„Ef stofn­ar ein­stakra teg­unda ná að verða mjög stór­ir miðað við land­rými og fæðu sem er í boði get­ur orðið mik­il bar­átta með til­heyr­andi þján­ing­um og dauða. Mik­ill fjöldi dýra get­ur einnig leitt til hnign­un­ar vist­kerf­is­ins sem þau lifa í sem svo kem­ur niður á teg­und­um sem í því búa,“ segir í grein eftir Guðna Þorvaldsson prófessor í Landbúnaðarháskólunum í Morgunblaðinu í dag sem nefnist Hugleiðing vegna hvalveiðibanns.

Þar segir að hæfileg grisjun dýrastofna sé þáttur í að viðhalda velferð þeirra og um leið umhverfisins sem þeir lifa í.

„Maður­inn er eina líf­ver­an sem mark­visst get­ur haft áhrif á stærð dýra­stofna, t.d. með friðun eða hóf­leg­um veiðum. Þetta höf­um við reynt að gera hér á landi með góðum ár­angri. Á Íslandi er t.d. villt­ur hrein­dýra­stofn sem við telj­um skyn­sam­legt að veiða úr til að stofn­inn verði ekki of stór. Með þessu er reynt að tryggja að landið verði ekki fyr­ir of mik­illi áníðslu og dýr­in svelti ekki. Sömu lög­mál gilda í haf­inu. Á und­an­förn­um árum hef­ur borið á vax­andi and­stöðu við veiðar villtra dýra en þá er horft fram hjá þessu atriði. Hæfi­leg grisj­un dýra­stofna er þátt­ur í að viðhalda vel­ferð þeirra og um leið um­hverf­is­ins sem þeir lifa í.

Það er sjálfsagt að stefna að því að lág­marka þján­ing­ar villtra dýra þegar þau eru veidd en það er bara lít­ill hluti af heild­ar­mynd­inni um vel­ferð og líðan villtra dýra.“