Rekstrarhagnaður Samherja hf. nam 8,1 milljarði króna á árinu 2023 og var nær óbreyttur frá árinu á undan þegar miðað er við uppgjörsmynt félagsins. Hagnaður af rekstri samstæðu Samherja hf., þegar tekið hefur verið tillit til afkomu hlutdeildarfélaga og fjármagnsliða, nam 8,8 milljörðum króna eftir skatta.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í ársreikningi Samherja hf. fyrir árið 2023 sem lagður var fram og samþykktur á aðalfundi félagsins hinn 11. júní síðastliðinn.

Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á efnahagsreikningi Samherja hf. á undanförnum árum og var 2023 fyrsta heila rekstrarárið þar sem starfsemi samstæðunnar spannar einungis veiðar, vinnslu, landeldi og sölu sjávarafurða.

Landvinnslan á Dalvík.
Landvinnslan á Dalvík.

Launagreiðslur samtals 9,4 milljarðar króna

Á árinu 2023 seldi Samherji afurðir fyrir 62,5 milljarða króna og jukust sölutekjur vegna afurða um 10% frá árinu á undan. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 11,1 milljörðum króna og jókst um 6,7% frá árinu á undan í uppgjörsmynt félagsins. Tekjur af áhrifum hlutdeildarfélaga námu rúmlega 3 milljörðum króna. Tekjur vegna hlutdeildarfélaga lækka milli ára sem skýrist af tekjufærslu á árinu 2022 vegna breytinga á eignarhlutum í hlutdeildarfélögum það ár.

Eignir Samherja hf. í árslok 2023 námu 109,7 milljörðum króna og eigið fé var 80 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar í árslok var 72,9% en var 74% í árslok 2022. Eiginfjárhlutfall hefur haldist hátt undanfarin ár sem endurspeglar traustan efnahag félagsins.

Nánar má lesa um uppgjörið í frétt á heimasíðu Samherja.

Rekstrarhagnaður Samherja hf. nam 8,1 milljarði króna á árinu 2023 og var nær óbreyttur frá árinu á undan þegar miðað er við uppgjörsmynt félagsins. Hagnaður af rekstri samstæðu Samherja hf., þegar tekið hefur verið tillit til afkomu hlutdeildarfélaga og fjármagnsliða, nam 8,8 milljörðum króna eftir skatta.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í ársreikningi Samherja hf. fyrir árið 2023 sem lagður var fram og samþykktur á aðalfundi félagsins hinn 11. júní síðastliðinn.

Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á efnahagsreikningi Samherja hf. á undanförnum árum og var 2023 fyrsta heila rekstrarárið þar sem starfsemi samstæðunnar spannar einungis veiðar, vinnslu, landeldi og sölu sjávarafurða.

Landvinnslan á Dalvík.
Landvinnslan á Dalvík.

Launagreiðslur samtals 9,4 milljarðar króna

Á árinu 2023 seldi Samherji afurðir fyrir 62,5 milljarða króna og jukust sölutekjur vegna afurða um 10% frá árinu á undan. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 11,1 milljörðum króna og jókst um 6,7% frá árinu á undan í uppgjörsmynt félagsins. Tekjur af áhrifum hlutdeildarfélaga námu rúmlega 3 milljörðum króna. Tekjur vegna hlutdeildarfélaga lækka milli ára sem skýrist af tekjufærslu á árinu 2022 vegna breytinga á eignarhlutum í hlutdeildarfélögum það ár.

Eignir Samherja hf. í árslok 2023 námu 109,7 milljörðum króna og eigið fé var 80 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar í árslok var 72,9% en var 74% í árslok 2022. Eiginfjárhlutfall hefur haldist hátt undanfarin ár sem endurspeglar traustan efnahag félagsins.

Nánar má lesa um uppgjörið í frétt á heimasíðu Samherja.