Ísfélag Vestmannaeyja hefur skrifað undir samning við Marel um kaup á FlexiCut vatnskurðarvél og öðrum búnaði sem settur verður upp í fiskvinnslu fyrirtækisins í Vestmannaeyjum.

Skrifað var undir samninginn á sjávarútvegsýningunni í Brussel í dag.

FlexiCut vatnskurðarvélinni fylgir FleXitrim forsnyrtilína og FlexiSort afurðardreifing. Vinnslubúnaðurinn býr yfir mikilli sjálfvirkni og eykur afkastagetu í vinnslu og gæði vörunnar.

„Við erum fullir eftirvæntingar yfir þeim ávinningi sem felst í þessari lausn,“ segir Björn Brimar Hákonarson, framleiðslustjóri hjá Ísfélaginu.