Samherji Holding ehf. hagnaðist um 7,9 milljarða ÍSK, 53,7 milljónir evra, á árinu 2021 samkvæmt ársreikningi sem samþykktur var á aðalfundi félagsins í gær. Þetta er talsvert betri afkoma en árið 2020 þegar félagið hagnaðist um 4 milljarða ÍSK, 27,4 milljónir evra.

Helstu eignir Samherja Holding ehf. eru fyrirtæki á sviði veiða, vinnslu og sölu sjávarafurða í Evrópu og Norður-Ameríku en mikill meirihluti eigna félagsins er erlendis. Þá hefur Samherji Holding ehf. einnig fjárfest í flutningastarfsemi og er stærsti hluthafinn í Eimskip hf.

Á áðurnefndum aðalfundi Samherja Holding ehf. fór fram stjórnarkjör í félaginu og voru Eiríkur S. Jóhannsson, Helga Steinunn Guðmundsdóttir, Kristján Vilhelmsson, Óskar Magnússon og Þorsteinn Már Baldvinsson kjörin í stjórn. Er stjórn félagsins því óbreytt frá síðasta aðalfundi.

Nánar má lesa um afkomu fyrirtækisins hér.