sjókvíaeldi.
Listi yfir aðgerðir til 2028
- Framleiðslugjaldi verður breytt á þann veg að það taki mið af afurðaverði á hverjum tíma og hafi aukna næmni gagnvart verðbreytingum, jafnt hækkunum sem lækkunum.
- Innleiddir verða hagrænir hvatar sem ýta undir framleiðsluaðferðir sem stuðla að bættri umgengni umhverfis og aukinnar dýravelferðar. Hvatarnir verða notaðir við álagningu gjalda á einstaka rekstraraðila miðað við frammistöðu þeirra.
- Umhverfissjóði sjókvíaeldis verður breytt með þeim hætti að 80% úthlutunarfjár skuli renna til tiltekinna lögbundinna verkefna Hafrannsóknastofnunar er snúa að sjókvíaeldi. Þau 20% sem eftir standa renna inn í sjóðinn til samkeppnisverkefna en ekki til lögbundinna verkefna Hafrannsóknastofnunar.
- Tekjur sjókvíaeldisbyggða verða tryggðar með skýrari og fyrirsjáanlegri hætti en gert er í dag. Ekki verður gert ráð fyrir að sjókvíaeldisbyggðir þurfi að sækja um í samkeppnissjóð heldur verður þeim tryggt fjármagn þar sem þeim hluta fiskeldis[1]gjalds sem á að renna til sveitarfélaga verður skipt milli Austfjarða og Vestfjarða m.v. framleiðslumagn og síðan milli einstakra sveitarfélga í þessum landshlutum m.v. fjölda íbúa hvers sveitarfélags sem vinna með beinum hætti við fiskeldi.
- Í sýsla framleiðslugjalds verður færð frá Fiskistofu til Matvælastofnunar.
Í drögum að heildstæðri stefnu um lagareldi sem matvælaráðherra kynnti í morgun er lagt til að núverandi fyrirkomulag gjaldtöku á sjókvíaeldi verði breytt þannig að það endurspegli heimsmarkasverð og sé hvati til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifunum.
Samkvæmt greiningu sem ráðgjafafyrirtækið Boston Consulting Group vann fyrir matvælaráðuneytið er mögulegt framleiðsluverðmæti lagareldis árið 2032 metið á bilinu 140 til 430 milljarðar króna. Árið 2022 var útflutningsverðmæti tæplega 49 milljarðar (þar sem lax er meginuppistaðan), í samanburði við um 5 milljarða árið 2013. Þetta kemur fram í stefnudrögunum.
Þar segir einnig að núverandi fyrirkomulag gjaldtöku í lagareldi sem byggist einkum á framleiðslugjaldi og umhverfissjóðsgjaldi hafi verið gagnrýnt nokkuð á síðustu árum. Annars vegar hafi sú gagnrýni snúist um fjárhæð gjaldtökunnar oghins vegar um skiptingu á innheimtum gjöldum. Ríkisendurskoðun segi að skýrara þurfi að vera hvaða verkefni Umhverfissjóður sjókvíaeldis ætti að fjármagna. Sveitarfélög gagnrýni fyrirkomulag Fiskeldissjóðs sem sé ekki nægjanlega fyrirsjáanlegt.
„Lagt er til að gerðar verði breytingar á núverandi fyrirkomulagi þar sem rekstrarumhverfi hefur breyst en breytingar á heimsmarkaðsverði hafa jafnframt verið verulegar. Gjöld hafa einnig hækkað í samaburðarlöndum, Færeyjum og Noregi. Þær breytingar eru rökstuddar á þann veg að rekstraraðilar í sjókvíaeldi geti betur tekist á við hækkanir þar sem heimsmarkaðsverð á laxi hafi hækkað verulega,“ segir í skýrslunni.
Útboð á eldissvæðum illa framkvæmanlegt
Segir í skýrslunni að miklar sveiflur séu á heimsmarkaðsverði á laxi og núverandi fyrirkomulag gjaldtöku nái illa að endurspegla þær.
„Þá er ljóst að útboð á eldissvæðum og lífmassa er illa framkvæmanlegt miðað við núverandi löggjöf og ríkir mikil óvissa um verðmyndun og framkvæmd slíkra útboða. Því er ljóst að endurgjald vegna nýtingu hafsvæða mun að litlu leyti nást í gegnum útboð, líkt og lagt var upp með. Lagt er til að gjaldtaka fylgi betur breytingum á heimsmarkaðsverði en verið hefur,“ segir áfram í skýrslunni.
Þrítþætt markmið með gjaldtöku
Lagt er til að áfram verði stuðst við þrepaskipt framleiðslugjald við innheimtu en að þrepum verði fjölgað úr þremur í fjórtán til að gera gjaldið næmara fyrir verðbreytingum. „Gjaldið yrði því hærra þegar heimsmarkaðsverð er hærra, en lægra þegar verð lækkar.“ Lagt sé til að settir verði fjórtán verðflokkar á bilinu undir fjórar evrur og yfir 12 evrur. Gjaldhlutföll verði stigvaxandi.
Er rætt um þríþætt markmið með gjaldtökunni. Í fyrsta lagi að tryggja ríkissjóði endurgjald vegna nýtingar hafsvæða og standa straum af kostnaði vegna stjórnsýslu. Í öðru lagi að styrkja innviðauppbyggingu sveitarfélaga þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað.
Og í þriðja lagi er markmiðið sagt vera að hvetja til framleiðsluaðferða sem stuðla að bættri umgengni við umhverfið og bættri dýravelferð. Í því sambandi er um lægri gjöld ef minnkaðar eru líkur á stroki með lokuðum eða hálflokuðum kvíum, úrgangur frá kvíunum minnkaður – til dæmis með því að hafa seiðin stærri þegar þau eru sett í kvíarnar og líkur á erfðablöndun minnkaðar með því að ala ófrjóan lax eða regnbogasilung í kvíunum.
Framatíðarsýn ráðuneytisins
Í stefnunni er rakið hvernig matvælaráðuneytið sér fyrir sér að þróun gjaldtökunnar verði fram til ársins 2040 og til hvaða aðgerðam eigi að grípa í sjókvíaeldi á næstu fimm árum:
Hver verður staðan 2040?
- Gjaldtaka af sjókvíaeldi er sanngjörn og gagnsæ, byggir á einfaldri aðferðafræði og skilar tekjum til samfélagsins án þess að hamla fjárfestingum í greininni.
- Fjármögnun lögbundinna verkefna á sviði stjórnsýslu, eftirlits og rannsókna er tryggð með öruggum tekjustofni.
- Gjaldtaka af sjókvíaeldi felur í sér hagræna hvata til að hvetja til þróunar og flýta fyrir notkun á framleiðsluleiðum sem stuðla að bættri umgengi umhverfis og aukinnar dýravelferðar.
- Fjármunir renna til sjókvíaeldisbyggða í samræmi við umfang greinarinnar í viðkomandi sjókvíaeldisbyggð. Sjókvíaeldisbyggðir geta gert áætlanir um framtíðartekjur af sjókvíaeldi.
Listi yfir aðgerðir til 2028
- Framleiðslugjaldi verður breytt á þann veg að það taki mið af afurðaverði á hverjum tíma og hafi aukna næmni gagnvart verðbreytingum, jafnt hækkunum sem lækkunum.
- Innleiddir verða hagrænir hvatar sem ýta undir framleiðsluaðferðir sem stuðla að bættri umgengni umhverfis og aukinnar dýravelferðar. Hvatarnir verða notaðir við álagningu gjalda á einstaka rekstraraðila miðað við frammistöðu þeirra.
- Umhverfissjóði sjókvíaeldis verður breytt með þeim hætti að 80% úthlutunarfjár skuli renna til tiltekinna lögbundinna verkefna Hafrannsóknastofnunar er snúa að sjókvíaeldi. Þau 20% sem eftir standa renna inn í sjóðinn til samkeppnisverkefna en ekki til lögbundinna verkefna Hafrannsóknastofnunar.
- Tekjur sjókvíaeldisbyggða verða tryggðar með skýrari og fyrirsjáanlegri hætti en gert er í dag. Ekki verður gert ráð fyrir að sjókvíaeldisbyggðir þurfi að sækja um í samkeppnissjóð heldur verður þeim tryggt fjármagn þar sem þeim hluta fiskeldis[1]gjalds sem á að renna til sveitarfélaga verður skipt milli Austfjarða og Vestfjarða m.v. framleiðslumagn og síðan milli einstakra sveitarfélga í þessum landshlutum m.v. fjölda íbúa hvers sveitarfélags sem vinna með beinum hætti við fiskeldi.
- Í sýsla framleiðslugjalds verður færð frá Fiskistofu til Matvælastofnunar.