Stefnt er að því að afhending á nýjum ísfisktogara Þorbjörn hf. í Grindavík, Huldu Björnsdóttur GK, fari formlega fram í Gijón á Spáni um miðja næstu viku. Í framhaldinu verður skipinu siglt áleiðis til Íslands og búist er við að það sigli inn til Grindavíkur um þarnæstu helgi, gangi allt samkvæmt áætlun.
Þórhallur Gunnlaugssonar vélstjóri hefur haft eftirlit með smíði skipsins hjá Astilleros Armón skipasmíðastöðinni í Gijón en skipið er hannað af Skipasýn. Þórhallur segir að verið sé að ganga frá síðustu atriðum og veiðarfæraprófanir fóru fram í síðustu viku.
„Skipið verður mjög líklega afhent eftir viku og það tekur líklega fjóra til fimm daga að sigla því heim,“ segir Þórhallur. Líklega verða sex í áhöfn þegar skipinu verður siglt heim. Enn er ekki ljóst hvert hlutverk Huldu Björnsdóttur GK verður í næstu framtíð því eins og Fiskifréttir hafa sagt frá er nú unnið að undirbúningi þess að skipta Þorbirni hf. upp í þrjú félög.
Þórhallur hefur haft eftirlit með smíði skipsins frá áramótunum 2022/2023. Hann kveðst hafa verið með meira en hálfan fótinn á Spáni allan þennan tíma og nær væri að tala um einn og hálfan fót.
Upphaflega stóð til að skipið yrði afhent í febrúar á þessu ári en fljótt varð ljóst að það yrði aldrei fyrr en í maí. Síðan hefur verkið dregist mjög. Þórhallur segir erfiðlega hafa gengið með verkið í sumar vegna skorts á starfsfólki. Astilleros Armón rekur sjö skipasmíðastöðvar og er verkefnastaðan hjá þeim afar þétt. Skipasmíðastöðin er með á fimmta tug samninga um smíði á skipum og hefur ekki náð að manna öll verk. Hún er einnig með Þórunni Þórðardóttur HF, rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, í smíðum og áætlað er að um tveir og hálfur mánuðir sé enn eftir af smíðatímanum.
Stefnt er að því að afhending á nýjum ísfisktogara Þorbjörn hf. í Grindavík, Huldu Björnsdóttur GK, fari formlega fram í Gijón á Spáni um miðja næstu viku. Í framhaldinu verður skipinu siglt áleiðis til Íslands og búist er við að það sigli inn til Grindavíkur um þarnæstu helgi, gangi allt samkvæmt áætlun.
Þórhallur Gunnlaugssonar vélstjóri hefur haft eftirlit með smíði skipsins hjá Astilleros Armón skipasmíðastöðinni í Gijón en skipið er hannað af Skipasýn. Þórhallur segir að verið sé að ganga frá síðustu atriðum og veiðarfæraprófanir fóru fram í síðustu viku.
„Skipið verður mjög líklega afhent eftir viku og það tekur líklega fjóra til fimm daga að sigla því heim,“ segir Þórhallur. Líklega verða sex í áhöfn þegar skipinu verður siglt heim. Enn er ekki ljóst hvert hlutverk Huldu Björnsdóttur GK verður í næstu framtíð því eins og Fiskifréttir hafa sagt frá er nú unnið að undirbúningi þess að skipta Þorbirni hf. upp í þrjú félög.
Þórhallur hefur haft eftirlit með smíði skipsins frá áramótunum 2022/2023. Hann kveðst hafa verið með meira en hálfan fótinn á Spáni allan þennan tíma og nær væri að tala um einn og hálfan fót.
Upphaflega stóð til að skipið yrði afhent í febrúar á þessu ári en fljótt varð ljóst að það yrði aldrei fyrr en í maí. Síðan hefur verkið dregist mjög. Þórhallur segir erfiðlega hafa gengið með verkið í sumar vegna skorts á starfsfólki. Astilleros Armón rekur sjö skipasmíðastöðvar og er verkefnastaðan hjá þeim afar þétt. Skipasmíðastöðin er með á fimmta tug samninga um smíði á skipum og hefur ekki náð að manna öll verk. Hún er einnig með Þórunni Þórðardóttur HF, rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, í smíðum og áætlað er að um tveir og hálfur mánuðir sé enn eftir af smíðatímanum.