Håkon André Berg verður nýr starfandi stjórnarformaður landeldisfyrirtækisins GeoSalmo. Samhliða því að taka við stjórnarformennsku fjárfestir Håkon í félaginu og verður meðal stærstu hluthafa félagsins.
Håkon var áður forstjóri norska landeldisfyrirtækisins Salmon Evolution frá fyrstu skrefum þess og þar til eldisstöðin komst í fullan rekstur. Salmon Evolution er stærsta landeldi Noregs og í fararbroddi í landeldi á laxi á heimsvísu. Auk þess að hafa yfirgripsmikla þekkingu af landeldi hefur Håkon mikla reynslu úr norsku atvinnulífi, hefur starfað við fjárfestingar, viðskiptaþróun og ráðgjöf auk setu í stjórnum fyrirtækja. Håkon kemur til GeoSalmo úr starfi forstjóra Skeie teknologi sem er rótgróið fjárfestingarfyrirtæki í Noregi.
„Það er mikil viðurkenning fyrir GeoSalmo og íslenskt landeldi að fá jafnreyndan aðila úr greininni og Håkon er til þess að taka þátt í uppbyggingu og þróun hennar hér á landi. Reynsla hans mun vega þungt við að raungera metnaðarfull áform GeoSalmo um uppbyggingu hátæknilandeldis í Þorlákshöfn. Sem starfandi stjórnarformaður mun Håkon vinna náið með stjórnendateymi GeoSalmo í þeirri uppbyggingu sem framundan er á næstu árum,“ segir í fréttatilkynningu frá GeoSalmo.
„Við erum í skýjunum að fá Håkon til liðs við okkur, sem starfandi stjórnarformann og hluthafa. Håkon er með einstaka reynslu, m.a. eftir að hafa leitt uppbyggingu norska landeldisfyrirtækisins Salmon Evolution og gert að leiðandi fyrirtæki í greininni. Reynsla hans og tengslanet styrkir GeoSalmo verulega fyrir þá spennandi tíma sem framundan eru,“ segir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri GeoSalmo.
„Ég er fullur tilhlökkunar að taka við þessu lykilhlutverki hjá GeoSalmo. Ég mun leggja mig fram við að vinna náið með því frábæra teymi sem til staðar er hjá félaginu og að láta eitt metnaðarfyllsta landeldisverkefni heimsins í dag verða að veruleika. Öll útfærsla á landeldi GeoSalmo fellur vel að þeirri nálgun og gildum sem ég tel lykil að góðum árangri. Ég veit að félagið býr yfir því sem þarf til þess að ná stórhuga markmiðum sínum,“ segir Håkon André Berg, stjórnarformaður GeoSalmo.
GeoSalmo áformar að reisa a.m.k. 33.000 tonna laxeldisstöð á landi við Þorlákshöfn. Fyrirtækið stefnir að því að verða leiðandi í landeldi á Íslandi með áherslu á að starfsemi þess sé í sátt við umhverfi og samfélag. Fyrirtækið hefur tryggt sér land, lokið umhverfismati, tryggt sér langtíma orkusamning við Orku Náttúrunnar (ON Power) og lokið öðrum undirbúningi sem gert hefur því kleift að hefja framkvæmdir.
Håkon André Berg verður nýr starfandi stjórnarformaður landeldisfyrirtækisins GeoSalmo. Samhliða því að taka við stjórnarformennsku fjárfestir Håkon í félaginu og verður meðal stærstu hluthafa félagsins.
Håkon var áður forstjóri norska landeldisfyrirtækisins Salmon Evolution frá fyrstu skrefum þess og þar til eldisstöðin komst í fullan rekstur. Salmon Evolution er stærsta landeldi Noregs og í fararbroddi í landeldi á laxi á heimsvísu. Auk þess að hafa yfirgripsmikla þekkingu af landeldi hefur Håkon mikla reynslu úr norsku atvinnulífi, hefur starfað við fjárfestingar, viðskiptaþróun og ráðgjöf auk setu í stjórnum fyrirtækja. Håkon kemur til GeoSalmo úr starfi forstjóra Skeie teknologi sem er rótgróið fjárfestingarfyrirtæki í Noregi.
„Það er mikil viðurkenning fyrir GeoSalmo og íslenskt landeldi að fá jafnreyndan aðila úr greininni og Håkon er til þess að taka þátt í uppbyggingu og þróun hennar hér á landi. Reynsla hans mun vega þungt við að raungera metnaðarfull áform GeoSalmo um uppbyggingu hátæknilandeldis í Þorlákshöfn. Sem starfandi stjórnarformaður mun Håkon vinna náið með stjórnendateymi GeoSalmo í þeirri uppbyggingu sem framundan er á næstu árum,“ segir í fréttatilkynningu frá GeoSalmo.
„Við erum í skýjunum að fá Håkon til liðs við okkur, sem starfandi stjórnarformann og hluthafa. Håkon er með einstaka reynslu, m.a. eftir að hafa leitt uppbyggingu norska landeldisfyrirtækisins Salmon Evolution og gert að leiðandi fyrirtæki í greininni. Reynsla hans og tengslanet styrkir GeoSalmo verulega fyrir þá spennandi tíma sem framundan eru,“ segir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri GeoSalmo.
„Ég er fullur tilhlökkunar að taka við þessu lykilhlutverki hjá GeoSalmo. Ég mun leggja mig fram við að vinna náið með því frábæra teymi sem til staðar er hjá félaginu og að láta eitt metnaðarfyllsta landeldisverkefni heimsins í dag verða að veruleika. Öll útfærsla á landeldi GeoSalmo fellur vel að þeirri nálgun og gildum sem ég tel lykil að góðum árangri. Ég veit að félagið býr yfir því sem þarf til þess að ná stórhuga markmiðum sínum,“ segir Håkon André Berg, stjórnarformaður GeoSalmo.
GeoSalmo áformar að reisa a.m.k. 33.000 tonna laxeldisstöð á landi við Þorlákshöfn. Fyrirtækið stefnir að því að verða leiðandi í landeldi á Íslandi með áherslu á að starfsemi þess sé í sátt við umhverfi og samfélag. Fyrirtækið hefur tryggt sér land, lokið umhverfismati, tryggt sér langtíma orkusamning við Orku Náttúrunnar (ON Power) og lokið öðrum undirbúningi sem gert hefur því kleift að hefja framkvæmdir.