Tvær konur komu sér fyrir í möstrum hvalveiðiskipanna Hvals 8 og Hvals 9 í Reykjavíkurhöfn í nótt eða morgun og koma í veg fyrir að skipin haldi til veiða eins og til stóð. Frá þessu segir meðal annars í frétt Ríkisútvarpsins.

Sérsveit ríkislögreglustjóra er mætt á staðinn.

„Önnur aðgerðarsinnanna heitir Anahita Babaei og er kvikmyndagerðarkona sem stödd er hér á landi við gerð heimildarmyndar um hvalveiðar. Hún hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist hafa klifrað upp í mastur Hvals 8 til að reyna að koma í veg fyrir dráp á dýrum í útrýmingarhættu, langreyðum.

Hún harmar í yfirlýsingunni ákvörðun ráðherra um að leyfa hvalveiðar aftur og segir veiðarnar brjóta í bága við íslensk lög um velferð dýra,“ segir ífrétt RÚV.

Tvær konur komu sér fyrir í möstrum hvalveiðiskipanna Hvals 8 og Hvals 9 í Reykjavíkurhöfn í nótt eða morgun og koma í veg fyrir að skipin haldi til veiða eins og til stóð. Frá þessu segir meðal annars í frétt Ríkisútvarpsins.

Sérsveit ríkislögreglustjóra er mætt á staðinn.

„Önnur aðgerðarsinnanna heitir Anahita Babaei og er kvikmyndagerðarkona sem stödd er hér á landi við gerð heimildarmyndar um hvalveiðar. Hún hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist hafa klifrað upp í mastur Hvals 8 til að reyna að koma í veg fyrir dráp á dýrum í útrýmingarhættu, langreyðum.

Hún harmar í yfirlýsingunni ákvörðun ráðherra um að leyfa hvalveiðar aftur og segir veiðarnar brjóta í bága við íslensk lög um velferð dýra,“ segir ífrétt RÚV.