Börkur NK kom til Neskaupstaðar í gærmorgun með 1.005 tonn af síld. Strax var byrjað að vinna síldina í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar en starfsfólkið þar var í fríi um helgina.

Hálfdan Hálfdanarson, skipstjóri á Berki, sagði að síldin hefði fengist í fjórum holum.

„Tvö holanna voru yfir 300 tonn, eitt gaf um 270 tonn og hið minnsta var rúmlega 100 tonn. Við vorum grunnt á Héraðsflóanum í fyrstu en síðan í kantinum á Digranesflakinu. Síldin er á mikilli ferð og við vorum einfaldlega að elta hana. Það er ekki mikið að sjá en þegar maður hittir á hana næst góður afli. Þetta er fínasta síld. Norsk-íslenska síldin er 420-430 grömm en þarna fæst einnig íslensk sumargotssíld og hún er smærri. Íslensk sumargotssíld er um 12% af aflanum. Mér líst vel á þessa nýbyrjuðu vertíð en stundum þarf að hafa fyrir því að finna síldina vegna þess að hún heldur ekki kyrru fyrir. Það eru skip á miðunum en það lítur ekkert sérstaklega vel út með veður þegar líður á vikuna,” segir Hálfdan.

Börkur NK kom til Neskaupstaðar í gærmorgun með 1.005 tonn af síld. Strax var byrjað að vinna síldina í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar en starfsfólkið þar var í fríi um helgina.

Hálfdan Hálfdanarson, skipstjóri á Berki, sagði að síldin hefði fengist í fjórum holum.

„Tvö holanna voru yfir 300 tonn, eitt gaf um 270 tonn og hið minnsta var rúmlega 100 tonn. Við vorum grunnt á Héraðsflóanum í fyrstu en síðan í kantinum á Digranesflakinu. Síldin er á mikilli ferð og við vorum einfaldlega að elta hana. Það er ekki mikið að sjá en þegar maður hittir á hana næst góður afli. Þetta er fínasta síld. Norsk-íslenska síldin er 420-430 grömm en þarna fæst einnig íslensk sumargotssíld og hún er smærri. Íslensk sumargotssíld er um 12% af aflanum. Mér líst vel á þessa nýbyrjuðu vertíð en stundum þarf að hafa fyrir því að finna síldina vegna þess að hún heldur ekki kyrru fyrir. Það eru skip á miðunum en það lítur ekkert sérstaklega vel út með veður þegar líður á vikuna,” segir Hálfdan.