Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) leggur til verulega minnkun í veiðum á norsk-íslenskri síld, makríl og kolmunna fyrir árið 2024. Samkvæmt ráðgjöfinni skal afli ársins 2024 í norsk-íslenskri vorgotssíld ekki vera meiri en 390 þúsund tonn, en ráðgjöf yfirstandandi árs var 511 þúsund tonn sem er tæp 24% lækkun á tillögum ráðsins um afla milli ára.

Ástæður þessarar lækkunar er bæði léleg nýliðun og stærð stofnsins mun fara undir aðgerðamörk nýtingarstefnunnar sem þýðir ráðgjöf með lægri veiðidánartölu. Gert er ráð fyrir að árgangurinn frá árinu 2016 verði uppistaðan í veiði næsta árs en árgangar þar á eftir eru metnir slakir.

„Áætlað er að heildarafli ársins 2023 verði um 693 þúsund tonn sem er 35% umfram ráðgjöf. Ekki er í gildi samkomulag milli þeirra þjóða sem stunda veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum um skiptingu aflahlutdeildar og hver þjóð hefur því sett sér aflamark einhliða. Það hefur haft þær afleiðingar að frá árinu 2013 hafa veiðar umfram ráðgjöf ICES numið 4-42 % á ári,“ segir í frétt frá Hafró. Samantekt á ráðgjöfinni má finna hér.

47% umframveiðar í makríl miðað við ráðgjöf

ICES leggur til að makrílafli ársins 2024 verði ekki meiri en 739 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs var 782 þúsund tonn og því er um að ræða rúmlega 5% lægri ráðgjöf nú.

Áætlað er að heildarafli ársins 2023 verði ríflega 1,1 milljón tonn sem er 47% umfram ráðgjöf. Ekki er í gildi samkomulag milli þeirra þjóða sem stunda veiðar úr makrílstofninum um skiptingu aflahlutdeildar.

Hefur hver þjóð sett sér einhliða aflamark sem hefur haft þær afleiðingar að veiðar hafa verið umfram ráðgjöf ICES. Frá árinu 2010 hafa veiðar umfram ráðgjöf ICES numið 9-86 % á ári og að meðaltali 40%. Samantekt á ráðgjöfinni má finna hér.

Stærstu árangarnir í kolmunna

Kolmunni ICES leggur til, í samræmi við langtímanýtingarstefnu, að afli ársins 2024 verði ekki meiri en tæp 1,53 milljón tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs var 1,359 milljón tonn og er því um að ræða 13% hækkun á ráðgjöf frá í fyrra.

Ástæðan fyrir hækkun á aflamarki er vaxandi hrygningarstofn. Árgangarnir frá 2020 og 2021 eru metnir meðal þeirra stærstu sem mælst hafa við tveggja ára aldur. Þeir árgangar ganga að fullu inn í hrygningarstofninn árið 2024 og framreikningar sýna stækkandi hrygningarstofn næstu tvö árin sé ráðgjöf fylgt.

Áætlað er að heildarafli ársins 2023 verði tæplega 1,7 milljón tonn sem er 23% umfram ráðgjöf. Ekki er í gildi samkomulag milli þeirra þjóða sem stunda veiðar úr kolmunnastofninum um skiptingu aflahlutdeildar og hver þjóð sett sér einhliða aflamark. Það hefur haft þær afleiðingar að veitt er umfram ráðgjöf ICES og síðan 2018 hafa þær numið 23-38 % á ári og að meðaltali 28%.

Samantekt á ráðgjöfinni á íslensku má finna hér.

Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) leggur til verulega minnkun í veiðum á norsk-íslenskri síld, makríl og kolmunna fyrir árið 2024. Samkvæmt ráðgjöfinni skal afli ársins 2024 í norsk-íslenskri vorgotssíld ekki vera meiri en 390 þúsund tonn, en ráðgjöf yfirstandandi árs var 511 þúsund tonn sem er tæp 24% lækkun á tillögum ráðsins um afla milli ára.

Ástæður þessarar lækkunar er bæði léleg nýliðun og stærð stofnsins mun fara undir aðgerðamörk nýtingarstefnunnar sem þýðir ráðgjöf með lægri veiðidánartölu. Gert er ráð fyrir að árgangurinn frá árinu 2016 verði uppistaðan í veiði næsta árs en árgangar þar á eftir eru metnir slakir.

„Áætlað er að heildarafli ársins 2023 verði um 693 þúsund tonn sem er 35% umfram ráðgjöf. Ekki er í gildi samkomulag milli þeirra þjóða sem stunda veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum um skiptingu aflahlutdeildar og hver þjóð hefur því sett sér aflamark einhliða. Það hefur haft þær afleiðingar að frá árinu 2013 hafa veiðar umfram ráðgjöf ICES numið 4-42 % á ári,“ segir í frétt frá Hafró. Samantekt á ráðgjöfinni má finna hér.

47% umframveiðar í makríl miðað við ráðgjöf

ICES leggur til að makrílafli ársins 2024 verði ekki meiri en 739 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs var 782 þúsund tonn og því er um að ræða rúmlega 5% lægri ráðgjöf nú.

Áætlað er að heildarafli ársins 2023 verði ríflega 1,1 milljón tonn sem er 47% umfram ráðgjöf. Ekki er í gildi samkomulag milli þeirra þjóða sem stunda veiðar úr makrílstofninum um skiptingu aflahlutdeildar.

Hefur hver þjóð sett sér einhliða aflamark sem hefur haft þær afleiðingar að veiðar hafa verið umfram ráðgjöf ICES. Frá árinu 2010 hafa veiðar umfram ráðgjöf ICES numið 9-86 % á ári og að meðaltali 40%. Samantekt á ráðgjöfinni má finna hér.

Stærstu árangarnir í kolmunna

Kolmunni ICES leggur til, í samræmi við langtímanýtingarstefnu, að afli ársins 2024 verði ekki meiri en tæp 1,53 milljón tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs var 1,359 milljón tonn og er því um að ræða 13% hækkun á ráðgjöf frá í fyrra.

Ástæðan fyrir hækkun á aflamarki er vaxandi hrygningarstofn. Árgangarnir frá 2020 og 2021 eru metnir meðal þeirra stærstu sem mælst hafa við tveggja ára aldur. Þeir árgangar ganga að fullu inn í hrygningarstofninn árið 2024 og framreikningar sýna stækkandi hrygningarstofn næstu tvö árin sé ráðgjöf fylgt.

Áætlað er að heildarafli ársins 2023 verði tæplega 1,7 milljón tonn sem er 23% umfram ráðgjöf. Ekki er í gildi samkomulag milli þeirra þjóða sem stunda veiðar úr kolmunnastofninum um skiptingu aflahlutdeildar og hver þjóð sett sér einhliða aflamark. Það hefur haft þær afleiðingar að veitt er umfram ráðgjöf ICES og síðan 2018 hafa þær numið 23-38 % á ári og að meðaltali 28%.

Samantekt á ráðgjöfinni á íslensku má finna hér.