Þrír flöskunefshöfrungar sem fyrst sáust fyrir þremur vikum í Kaldbaksfirði nærri Þórshöfn í Færeyjum eru enn að valda vandræðum í bílaumferð þar um slóðir.
Margir bílstjórar stöðva skyndilega er farþegarnir koma auga á smáhvelin og skapar þetta hættu í umferðinni hefur færeyska sjónvarpið eftir lögreglunni.
Það mun ekki vera ólöglegt að stöða bíla á Kaldbaksvegi en lögreglan biðlar til ökumanna um að taka tillit til annarra vegfarenda. Hámarkshraði á veginum sé 80 kílómetrar á klukkustund og því sé það ekki ábyrg hegðun að staðnæmast nánast upp úr þurru.