Ísfisktogarinn Vestmannaey VE kom til löndunar í Vestmannaeyjum í dag. Skipið er með fullfermi og er aflinn langmest þorskur.

Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra og spurði hann hvernig túrinn hefði gengið fyrir sig.

„Þessi túr var lengri en oft áður eða rúmir fimm sólarhringar. Það var heldur lítið að fá á miðunum suður af landinu. Við byrjuðum á Pétursey og síðan var farið á Vík, Ingólfshöfða, Öræfagrunn, í Sláturhúsið og á Papagrunn. Á öllum þessum miðum var dapurt. Við enduðum á að fara austur á Örvæntingu og þar var þokkalegt kropp. Síðan var góð veiði utan Fótar. Við enduðum túrinn í kolaskrapi út af Hvalnesi. Túrinn var óvenju langur eða fimm sólarhringar en það kemur ekkert á óvart. Það minnkar nefnilega oft aflinn á okkar hefðbundnu miðum þegar líður á sumar eða þegar fer að hausta og þá er lengra að sækja. Afli hefur verið góður í sumar og því eru það dálítil viðbrigði þegar tregast á þeim miðum sem við höfum mest verið á. Nú eru kvótaáramót í nánd og áhersla verður lögð á að skrapa upp sem mest af kvótanum áður en þau ganga í garð,” segir Birgir Þór.

Vestmannaey mun halda til veiða á ný á morgun. Ísfisktogarinn Bergur VE hefur ekki verið að veiðum undanfarnar fimm vikur en hann mun halda til veiða í dag. Ýmsu viðhaldi hefur verið sinnt í Bergi á meðan hann hefur verið frá veiðum.

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE kom til löndunar í Vestmannaeyjum í dag. Skipið er með fullfermi og er aflinn langmest þorskur.

Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra og spurði hann hvernig túrinn hefði gengið fyrir sig.

„Þessi túr var lengri en oft áður eða rúmir fimm sólarhringar. Það var heldur lítið að fá á miðunum suður af landinu. Við byrjuðum á Pétursey og síðan var farið á Vík, Ingólfshöfða, Öræfagrunn, í Sláturhúsið og á Papagrunn. Á öllum þessum miðum var dapurt. Við enduðum á að fara austur á Örvæntingu og þar var þokkalegt kropp. Síðan var góð veiði utan Fótar. Við enduðum túrinn í kolaskrapi út af Hvalnesi. Túrinn var óvenju langur eða fimm sólarhringar en það kemur ekkert á óvart. Það minnkar nefnilega oft aflinn á okkar hefðbundnu miðum þegar líður á sumar eða þegar fer að hausta og þá er lengra að sækja. Afli hefur verið góður í sumar og því eru það dálítil viðbrigði þegar tregast á þeim miðum sem við höfum mest verið á. Nú eru kvótaáramót í nánd og áhersla verður lögð á að skrapa upp sem mest af kvótanum áður en þau ganga í garð,” segir Birgir Þór.

Vestmannaey mun halda til veiða á ný á morgun. Ísfisktogarinn Bergur VE hefur ekki verið að veiðum undanfarnar fimm vikur en hann mun halda til veiða í dag. Ýmsu viðhaldi hefur verið sinnt í Bergi á meðan hann hefur verið frá veiðum.