Hluti loðnuflotans er nú úti fyrir Faxaflóa í loðnu sem virðist farin að nálgast hrygningu. Þar eru m.a. Hoffell SU, Gullberg VE, Sigurður VE, Bjarni Ólafsson AK og Börkur NK. Það sem af er loðnuvertíðar hafði verið landað tæpum 115 þúsund tonnum í byrjun mánaðarins af 312.934 tonna kvóta.

Vefurinn lodnufrettir.is heldur samviskusamlega utan um tölurnar sem vefurinn vinnur upp úr tölum Fiskistofu. Þar kemur meðal annars fram að landað var vel yfir 10 þúsund tonnum fyrsta dag þessa mánaðar í fimm löndunum. Þar sést einnig að Vilhelm Þorsteinsson er aflahæstu að meðaltali með 2.100 tonn að meðaltali í fjórunum löndunum.