Hafin er rannsókn í Seyðisfirði við Ísafjarðardjúp sem hefur það að meginmarkmiði að meta afrán á þorskseiðum á öðru ári. Rannsóknin gæti varpað ljósi á margt sem ekki hefur verið útskýrt vísindalega í lífsferli þorskseiða hér við land.
Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, forstöðukona Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Vestfjörðum, segir rannsóknir með merkingum á þorskseiðum í Seyðisfirði hafa hafist árið 2020. Þá voru þorsk- og reyndar einnig ufsaseiði merkt með svokölluðum afránsmerkjum sem gefa til kynna þegar seiði eru étin.
Meta afföll á öðru og þriðja ári
„Út úr rannsókninni kom í ljós töluvert hátt afrán á þorski en ufsinn er svo hreyfanlegur milli fjarða og var ekki nægilega lengi inni í kerfinu hjá okkur til að marktækar niðurstöður fengjust hvað þá tegund varðar. Núna erum við að fara af stað með rannsókn gagngert til þess að meta afföll á öðru og þriðja ári. Við merkjum fisk með afránsmerkjum og sjáum þegar hann er étinn og lendir í magasýrum afræningja. En um leið miðar rannsóknin að því að endurmeta öll okkar fyrri gögn sem ná yfir 200 þorskseiði sem eru ársgömul og tveggja ára. Út frá þeim mælingum getum við séð til dæmis afrán sjávarspendýra. Við höfum áhuga á því að endurgreina allt þetta gagnasafn og bæta við það til þess að fá betri yfirsýn yfir þessa þætti,“ segir Guðbjörg Ásta.
Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Fia Finn og er unnin í samstarfi við Guðbjörgu og Ingibjörgu Jónsdóttur hjá Hafrannsóknastofnun.
98% afföll þorsks á fyrsta ári
Guðbjörg segir að það vanti talsvert mikið upp á þekkingu á þorski og öðrum tegundum líka sem koma ekki inn í stofnmatsmælingar Hafrannsóknastofnunar af krafti fyrr en við þriggja ára aldur. Lítið er því vitað hvað gerist á fyrstu æviár um þessara tegunda.
„Það er vel þekkt að afföll á þessum tegundum eru gífurleg. Afföllin í þorski á fyrsta ári eru jafnvel talin vera 98%. Mér finnst líklegt að afföllin séu svipuð hjá skyldum tegundum sem hafa svipaða lífssögu. Stór hluti þessara 98% affalla verður strax á hrogna- og lirfustigi. Miðað við þá þekkingu sem er núna á Íslandi þá er margt sem bendir til þess að frá hrygningu að nýliðun, þ.e. þegar þorskur hefur náð 3-4 ára aldri, sé ákveðinn flöskuháls. Það sem styður þau almennu viðhorf er að hrygningarstofninn er stór en nýliðunin samt ekki sambærileg við það sem áður var,“ segir Guðbjörg.
Hún segir að ýmislegt geti skýrt þetta, eins og afrán og sjálfrán sem eru þéttleikaháð áhrif sem verða á uppeldisstöðvum. Auk þess geta ýmsir umhverfis þættir haft áhrif á nýliðun.
Sjálfrán þorsks innan og á milli árganga er þekkt. Þorskseiði og eins og tveggja ára þorskur halda sig að miklu leyti á sömu slóðum sem stuðlar að sjálfráni. „Núll hópurinn“, þ.e.a.s. seiði, reynir að halda sig á mjög grunnum sjó til að forðast stærri fiska en mat vísindamanna er að sjálfsrán þorsks sé umtalsvert.
Hafin er rannsókn í Seyðisfirði við Ísafjarðardjúp sem hefur það að meginmarkmiði að meta afrán á þorskseiðum á öðru ári. Rannsóknin gæti varpað ljósi á margt sem ekki hefur verið útskýrt vísindalega í lífsferli þorskseiða hér við land.
Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, forstöðukona Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Vestfjörðum, segir rannsóknir með merkingum á þorskseiðum í Seyðisfirði hafa hafist árið 2020. Þá voru þorsk- og reyndar einnig ufsaseiði merkt með svokölluðum afránsmerkjum sem gefa til kynna þegar seiði eru étin.
Meta afföll á öðru og þriðja ári
„Út úr rannsókninni kom í ljós töluvert hátt afrán á þorski en ufsinn er svo hreyfanlegur milli fjarða og var ekki nægilega lengi inni í kerfinu hjá okkur til að marktækar niðurstöður fengjust hvað þá tegund varðar. Núna erum við að fara af stað með rannsókn gagngert til þess að meta afföll á öðru og þriðja ári. Við merkjum fisk með afránsmerkjum og sjáum þegar hann er étinn og lendir í magasýrum afræningja. En um leið miðar rannsóknin að því að endurmeta öll okkar fyrri gögn sem ná yfir 200 þorskseiði sem eru ársgömul og tveggja ára. Út frá þeim mælingum getum við séð til dæmis afrán sjávarspendýra. Við höfum áhuga á því að endurgreina allt þetta gagnasafn og bæta við það til þess að fá betri yfirsýn yfir þessa þætti,“ segir Guðbjörg Ásta.
Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Fia Finn og er unnin í samstarfi við Guðbjörgu og Ingibjörgu Jónsdóttur hjá Hafrannsóknastofnun.
98% afföll þorsks á fyrsta ári
Guðbjörg segir að það vanti talsvert mikið upp á þekkingu á þorski og öðrum tegundum líka sem koma ekki inn í stofnmatsmælingar Hafrannsóknastofnunar af krafti fyrr en við þriggja ára aldur. Lítið er því vitað hvað gerist á fyrstu æviár um þessara tegunda.
„Það er vel þekkt að afföll á þessum tegundum eru gífurleg. Afföllin í þorski á fyrsta ári eru jafnvel talin vera 98%. Mér finnst líklegt að afföllin séu svipuð hjá skyldum tegundum sem hafa svipaða lífssögu. Stór hluti þessara 98% affalla verður strax á hrogna- og lirfustigi. Miðað við þá þekkingu sem er núna á Íslandi þá er margt sem bendir til þess að frá hrygningu að nýliðun, þ.e. þegar þorskur hefur náð 3-4 ára aldri, sé ákveðinn flöskuháls. Það sem styður þau almennu viðhorf er að hrygningarstofninn er stór en nýliðunin samt ekki sambærileg við það sem áður var,“ segir Guðbjörg.
Hún segir að ýmislegt geti skýrt þetta, eins og afrán og sjálfrán sem eru þéttleikaháð áhrif sem verða á uppeldisstöðvum. Auk þess geta ýmsir umhverfis þættir haft áhrif á nýliðun.
Sjálfrán þorsks innan og á milli árganga er þekkt. Þorskseiði og eins og tveggja ára þorskur halda sig að miklu leyti á sömu slóðum sem stuðlar að sjálfráni. „Núll hópurinn“, þ.e.a.s. seiði, reynir að halda sig á mjög grunnum sjó til að forðast stærri fiska en mat vísindamanna er að sjálfsrán þorsks sé umtalsvert.