Grásleppusjómenn geta hafið veiðar mánudaginn 20. mars og fær hver bátur leyfi til að veiða í 25 samfellda daga innan veiðitímabilsins, sem stendur til 30. júní. Þeir sem hyggjast veiða grásleppu í innanverðum Breiðafirði verða þó að bíða til 20. maí og þurfa að vera hættir 12. ágúst.

Reglugerð þess efnis er farin í birtingu, að sögn matvælaráðuneytisins. Fyrirkomulag veiðanna er óbreytt frá síðasta ári.